Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 22
14. mynd: Barentshafs-ufsi. Hrygningarstofn og veiöidánartala. 16. mynd: Barentsliafs-gullkarfi. Afli 1965-1994. ins batnaði nýliðun verulega og er árgangur 1988 sá sterkasti sem vitað er um (15. mynd). Stærð hrygningarstofns hefur nokkuð fylgt sveiflum í ný- liðun. Þannig fór hrygningarstofninn vaxandi úr rúmum 300 þús. tonnum árið 1960 og komst í hámark um 600 þús. tonn á árunum 1968-1971. Vegna vaxandi sóknar minnkaði hrygningarstofninn hratt á næstu ámm og var kominn í um 150 þús. tonn áriö 1977. Hann hélt áfram að lækka næstu árin og komst í lágmark í um 100 þús. tonn árin 1986-1987. Hertar sóknartakmarkanir og betri nýliðun hafa leitt til þess aö hrygningarstofninn er nú aftur kom- inn í um 200 þús. tonn. Stærð hrygningarstofns í ársbyrj- un 1996 er áætluð 240 þús. tonn. Ef sókn 1996 verður svipuð og árið 1994 er áætlaö að aflinn verði um 160 þús. tonn og stærð hrygningarstofns verbi um 210 þús. tonn í ársbyrjun 1997. Karfastofnar Við strendur Noregs og í Barentshafi eru sömu karfateg- undir og við íslandsstrendur. Þab er litli karfi, sem ekkert er nýttur, gullkarfi og djúpkarfi. Útbreiösla gullkarfa er aðal- lega meöfram vesturströnd Noregs, en þar veiðast 9/10 hlut- ar alls aflans. Ársaflinn í Barentshafi hefur verið á bilinu 1-2 þús. tonn síðustu 6-7 ár. Á svæðinu frá Bjarnarey og að Svalbaröa hefur aflinn verið enn minni, oftast langt innan við 1 þús. tonn. Heildarafli gullkarfa er sýndur á 16. mynd. Eins og sjá má hefur aflinn á þessum stofni oftast verið á bilinu ab meðal- tali um 20-25 þús. tonn á ári. Árið 1970 fór hann niður í 12 þús. tonn, fór svo vaxandi næstu árin vegna aukinnar sóknar og náði hámarki 1976 í tæp 50 þús. tonn. Aftur fór aflinn niður næstu ár og var kominn í um 16 þús. tonn árið 1982. Næstu ár fór aflinn aftur vaxandi og komst í 30 þús. tonn 1986. Síðan hefur hann minnkað og var aflinn 1994 um 17 þús. tonn. Eins og sjá má af þessum aflabrögðum er gullkarfastofn- inn vib strendur Noregs og í Barentshafi ekki stór auðlind. Síöan 1988 hefur Alþjóðahafrannsóknaráðib gert tillögur um kvóta úr þessum stofni en ekkert samkomulag hefur náðst og hefur því sóknin í hann verið óheft. Ekki er til heföbund- ið stofnstærðarmat á ástandi stofnsins en niðurstöbur úr botnfiskaleiðöngrum í Barentshafi og Svalbarðasvæðinu benda til þess að ástand stofnsins á þessum svæðum sé við- unandi. Norbmenn veiða um 80-90% gullkarfans, auk þess hafa Þjóðverjar nokkrar veiðiheimildir. Aðalveibisvæðin eru út frá Mæri, á Haltenbanka og undan Lófót, Vesturáll og undan ströndum Finnmerkur. Segja má ab útbreiðsla djúpkarfa sé áþekk útbreiðslu gull- karfa nema hvab djúpkarfinn heldur sig á dýpra vatni í land- grunnshallanum meðfram vesturströnd Noregs í áttina að Svalbarða. Framan af var þessi stofn fyrst og fremst veiddur af Rússum og öðrum Austur-Evrópuþjóöum, aðallega á svæð- inu frá Svalbarða suður fyrir Bjarnareyjar. Frá því um miðjan síðasta áratug byrjuðu Norðmenn togveiðar í landgrunns- 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.