Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 5

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 5
Sunnuberg selt: Magnús fylgir með „Vertíðin leggst vel í mig. Ég hef verið skipstjóri á þessu skipi frá 1978 og er Austfirðingur sjálfur," sagði Magnús Þorvalds- son í samtali við Ægi. Nótaskipið Sunnuberg GK 199 hefur verið selt frá Grindavík til Vopnafjarðar og hafa Vopna- fjarðarhreppur og Tangi hf. sam- einast um kaupin. Magnús fylgir skipinu austur og verður áfram með það. Hann er öll- um hnútum þessa skips kunn- ugur því hann hefur verið skipstjóri á því frá 1978 og jafnan aflað vel en Magnús er í hópi reyndari nótaskipstjóra í flotanum. Hann hóf skipstjórnarferil sinn um borð i Heimi SU 100 frá Stöðvarfirði árið 1966 og veiddi síld í Norðursjó eftir aö hún hvarf af íslandsmiöum. Sunnubergið á glæstan feril að baki. Skipið er 385 brt. að stærð smíðað í Harstad í Noregi 1966 og hét þá Gísli Árni RE. Sama árið setti Eggert Gíslason skipstjóri á því síldveiðimet sem stóð allt til ársins 1994. Undir stjórn Eggerts var Gísli Árni rómað aflaskip og útgerð þess jafnan með myndarbrag. Eggert hætti 1978 og lét Magnúsi eftir stjórn skipsins og hefur hann fylgt því síðan. Sunnubergið var lengt og yfirbyggt að hluta 1973 en yfirbyggt að fullu 1977 og lengt aftur 1990. Núverandi aðalvél er 1500 ha. Wichmann sem var sett niður i það 1977. Skipinu fylgir austur 1% hlutdeild í lobnukvóta sem 1995/96 er rúm 15 þúsund tonn. „Þab er vel á sig komið miðað vib það sem gerist um loðnuskip. Þvi hefur verið haldið vel við og var seinast tekið í gegn 1990." Magnús Þorvaldsson skip- stjóri á Sunnubergi GK 199. FISKUR IHÁNAÐARINS Fiskur mánaðarins er eftirsóttur og talinn í hættu vegna ofveiði. Þetta er grálúða (Reinhardtius hippoglossoides), einnig kölluð svartaspraka. Stærsta grálúða sem veiðst hefur við ísland var 122 cm og 20 kg, en fiskar yfir 100 cm eru sjaldséðir. Grálúðan er dökkbrún, dökkgrá eða rauögrá á hægri hlið en grá eða ljósari á vinstri hlib. Heimkynni hennar eru í N-Atlantshafi og Barentshafi en hún flækist víða og merk- ingar sýna ab hún ferðast frá Græn- landi til íslands og af íslandsmiðum austur í Barentshaf og til Hjaltlands. Hún er botnfiskur sem lifir á leirbotni og helstu heimkynni hennar við ísland eru við suöurströndina. Hún étur fiska og krabbadýr en helstu óvinir hennar eru maður, hákarl og hvalir. Grálúðan verður kynþroska 9-12 ára og það eru einkum Norðmenn, íslendingar og Rússar sem veiða hana en hún er eftirsóttur matfiskur í háu verði. UMHVERFISlfÆN SKIP Talið er að árlega renni 500 þúsund tonn af olíu í einu eða öðru formi í heimshöfin. 60% af þessari mengun má rekja til starfsemi í landi en 40% eiga rót sína að rekja til skipaflota heimsins. Kaupskipafloti heimsins, þar með talin olíuflutningaskip sem talin eru helstu sökudólgar í þessum efnum, telur 80 þúsund skip alls. Þessi floti hefur á undanförnum árum flutt um fjóra milljarða tonna af efnum og varningi um heimshöfin og því Ijóst að miklir hagsmunir eru í húfi. Utblásturinn er sú mengunaruppspretta sem menn vildu helst geta dregið úr en það nemur um 10 milljónum tonna á ári sem flotinn blæs út í andrúmsloftið. Til þess að kaupskipaflotinn teldist umhverfisvænn þyrfti að draga úr útblástursmengun um 40-60% að jafnaði. Af þeirri olíumengun sem skip heimsins valda í höfunum er talið að 80% verði við dagleg störf og þrif um borð í skipunum svo augljóst er að mikið svigrúm er til framfara á þessu sviði. Hófstillt notkun á hreinsiefnum og vönduð vinnubrögð við útskolanir og olíuskipti eru hér talin skipta mestu máli. Sé litið á heildarmengun sem stafar frá einu skipi er hún margvísleg. Útblástur er eitt og olíuleki annað en hann skiptist í olíumengun frá vélarrúmi og olíumengun frá farmi. Uppgufun af óheilnæmum efnum í farmi veldur mengun og það gerir einnig farmur sem fer fyrir borð. Vatn úr tönkum sem er skolað út inniheldur ýmis mengandi efni og málning á skipsskrokkum leysist upp og eitruð efnasambönd úr henni skolast út í sjó. Af þessu má Ijóst vera að skipafloti heimsins er mikil uppspretta mengunar og með mörgum þjóðum er unnið að því að ráða bót á því. (Skipsrevyen - október 1995) ÆGIR 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.