Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 6
Að vera fagmaður á sjálfan sig Verkstjórar og millistjórnendur á námskeiði „Mér finnst lærdómsrík á þessu nám- skeiði, sú áhersla sem er lögð á einstakl- inginn, stjórnandann sjálfan og hvað það skiptir miklu máli að hann þekki sjálfan sig og átti sig á því að starf hans byggist á því að vera fagmaður á fólk. Til þess þarf hann að vera fagmaður á sjálfan sig. Ég hef lært mikið á þessu námskeiði og það hefur verið farið yfir mikið efni á stuttum tíma. Þetta hefur tekist mjög vel og uppfyllir mínar væntingar að öllu leyti. Staðarval var gott og einnig val á leiðbeinendum. Maður lærir að vera hluti af heild og margt af því sem hér hefur veriö fjallað um mun nýtast í starfi til iengri tíma litið. Hér eru ekki kenndar neinar patentlausnir en vonandi verður námið til þess að við verðum betri í því sem við vinnum við. Það hefur verið unnið mikið í starfsfræðslu og menntun starfsfólks og mikil hagræðing verið í gangi í greininni undanfarin ár. Þróun mun halda áfram og menntun stjórnenda á þessu sviði er mjög mikilvæg því í öllum breytingum og þróun er mannlegi þátturinn meðal þeirra mikilvægustu en jafnframt viðkvæm- astur." Þetta sagði Svavar Svavarsson framleiðslustjóri Granda í samtali við Ægi í byrjun janúar. Svavar hefur unnið við verkstjórn frá 1975 en í 10 ár hjá Granda. Samtök fiskvinnslustöðva og Starfs- fræðslunefnd fiskvinnslunnar héldu námskeið fyrir verkstjóra og millistjórn- endur í fiskvinnslu og fór það fram á Norræna skólasetrinu á Hvalfjarðar- strönd dagana 3-6 janúar s.l. Þátttakendur voru 25 talsins frá 5 fyrirtækjum en áhersla var lögð á að allir millistjórnendur frá hverju Svavar Svavarsson hefar unnið við verkstjóm frá 1975 en í 10 ár hjá Granda. fyrirtæki gætu komið. Fyrirtækin sem þátt tóku í námskeiðinu voru Grandi hf., Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., Meit- illinn hf., Útgerðarfélag Akureyringa hf. og Fiskiöjan Skagfirðingur. Kennarar voru tveir, þeir Þórður S. Óskarsson vinnusálfræðingur og kenn- ari við Háskóla íslands og Magnús Pálsson rekstrarráðgjafi og íþrótta- kennari. í fínu formi Námskeiðið bar yfirskriftina: í fínu formi, og námið fór fram í fyrirlestrum, persónuleikaprófum, umræðuhópum, hópverkefnum, einstaklingsverkefnum, umræðum, gönguferðum, leikjum og leikfimisæfingum. Allt var miðað við að rannsaka mannleg samskipti, hæfileik- ann til þess að stjórna fólki og beita sjálfsþekkingu til þess að gera stjórn- endur betri. Fyrst var horft á einstakl- inginn en sjónhornið smátt og smátt Ailir þátttakendur á námskeiðinu ásamt leiðbeinendum. 6 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.