Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 21
11. mynd: Barentshafs-ýsa. Nýliðun. 12. mynd: Barentshafs-ýsa. Hrygningarstofn og veiðidánartala. OCNJ^Í-lOCOOCNJ*3-COOOOr'J*3-COCOC3C'>J«=l- cDcocococor~-r--i— r--r-~cococococoOTOOT cn CTJ CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) CT) 13. mynd: Barentshafs-ufsi. Afli 1960-1995. og áriö 1994 í 120 þús. tonn, en árið 1995 er áætlað að hann hafi orðið 130 þús. tonn. Meira en helmingur ýsuaflans er veiddur í Barentshafi austan 26°A en tæplega helmingurinn er veiddur við strend- ur Noregs vestan 26° austur lengdar. Veiðar við Bjarnarey og Svalbarða eru sáralitlar, aðeins nokkur hundruð tonn á ári, en hafa mest komist í tæp 10 þús. tonn. Sókn í ýsu hefur í raun ekki vaxið með árunum eins og í þorski þó hún hafi verið nokkuð sveiflukennd. Það er í og með vegna þess að ýsan veiðist sem aukaafli í þorkveiðunum. Ýsuklak á árunum 1950-1970 var yfirleitt allþokkalegt að undanteknum árgöngunum frá 1965 og 1966 sem báðir voru lakir (11. mynd). Hins vegar reyndust árgangar frá 1950 og 1969 ótrúlega stórir. Þannig er stærsti árgangur 200 sinnum stærri en sá minnsti. Á áraþilinu 1971-1981 voru allir ár- gangar undir meðallagi og sama gilti fyrir árin 1984-1990 en nýliðun virðist heldur hafa glæðst hin allra síðustu ár. Þessar miklu sveiflur í nýliðun endurspeglast óhjákvæmilega í stærð hrygningarstofns (12. mynd). Hrygningarstofninn komst í um 250 þús. tonn eða há- mark þegar stóri árgangurinn frá 1953 varð kynþroska. Hrygningarstofninn fór svo hraðminnkandi og komst í lág- mark árið 1964, í um 60 þús. tonna stærð. Hann fór aftur vaxandi og komst í 250 þús. tonna stærð þegar risaárgang- urinn frá 1969 varð kynþroska á árunum upp úr 1970. Þeg- ar hans naut ekki lengur við og lakir árgangar bættust í hrygningarstofninn minnkaði hann stöðugt og var hann kominn niður í aðeins 30 þús. tonn árið 1987. Þá var gripið til róttækra veiðitakmarkana og fór stofninn vaxandi næstu ár og komst í 140 þús. tonn árið 1993. Horfur er allgóðar hvað ýsuveiðina snertir í náinni fram- tíð. Ef gert er ráð fyrir að sóknin árið 1996 verði svipuð og hún var árið 1995 er áætlað að hrygningarstofn verði rúm 200 þús. tonn árið 1997. Ufsi Útbreiðsla ufsans er nokkuð suðlægari en þorsksins. Hann er algengastur við strendur Noregs og eru norðurmörk út- breiðslusvæðisins við Bjarnarey. Þá veiðist hann einnig í sunnanverðu Barentshafi en aflinn þar er um fimmtungur af heildarufsaaflanum úr þessum stofni. Meðalufsaaflinn árin 1960-1984 er um 150 þús. tonn. Á áðurnefndu tímabili var aflinn minnstur 1968, 100 þús. tonn, en komst mest í 250 þús. tonn árið 1974. Þá fór aflinn minnkandi og komst í lágmark árið 1986, í um 70 þús. tonn. Síðan hefur aflinn far- ið vaxandi og er áætlað að aflinn 1995 hafi náð 150 þús. tonnum (13. mynd). Á árunum 1960-1970 var sóknin nán- ast óbreytt en fór svo vaxandi og komst í hámark árið 1984, síðan þá hefur veiðidánartala aftur farið lækkandi og er nú á svipuðu róli og á árunum í kringum 1970 (14. mynd). Öfugt við ýsu eru tiltölulega litlar sveiflur í nýliðun ufsa. Nýliðun í ufsastofninn var góð á árunum 1960-1980 en á níunda ára- tugnum versnaði nýliðun sem líklega má að hluta til rekja til versnandi umhverfisskilyrða í Barentshafi. í lok áratugar- ÆGIR 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.