Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 32
góð og stenst fyllilega samanburð við danska vélstjóramenntun. Ef við viljum flokka nám hér á landi eftir því hvort það telst á háskólastigi eba ekki og vélstjóranámið uppfyllir skilyrði sem nám á háskólastigi þá finnst mér fortakslaust að Vélskólinn eigi að fá slíka viðurkenningu. Þetta nám telur 208 einingar en almennt stúdentspróf er talið að hámarki 140 einingar. En meginreglan er víst sú að nám umfram stúdentspróf telst til náms á háskólastigi. Hvað varðar gagnkvæm atvinnurétt- indi þá leggur IMO, Alþjóöasiglinga- málastofnunin, sérstakt mat á þjálfun, skólagöngu og menntun sem gengur undi nafninu STCW-samþykktin. ísland varð aðili að samþykktinni á liðnu vorþingi og því fá okkar vélstjórar STWC-stimpil í sín atvinnuskírteini sem veitir þeim rétt til starfa í löndunum sem eru aðilar að STCW-samþykktinni. Réttindin eru því í reynd alþjóðleg." Hafa íslenskir vélstjórar fengið samkeppni frá erlendum vélstjórum? „Þab færist heldur í vöxt. Það vantar alltaf vélstjóra og um þessar mundir er t.d. ögn af færeyskum vélstjórum í vinnu hérlendis enda eru Norður- löndin sameiginlegur vinnumarkaður." Umsóknir páraðar á bíómiða Þó atvinnuleysi sé skráð 1% meðal vélstjóra og fækkað hafi í vélarúmi er alltaf ögn um undanþágur til þeirra sem ekki hafa næg réttindi til viökomandi starfa. Helgi segir að undanþágum hafi fækkað verulega á undanförnum árum. „Þegar ég mætti fyrst á fund hjá undanþágunefnd fyrir um 13 ámm var þetta hálf losaralegt. Það voru engar vinnureglur til og nefndarmenn greiddu atkvæði með eða á móti, aö því er virtist meira af tiiviljun en eftir ákveðnum reglum. Umsóknareyðublöð voru ekki til og ég man eftir umsókn aftan á bíómiða. Fyrir vikið var engar upplýsingar að hafa um fjölda undanþága. Þetta hefur breyst mikið. Það þarf aö uppfylla ákveðin skilyrði, það fær enginn undanþágu nema hafa „Það er mikil ábyrgð að fara í verkfall og vandaverk að Ijúika því þannig að allir komist heim með beint bak. Því er áríðandi að menn ani ekki út í slíkt í einhverri vanhugsaðri vitleysu sem ég held reyndar að ofoft hafi átt sér stað og deiluaðilar treyst á að stjórnvöld myndu höggva á hnútinn og leysa þá úr prísundinni. Þetta er að hverfa sem betur fer." einhverja vélstjórnarmenntun og þetta er í föstum skorðum og í ágætu sam- starfi við útvegsmenn. Fyrir um 15 árum síðan var ástandið þannig að af 1.000 veittum undanþágum voru 750 til manna sem engin réttindi höfðu." Helgi segist reyndar hafa nokkrar áhyggjur af því hver áhrif fyrirsjáanleg þensla í framkvæmdum hafi á þessi mál. „Það á að fara að byggja álver og stækka virkjanir og hver veit hvað. Þetta þýðir aukin störf fyrir tækni- menntaða menn, s.s. vélfræðinga. Þeir verða sóttir út á sjó um borb í fiski- skipin sem varla mega við því að missa færa réttindamenn." Deiluaðilar mega ekki treysta á stjórnvöld Stjórnvöld hafa oft gripið til þess ráðs að setja lög á verkföll sjómanna. Dregur það ekki úr baráttuþreki sjómanna? „Síöasta verkfall leystu deiluabilar sjálfir og ég held aö stjórnvöld hafi áttað sig á því að þab er eina leiðin. Lagasetning leysir aldrei neinn vanda heldur slær vandanum á frest. Það sást best í verkfallinu í sumar þegar var í raun verið að leysa mál sem aidrei voru leyst í verkfallinu þar á undan sem lauk með lagasetningu. Það er mikil ábyrgð ab fara í verkfall og vandaverk að ljúka því þannig að allir komist heim með beint bak. Því er áríðandi að menn ani ekki út í slíkt í einhverri vanhugsaðri vitleysu sem ég held reyndar að of oft hafi átt sér stað og deiluaðilar treyst á að stjórnvöld myndu höggva á hnútinn og leysa þá úr prísundinni. Þetta er að hverfa sem betur fer." Myndir þú þá telja friðvænlegt á þessum vinnumarkaði? „Ef tekst að leysa verömyndunar- málin þá tel ég á heildina litið að nokkuð friðvænlegt sé nema að undanskildum hlutaskiptum vélstjóra, sem ég minntist á áðan, sem verður tekist á um í næstu samningum." Meðal brýnni verkefna framtíðarinnar í síðasta tbl. Ægis var fjallaö um hættur sem stebja að heilsufari vélstjóra og dánarlíkur. Komu svartar niður- stöður, sem þar voru kynntar, mönnum á óvart? „Já, ég tel það og finnst sýnt að þeim málum verði ab sinna mun meira og betur en hingað til hefur verið gert. Þetta kallar á átak í fræðslu og menntunarmálum á þessu sviði og samstarf við aðrar stofnanir sem málið varðar, s.s. Siglingamálastofnun, Slysa- varnaskóla sjómanna o.fl. Þetta telst eitt hinna brýnu verkefna framtíbarinnar." Eitt af því sem Helgi telur að forysta vélstjóra þurfi að taka á er ab bæta ímynd stéttarinnar. Vélstjórar og vélfræbingar hafi þá ímynd í hugum fólks að þeir séu skítugir karlar með tvist og skiptilykil sem vinni aðeins úti á sjó. „Vélstjórar starfa víða í samfélaginu 32 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.