Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 11
Hinrikssonar hf. áleiðis til Namibíu og Suður-Afríku. Lengst til vinstri er Grétar Hjartarson sem hætti að vera bíðstjóri í Laugarásbíói og er nú að- stoðarskólastjóri í Walvis Bay Maritime School í Namibíu, við hlið hans stendur Dave Nar- burge og lengst til hcegri erAtli jósafatsson að afhenda þeim féiögum líkan afPoly-Ice hlera. Seldu þeim stærstu „Þessi sýning var áþekk mörgum öðr- um sem við höfum sótt enda sett upp af Emap-fyrirtækinu í Bretlandi sem í eru atvinnumenn í þessu fagi og sjá m.a. um sýningar í Aberdeen. Þarna sýndu tólf íslensk fyrirtæki framleiðslu sína," sagði Atli Jósafatsson í samtali við Ægi. „Við komust þarna í tengsl við og gerðum samninga við gífurlega stór fyr- irtæki, eins og Sea Harvest og Irving & Johnson í Suður-Afríku, og fengum fyr- irspurnir frá fjölda fyrirtækja víða í Afríku svo við erum tiltölulega mjög ánægðir með þátttöku okkar." Sea Harvest og Irving & Johnson eiga stóran hluta lýsingskvóta Suður-Afríku og eru stórfyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða, hvort meb um 50 þúsund tonna kvóta og 18 til 20 skip. Höfuðborg Namibíu er Windhoek en helstu útgerðarbæirnir eru Walvis Bay og Luderitz, en svo heitir bær þar sem talsvert margir íslendingar búa, og þar eru bækistöövar Seaflower Whitefish Corporation sem er útgerðarfyrirtæki í eigu íslendinga og heimamanna og er unnið að uppbyggingu bæði útgerðar og fiskiðnaðar á svæðinu. Einnig eru ís- lendingar með starfsemi í Walvis Bay og Swakopmund. Fiskveiðar á uppleið Fiskveiðin byggir helst á lýsingi sem nú má veiða í kringum 150 þúsund tonn af í landhelgi Namibíu en vonast er til að veiðin geti aukist í allt að 300 þúsund tonn innan fárra ára. Lýsingurinn var ofveiddur af alþjóð- legum flota togara sem stundaði veiðar undan strönd Namibíu áður en landiö fékk sjálfstæði 1990, en þá var landhelg- in færð út í 200 mílur og reynt að koma böndum á veiðarnar sem náb höfbu ca. 400 þúsund tonnum á ári. Það voru einkum Spánverjar og Rússar sem stunduðu veiðarnar áður með rúmlega 100 togurum. Auk lýsings, sem er 90% af botnfisk- Demantsveiðar eru þœgilegur útvegur sem mikið er stundaður frá Luderitz í norðri allt til Saldanha í suðri en á þessum slóðum er stœrsta demantshérað í heiminum. Á myndinni sést dœmigerður demantsbátur undan ströndinni. Einn kafari fer niður með nokkurs konar ryksugu og möl afbotninum er dœlt um borð og hún seld í landi. Slangan í dœluna sést fljóta aftur úr bátnum. í mölinni má finna ör- smáa iðnaðardemanta. Þessir bátar róa ekki nema stutt frá landi og ekki nema veður sé gott. ÆGIR 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.