Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 8
NÁNARI ATHUGUN 50 fyrirtæhi á mörkunum Með nýju ári rann út sá frestur sem fiskvinnslufyrirtæki höfðu haft til þess að uppfylla öll skilyrði til þess að mega flytja fisk út til landa innan EES, evrópska efnahagssvæðisins. Undanfarin tvö ár hafa verið aðlögunartími að gildistöku umræddra reglna sem taka til allrar fiskvinnslu burtséð frá því hverskonar vinnsla fer þar fram. Misjafnt er hvernig fyrirtæki hafa nýtt sér þennan aðlögunartíma en sýnt þykir að af 150 fiskvinnsluhúsum sem rekin voru á undanþágu til áramóta muni þriðjungur varla eða ekki ná því að uppfylla skilyrði. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að svipta fyrirtæki vinnsluleyfi nema að undangenginni skoðun og viðvörun ásamt fresti til úrbóta. Þórður Asgeirsson fiskistofustjóri sagði í samtali við Ægi að strax eftir áramót hefðu eftirlitsmenn Fiskistofu hafið yfirreið um þau 50 fyrirtæki sem teldust vera á mörkum þess að fá endurnýjað vinnsluleyfi. Við þessa skoðun kemur væntanlega í Ijós hver þeirra hafa gert nauðsynlegar endurbætur og hver þeirra fá lokaviðvörun. Þegar sýnt er að fyrirtækin muni ekki ná að uppfylla skilyrðin er þeim engu að síður gefinn 30 daga frestur áður en til eiginlegrar lokunar kemur. „Okkar menn eru á ferðinni og ég veit ekki hver staðan er frá degi til dags. Það missir enginn leyfið fyrr en 30 dögum eftir að úttektin hófst," sagði Þórður Ásgeirsson í samtali við Ægi. Þannig kemur í rauninni ekki í Ijós fyrr en um miðjan febrúar hve mörg fiskvinnsluhús missa vinnsluleyfið en fyrirfram er búist við að þau séu milli 20 og 30. Flest fyrirtækin á mörkunum er mjög lítil, einkum saltfiskvinnslur. Sum starfa ekki allt árið og í mörgum tilvikum vafasamt eða alveg útilokað að þau standi undir kostnaðarsömum endurbótum. Fljótlega má reikna með því að fulltrúar frá eftirlitsstofnun EFTA, ESA, komi hingað til lands til þess að kynna sér á hvern hátt reglunum muni framfylgt. Fyrirfram er búist við að ágreiningur rísi milli íslenskra stjórnvalda og fulltrúa ESA um það hve stranglega reglunum skuli framfylgt en mörgum íslendingum kemur spánskt fyrir sjónir að sömu kröfur eru gerðar til allrar vinnslu, hvort sem verið er að frysta rækju eða salta þorsk og ufsa. Undanfarin ár er óhætt að segja að bylting hafi orðið í þessum efnum hér á landi með mjög auknum kröfum um hreinlæti, aðbúnað og innra eftirlit sem nú er skylt að hafa í öllum fyrirtækjum. Fiskistofa hefur framfylgt þeim lagabreytingum sem orðið hafa og má skilja orð fiskistofustjóra, ÞórðarÁsgeirssonar, í Mbl. 3. janúar 1996 svo að hann sé ekki allskostar ánægður með skilyrði ESB sem geri ekki ráð fyrir mismunandi áhættuþáttum í mismunandi vinnslu og þar af leiðandi sé það sem telst alvarlegur galli í einni vinnslu tiltölulega léttvægt í annarri. Vinnsluleyfi til fiskvinnsluhúsa gefin út af Fiskistofu eru rúmlega 900 en það gefur ekki rétta mynd af heildarfjöldanum. Mörg stærri fyrirtæki eru með fleiri en eitt leyfi því sérstakt leyfi þarf til frystingar, söltunar o.sv. frv. ANNALL íslensk fisklifur er útilokuð frá þýskum markabi vegna þess að of mikið magn af skordýra- eitrinu klórdan mældist í lifrinni. Þjóðverjar þykja sérlega strangir í þessum efnum og leyft magn klór- dans er tíu sinnum minna þar en almenn alþjóðamörk kveða á um. |^N Nýr skipstjóri, Guðmundur Einarsson úr Bolungarvík, rábinn á Guðbjörgu ÍS og er þetta í fyrsta sinn frá 1966 sem annar en Ásgeir Guðbjartsson og Guðbjart- ur sonur hans stýra skipinu. Guð- bjartur verbur áfram skipstjóri á móti Guðmundi sem lengi hefur verið 1. stýrimaður á Guöbjörgu. Tólf íslensk fyrirtæki taka i-J þátt í fyrstu alþjóðlegu sjáv- arútvegssýningunni sem haldin er í Suður-Afríku. Mikil uppbygging á sér nú stað í sjávarútvegi í Namibíu og Suður-Afríku og taka íslendingar virkan þátt í henni með margvíslegum hætti. Vart verður vib gífurlega •þorskgengd við Vestfirði og segjast skipstjórar ekki hafa séð annað eins árum saman. Dæmi eru um 2 tonn á mínútu í trolliö svo ekki þarf nema rétt að dýfa því í sjóinn. Á Baröinu sést kökkur af þorski sem var 8 mílna langur, 3 mílna breiður og 50 faðma þykkur. P| Gubrún Olafsdóttir, Emilí- KÉI ana Marteinsdóttir og Einar H. Jónsson fá verðlaun frá Samtök- um rannsóknarstofnana fiskiðnab- ar í Evrópu fyrir hönnun á nemum sem skynja ferskleika í fiski með sjálfvirkum hætti. Þetta er nokkurs konar stafrænt nef sem gerir kleift að fylgjast með ferskleika hráefnis- ins allan sólarhringinn. Spænskir saltfiskinnflytjend- ur fara á taugum og skrá ís- lensk vörumerki sem sín eigin. Þórsberg á Tálknafirði fer í mál vegna þessa en spænska fyrirtækið Armengol tók hornmerki þeirra og setti á sína vöru án leyfis. 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.