Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 39
Ibúðir Almennt: íbúðir fyrir 14 menn á þrem- ur hæðum; 5 x 2ja manna og 4 x 1 manns klefar. Undir neðra þilfari: 4 x 2ja manna klefar. Neðra þilfar: 1 x 2ja manna klefi, 3 x 1 manns klefar, borðsalur og eldhús, matvælageymslur (kælir og frystir), þvottaklefi með salerni og baði og salernisklefi. Þilfarshús á efra þilfari: Stakkageymsla með salernisklefa og skipstjóraklefi með sérsnyrtingu. Milliþilfarsrými, lestarými Móttaka afla: Síld eða loönu er dælt um borð með fiskidælu á sjóskilju og þaðan í lestar skipsins. Lestarbúnaður: Lestar undir neðra þil- fari eru fjórar og er hverri skipt með langþilum í þrjú hólf. Lestar eru einangraðar með polyurethan og klæddar með stáli. Milliþilfars- lest er skipt í sex hólf. Hluti undir- lesta er búin blásturskælingu á rækjuveiðum. Vindubúnaður, losunarbúnaður Tog- og snurpivindur: Fish and Ships Gear A/S; 3 x SP 16/6170, tromlu- mál 325 mmo x 1200 mmo x 1350 mm, víramagn 1830 m af 24 mmo vír, togátak vindu 8.5 tonn og 72 m/mín á mibja tromlu. Hjálparvindur: Fish and Ships Gear A/S, HLV 2.5 hjálparvinda við nótaveiðar, HAL 4-5 losunar- og akkerisvinda, HT 2.5 bómulyfti- vinda og HB2 bómuvinda. Þá eru þrjár Rapp Hydema, ein tvískipt TBD 680/HMB7-9592, 10 tonna grandaravinda, og tvær GWB 680/HMB 9592, 7.5 tonna hjálp- arvindur. Flotvörpuvinda er frá Vélaverkstæöi J. Hinrikssonar og útdráttarvinda er Pullmaster. Kraftblakkar- og fiskidœlubúnaður: Triplex 603/360/2D kraftblökk, Triplex TRH 70 færslublökk, Triplex NK 1500/TRH 70 kraftblakkarkrani, og tvær Rapp U880 fiskidælur ásamt slöngu- tromlu. Þilfarskranar: Fassi F 6.3, 16 tm, og Sormec T2000 M28/2S, 28 tm. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl. Siglingatœki og staðarákvörðunartœki: Tokyo Keiki, Tokimec BR 1800-17 ratsjá, Sperry SR 120 gyróáttaviti, Sperry PR1000 sjálfstýring, Sagem LHS vegmælir, Shipmate RS 5310 (GPS), Shipmate 5900 (GPS), Shipmate RS 2500 leiðariti. Áður en myndbandabyltingin náði um borð í íslenska skuttogara var ýmislegt gert sér til dundurs á frívöktum og þegar vinnan var ekki mjög mikil. Sögumabur Ægis rifjabi upp vist sína um borð í austfirskum skuttogara um 1980. Þar greip um sig eitt sumar mikið hannyröaæbi og spreyttu hásetar og yfirmenn sig á því ab hekla og hnýta ýmsa nytjahluti úr trollgarni. Geysilega vígalegir inniskór stýrimanns sigruðu með yfirburðum í þeirri keppni. Sá sami stýrimaður gat verið dálítið brellinn. Meðal háseta var hörkutól eitt sem lét sig aldrei í neinni keppni en reiddi ekki vitið í þverpokum. Sá sat eitt sinn með svokallaðan Rubrikk- kubb sem einhverjir muna kannski eftir. Kubbófétið var með hreyfan- legum hliðum á alla kanta og þrautin fólst í því að velta honum í höndum sér þar til samstæðir litir lágu á heilum hliðum. Stýrimabur tekur kubbinn. af háseta og segist vilja spreyta sig á honum á togvaktinni. Eftir röskan klukkutíma kemur hann niður í borösal aftur heldur kampa- gleiður meö kubbinn og hefur nú raðað samstæbum lit á hverja hlið fyrir sig. Hann snýr kubbinn allan í rugl á ný fyrir framan hásetann með Fiskileitartœki: Atlas Fischfinder 782 dýptarmælir, JMC, gerð V-144 dýptarmælir, Simrad SM 600 sónar, Scanmar CGM 03/SRU400 afla- mælir. Fjarskiptatœki: Sailor T 122/R106 mibbylgjutalstöð, Sailor RT 2047 og Shipmate 8300 örbylgju- stöðvar, Seasat Standard C. Sharp telefax, Shipmate RS 6100 Navtex. □ frýjunarorðum um ab þetta sé óttalegt rísl og dútl sem henti best konum og börnum. Ekki er að orðlengja að hásetanum hljóp talsvert kapp í kinn enda höfðu þeir kumpánar ibulega att kappi í ýmsum leikjum. Háseti hverfur í koju með kubbinn og sýnist frekar einbeittur. Líður nú og bíöur og háseti verður þreytulegri með hverri vakt enda neytti hann eigi svefns á frívöktum heldur sat með hinn illræmda kubb í höndum sér og velti honum og sneri án árangurs. Að lokum var félögum hans hætt að standa á sama þegar hann stóð líkt og dáleiddur í miðjum verkum og tuldraöi samhengislaust rugl fyrir munni sér með bauga undir augum niður á kjálka. Stýrimaburinn hrekkjótti haföi nefnilega plokkað alla litina af kubbnum með vasahníf og límt þá á réttan stað svo hann sýndist hafa leyst þrautina en var í raun jafnlangt frá því og hásetinn. Þessi sami stýrimaður átti lengi teninga sem hann einn notaði í Yatzy og skyldum leikjum og voru með sex punktum á tveimur hlibum. Ekki öfluöu þeir gripir honum mikilla vinsælda frekar en hrekkurinn með Rubrik-kubbinn. □ 1] f ‘1 Hrekkjótti stýrimaðurinn ÆGIR 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.