Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 23
hallanum á um 500 m dýpi sunnar á slóðum sem aldrei hafði verið veitt á áður og beindust veiðarnar aðallega að kynþroska fiski. Á 17. mynd er sýndur afli djúpkarfa árin 1965-1994. Fram til 1970 var aflinn lítill, innan við 25 þús. tonn. Hann fór síðan vaxandi, sérstaklega á árunum 1975 og 1976, en þá fór hann yfir 200 þús. tonn. Þessi tvö ár lögðu Rússar sig mjög fram við karfaveiðar á öllum hafsvæðum sem enn voru opin en við útfærslu almennt í 200 mílna landheigi árið 1977 dró verulega úr veiði þeirra. Næstu árin hélst djúpkarfaaflinn á bilinu 50-100 þús. tonn fram undir árið 1985. Þá dró veru- lega úr veiðum og komst aflinn í lágmark 1987 í tæp 11 þús. tonn. Næstu ár fór aflinn aftur vaxandi og komst í tæp 50 þús. tonn árið 1991. Aflinn var 11-12 þús. tonn árin 1993 og 1994 og gert er ráð fyrir að aflinn 1995 hafi verið um 13 þús. tonn. Eins og með gullkarfa hefur verið erfitt að gera raunhæfa úttekt á ástandi djúpkarfastofnsins. Að áliti vinnunefndar Al- þjóðahafrannsóknaráðsins um botnfiskstofnana í Barents- hafi er þessi stofn talinn í hættu. Afli á sóknareiningu bend- ir tii aö hrygningarstofninn sé í sögulegri lægð. Þá sýna nið- urstöður úr seiðarannsóknum að árgangar 1991-1993 eru þeir lélegustu sem sést hafa. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur um árabil gert tillögur um kvóta í þennan stofn. En ekki hefur náðst samkomulag um kvóta. Tillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir árið 1996 hljóða á þann veg að takmarka beri veiðar svo mikið sem unnt er uns verulegan bata megi sjá á stærö hrygningar- stofnsins. Grálúða Útbreiðsla grálúðu takmarkast að verulegu leyti við út- breiðslu kalda sjávarins og nær útbreiöslusvæðið frá Barentshafi að austan austur að Svalbarða og suður með norðausturströnd Noregs. Á 18. mynd má sjá þróun grá- lúðuafla árabilið 1970-1995. Þegar þessar veiðar hófust var verið að veiða úr vannýttum stofni og aflaðist þá mjög vel í upphafi. Árið 1970 náði aflinn næstum 90 þús. tonnum en var fljótlega kominn niður í 30 þús. tonn og hélt enn áfram að minnka og var aðeins um 15 þús. tonn áriö 1980. Eftir það óx aflinn lítið eitt og var oft á bilinu 20-25 þús. tonn fram undir 1990. Árið 1991 tók hann smákipp vegna aukinnar sóknar. Alþjóðahafrannsóknaráðið hafði gert tillögur um kvóta á hverju ári síðan 1988 en þeim var ekki hrint í framkvæmd fyrr en árið 1992 og hefur aflinn verið í kringum 10 þús. tonn á ári síðan þá. Framan af veiddu Rússar bróðurpartinn af grálúðunni en hin síðari ár hefur þetta snúist við og veiða Norömenn nú meirihlutann. í raun má segja að veiðarnar endurspegli ástand stofns- ins. Stærð hrygningarstofnsins frá 1970-1995 er sýnd á 19. mynd. Stærð hrygningarstofnsins var um 240 þús. tonn árið 1970 en var komin niður í 60 þús. tonn sjö árum síðar og hélst nokkuð stöðug næstu tíu árin en hef- Þús tonn 250 - 200 - 150 - 100 - 17. mynd: Barentshafs-djúpkarfi. Afli 1965-1994. 18. myrid: Barentshafs-grálúöa. Heildarafli. ocvj^-tocoopg^j-toooofM^s- r--r--r'~r--~r-'~cocococococDCT30 CTJ O O") Oí <D 05 05 05 05 05 05 05 05 19. mynd: Barentshafs-grálúða. Stœrð hrygningarstofns. ÆGIR 23

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.