Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 24
20. mynd: Barentshafs-grálúða. Nýliðun. ur svo enn fariö minnkandi og er nú áætluð aðeins tíu þús. tonn. Þá hefur nýliðun í þennan stofn einnig farið minnkandi (20. mynd). Stærstu árgangarnir eru fyrstu árgangarnir sem stofnstærðarmatiö nær til, þ.e. árgangarnir frá 1967 og 1968. Næstu ár þar á eftir er nýliðunin jöfn allt fram til ársins 1987. Síðan þá hefur klak farið versnandi og árgangar frá 1990 og síðar eru allir óvenju lélegir. Síðan 1992 hafa beinar togveiðar á grálúðu verið bannað- ar en smávegis grálúðuveiðar í net og á línu em heimilað- ar. Þá hefur einnig verið reynt að takmarka veiðar á smá- grálúðu í rækjuveiðunum með því að skylda notkun smá- fiska- eða seiðaskilju. Eins og getið er hér að framan er ljóst að ástand grálúðustofnsins er mjög bágborið. Alþjóða- hafrannsóknaráðið hefur lagt til algjört veiðibann á grá- lúðu fyrir árið 1996. Lokaorð Eins og sjá má á þessu yfirliti um botnfiskstofna í Barents- hafi er sitthvað fleira en þorskur sem syndir þar um. Auk þorsks er ástand ýsu- og ufsastofna bærilegt en það sama verður ekki sagt um karfa og grálúðu. Þessir síðastnefndu stofnar munu ekki skila neinu sem skiptir máli í náinni framtíð. Það er von mín að meö yfirliti þessu hafi mér tekist að upplýsa lesandann nokkuð um ástand fiskstofna á þessu haf- svæði. □ FRÉTTATILKYNNING FRÁ FISKIFÉLAGI ÍSLANDS Aflatölur og aflaspá 1995 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Þorskur 366 390 376 354 334 307 267 251 178 168 Ýsa 47 40 53 62 66 54 46 47 58 59 Ufsi 64 78 74 80 95 99 78 70 63 49 Karfi 86 88 94 92 91 96 94 96 95 88 Úthafskarfi 0 0 0 1 4 8 14 20 47 29 Steinbítur 12 13 15 14 14 18 16 13 13 12 Grálúða 31 45 49 58 37 35 32 34 28 27 Skarkoli 13 11 14 11 11 11 10 13 12 11 Annar botnf. 13 20 23 20 22 27 28 30 27 31 Botnf. alls 632 684 698 693 674 654 585 574 521 474 Humar 2.6 2.7 2.2 1.9 1.7 2.2 2.2 2.4 2.2 1.0 Rækja 36.2 38.6 29.7 26.8 29.8 38.8 46.9 53.0 72.8 72.0 Hörpudiskur 16.4 13.3 10.1 10.8 12.4 10.3 12.4 11.5 8.4 8.3 Síld 66 75 93 97 90 79 123 117 130 120 Íslandssíld 0 0 0 0 0 0 0 0 21 174 Loðna 895 803 909 650 692 256 797 940 748 710 Annað 3.4 7.7 10.4 9.9 2.5 4.6 2.3 0.9 7.6 5.7 Heildarafli 1.651 1.625 1.752 1.489 1.502 1.044 1.569 1.699 1.511 1.565 Endanlegar tölur 1986-1994 og áætlun 1995. Allar tölur eru í þúsundum tonna, m.v. óslægðan fisk. 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.