Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 12
Dœmigerðir línu- og togbátar í Walvis Bay. Gamlir bátar en vel við haldið. Þessar minjar í eyðimörkinni skammt frá Luderitz eru af hvalveiðistöð sem löngu er aflögð. Þessar rústir eru merkilegar fyrir íslendinga því þetta var síðasta hvalstöðin sem Norðmað- urinn Hans Ellefsen reisti og starfrœkti. Ellefsen kom víða við í íslenskri atvinnusögu og fékkst við hvalveiðar og vinnslu bceði í Önundarfirði og Mjóafirði eystra. Ráðherrabústað- urinn í Tjamargötu var upphaflega íbúðarhús hans við Sólbakka í Önundarfirði sem hann gafHannesi Hafstein sýslumanni ísfirðinga, síðar ráðherra. afla, er makríll veiddur innan lögsög- unnar og pilchard, sem er sardínuteg- und, skötuselur og humar. Gífurleg vinna hefur verið lögö í að koma böndum á veiðarnar með kvóta- setningu, löggjöf og uppbyggingu veiða og vinnslu. Þetta hefði ekki getað gerst nema með samvinnu við erlend fyrir- tæki sem flutt hafa sérþekkingu sína til landsins og kenna heimamönnum vinnubrögð nútímans. Þar fara fremstir í flokki íslendingar ásamt suður-afrísk- um útgerðarfyrirtækjum, sem eru meðal þeirra stærstu í þessum heimshluta, og spænska risafyrirtækinu Pescanova sem einnig hefur lagt mikið í uppbyggingu í Namibíu. Tiltölulega örfáir hvítir menn búa í landinu og eru þeir einkum stjórnendur og yfirmenn, innflytjendur frá Suður-Afríku og þeim löndum sem fjárfest hafa í atvinnulífi landsins. Spán- verjar eru þar mjög fjölmennir. Enn fer lítið fyrir útgerð sem alfarið er í hönd- um heimamanna. Kvótakerfi og strangt eftirlit Kvótakerfið sem Namibíumenn settu upp er að mörgu leyti áþekkt því ís- lenska. Einstökum útgerðum og fyrir- tækjum er úthlutað kvóta á hverju ári og sumir veiða allan sinn kvóta meðan aðrir kjósa að leigja hann eða selja í lok ársins enda dæmi um kvótaeigendur langt inni í landi sem aldrei hafa nálægt fiskveiðum komið. Mjög strangt eftirlit er með fram- kvæmd veiðanna og þannig eru tveir eftirlitsmenn um borð í hverjum ein- asta togara en hlutverk þeirra er að fylgjast með aflanum og koma í veg fyr- ir að fiski sé hent fyrir borð og yfirleitt að farið sé að settum reglum. Öllu er stjórnað með harðri hendi úr landi og það mun hafa komiö íslenskum skip- stjórum spánskt fyrir sjónir að þurfa að láta reka með trollið í skutrennunni meðan beðið var leyfis úr landi til þess að skera á pokann eða eitthvað sem nauðsynlegt var að gera til þess að ná trollinu inn eftir risahal. Ákveðnar reglur gilda um hve hátt hlutfall megi vinna um borð úti á sjó og hve hátt hlutfall skuli unnið í landi. Þannig er samsetningu flotans stýrt því markmiðið er að styrkja atvinnulífið í landi ekki síður en útgerðina. í Namibíu, eins og á íslandi, er veið- unum stjórnað af fiskifræðingum sem fylgjast með vexti og viðgangi stofnanna og ákveða heildaraflann. Ekki er allt vitað um lífshætti og göngur, t.d. lýsings, og því nauösynlegt að stunda meiri rann- 12 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.