Ægir - 01.06.1995, Qupperneq 52
Að gabba mann og annan
Það hefur lengi tíðkast til sjós
ab gabba nýliða og láta þá
fremja einhver heimskupör öðr-
um til skemmtunar. Sumir segja
að dregið hafi úr þessu enda til
lítils gagns og erfitt fyrir ný-
græðing að treysta tilsögn eftir
að hafa verið hrekktur.
Skemmtilegar sögur hafa þó
varðveist af skoplegum hrekkj-
um. Sígilt bragð er að senda ný-
liða niður í lest með matarbita á
diski til að gefa kjölsvíninu eða
senda mann með karfa aftur í
eldhús til kokksins og biðja
hann að elda kláðasúpu handa
vélstjóranum sem er slæmur af
exemi. Þegar nýliði stingur sig á
karfabeini, sem er afar vont og
getur hlaupið illt í sárið, er hon-
um jafnan sagt að eina ráðið sé
að höggva gat á hausinn á karf-
anum og bera olíuna sem vellur
úr á sárib. En það verður að vera
sami karfinn og hann stakk sig
á. Annars er allt ónýtt.
Jón neflausi
Síldarbátur frá Austfjöröum var
eitt sinn að leggja úr höfn en
mátti bíða um stund eftir einum
heimamanna. Sá kom sæll og létt-
ur í spori um borb og kvaðst illa
svikinn ef sá fundur sem hann
hefði átt með sinn konu bæri ekki
ávöxt í fyllingu tímans. Alvöru-
gefnir skipverjar hópuðust að
honum og sögðu honum að léki
grunur á slíku yrði alltaf að taka
eitt „aukahal" því annars myndi
barnið fæðast neflaust. Skipið
hékk svo við bryggju á einum
spotta meban okkar maður hljóp
heim til að bjarga þessu. Það
skondna er að níu mánuðum
seinna fæddi kona hans þeim son.
Sá var skírður Jón en viðurnefnið
„neflausi" loddi við hann meðan
einhverjir mundu eftir tildrögun-
um að fæðingu hans.
Pokamannastakkur
Sumarið 1976 var 150 tonna
bátur frá Austfjörðum búinn út til
trollveiða. Fáir í áhöfninni höfðu
verið við slíkar veiðar áður og
reiddu sig á tilsögn aðkomu-
manna sem önnuðust uppsetn-
ingu veiðarfæra. Eitt af því sem
híft var um borð voru saman-
pakkaðar nautshúðir sem þá tíðk-
aöist ab sauma neðan á aftasta
hluta pokans til þess að hlífa hon-
um við sliti. Húðirnar eru níð-
þungar og ómeðfærilegar og þegar
verið var að brasa þeim um borð
varð einum byrjanda að orði
hvern grefilinn ætti að gera vib
þessar skinnpjötlur.
„Þetta er efni í pokamanna-
stakkinn," svaraði stýrimaður
grafalvarlegur. „Það er mikilvægt
embætti að vera pokamaður og
þegar pokinn er hífður inn stekk-
ur hann til, íklæddur sínum
nautshúðastakk og leysir eld-
snöggt frá pokanum. Það getur
þurft að stökkva yfir að minnsta
kosti þrjár milligerðir á dekkinu til
þess að komast að pokanum og
því mikilvægt að pokamaðurinn
sé enginn aukvisi því stakkurinn
er þungur eins og þið finnið."
Menn setti hljóða við þessi tíð-
indi og spurðu ekki frekar. Þegar
áhöfnin sat svo að snæðingi um
kvöldið og enginn var vib vinnu
á dekki heyrðust torkennilegir
dynkir úti. Vaktmönnum í brú
varð litið út og sáu hraustan ný-
liða sem var að bjástra við að
stökkva yfir milligerðir á dekkinu
meb heila nautshúð í fanginu.
Gaman væri að heyra frá þeim
sem kunna slíkar sögur og aðrar
sem lifa í munnlegri geymd
manna á meðal. Hvers vegna ekki
að setja þær á blað og senda til
Skerplu, Suðurlandsbraut 10, 108
Reykjavík. □
SJOMINJA- OG
SMIÐJUMUNASAPN
J. HINRIKSSONAR
„Aflasælasfa" sjóminjasafn (andsins
J. HINRIKSSON
MARITIME MUSEUM
The “fishiest" museum ín Icefand
Aflasælasta
sjóminjasafn
landsins
Óhætt er að fullyrða að einstakt framtak
Jósafats Hinrikssonar á ekki sinn líka á
íslandi, og jafnvel þó víðar væri leitað. Hann
hefur byggt upp Sjóminja- og smibjumuna-
safn á eigin spýtur í fyrirtæki sínu, J. Hinriks-
son hf., sem þekkt er um víða veröld fyrir
framleiðslu sína, helst þó toghlerana.
Jósafat hefur nú gefið út litprentaöan
bækling um safnið þar sem eru myndir af
ýmsum munum sem safniö geymir. Safnið
var stofnað 15. október 1988. Þar er haldib
til haga gömlum munum, sögu og arfleifð
sem tilheyrir sjávarútvegi, járn- og eldsmíði,
vélsmíði, bátasmíði, bryggjusmíði, trésmíbi
og gömlum atvinnuháttum hér á landi.
52 ÆGIR