Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 51

Ægir - 01.06.1995, Blaðsíða 51
hættunni af völdum toxafenmengunar á norðurslóðum. fræðinni fleygði fram á þessu sviði og nú mætti segja að iðnríki vesturheims væru tilbúin að fara að vinna að marktækum rannsóknum á þessu sviði. Af klórlífrænum efnasamböndum er toxafen e.t.v. stærsti mengunarvaldur heims nú og sér- staklega mælist styrkur þeirra hvergi hærri en í fiski og lífverum á norðurhjara eða 10 sinnum meiri en t.d. í Norðursjó sem fram til þessa hefur verið talinn mengaður. Þetta á sérstaklega við um feitan fisk eins og síld, loðnu, lax og fleiri fiska. Víða um heim er fiskur í stöðuvötnum afar mengaður af völdum toxafens. Gæti stöðvað innflutning allra fiskafurða af norðlægum svæðum í mörgum ríkjum er reynt að fylgjast með leif- um toxafens í grænmeti og ávöxtum og leyfilegt hámark sett upp sem miðaö er við, t.d. í inn- flutningi. Slík mörk hafa aðeins verið sett í Þýska- landi og Bandaríkjunum fyrir fisk og sjávarafurð- ir. Nýlega var sett nýtt hámark í Þýskalandi sem er talsvert strangara en eldra hámark. Mjög fá fisksýni úr Norðursjó og enginn fiskur af norður- slóðum hefðu staðist það hámark. Því var gildis- töku þeirra frestað eftir að landbúnaðarráðuneyt- ið þýska mótmælti við heilbrigðisráðuneytið en í ársiok 1995 er áætlað að verði sett ný skilyrði eft- ir að þýskir vísindamenn hafa rannsakaö inni- hald og dreifingu toxafens-leifa í fiskafurðum af norðurhjara sérstaklega. í Kanada em neysla fisks úr ýmsum heimskautavötnum alveg bönnuð vegna toxafen-mengunar. „Það má segja að þekking manna á þessum efnum og aðferðunum til þess að mæla þau í af- urðum sé á svipuðu stigi nú eins og þekking á PCB-efnum var fyrir 20 ámm," sagði Guðjón Atli. I febrúar 1993 var haldin sérstök ráðstefna um toxafen og útbreiðslu þess í heiminum í Burlington í Ontario í Kanada og sóttu hana rúmlega 80 færustu vísindamenn heims á sviði eiturefnafræði og meng- unar. Þar kom fram að mikið starf er óunnið við að rannsaka áhrif toxa- fens á ýmsar lífverur og hegðun þess í náttúrunni. Þannig er t.d. ekki vit- að hvaða áhrif langvarandi neysla mengaðra afurða hefur og var lagt til að þegar yrði hafist handa við könnun á því. „Þetta getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér," sagði Guð- jón. „Þannig gætu þjóðir í Evrópu sett svo ströng mörk á leyfilegt inni- hald toxafens í fiskafurðum að allur innflutningur fisks af norðurslóðum yrði bannaður. Sérstaklega verður erfitt að eiga við feitar fiskafurðir þar sem efnin safnast fyrir. Rannsóknir munu skera úr um hvar rétt er að setja mörkin og ég vil ekki trúa því að íslenskur feitur fiskur verði úrskurðaður óneysluhæfur af þessum sökum en neytandinn er yfirleitt látinn njóta vafans og mörkin lækkuð ef hætta er talin á ferðum." Guðjón Atli taldi að ötul barátta íslendinga og fleiri þjóða fyrir setn- ingu strangari reglugerða um notkun toxafens hefði þegar borið nokkurn árangur. „Það er mjög brýnt framtíðarverkefni. Sérstaklega er mikilvægt að við tökum þátt í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir þegar kemur til þess að á- kvaröa hámörk toxafens í innfluttum afurðum." □ ÆGIR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.