Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 12
Alhliða veiðarfæraþjónusta Nótastöðin Oddi er gamalgróið fyrirtæki í netagerð, en þar á bæ fylgjast menn vel með tímanum „Það er sama hvaða skip það er, ef það kemur inn til Akureyrar, þá getum við tekið á móti því og veitt því alla veiðarfæraþjónustu," sagði Vincent Newman framkvæmdastjóri Nótastöðvarinnar Odda á Akur- eyri í samtali við Ægi. „Okkar þjónusta er alhliða en ég vil sérstaklega benda á að við tökum síldar- og loðnunætur inn í hús og geymum fyrir okkar viðskiptavini. Við þurrkum næturnar með heitum blæstri sem tekur fjóra til fimm daga og geymum þær svo skraufþurrar á dimmum og þurrum stað. Þetta er ákaflega brýnt og stóreyk- ur endingartíma nótanna því sólarljós skemmir nælonið en það gerir ekki síð- ur sá mikli hiti sem myndast í nót sem fær að liggja blaut." Nótastöðin Oddi á Akureyri er gam- algróið fyrirtæki í netagerð en það var stofnað 1953. Fyrstu árin var mikil áhersla á þjónustu við síldarflotann, eins og nafnið bendir til en Oddi fór snemma að fylgjast grannt með þróun- inni og fór að sinna þörfum togaraflot- ans fljótlega eftir að togaraútgerð hófst að ráði frá Akureyri á tímabilinu sem kennt er við nýsköpun. „í dag bjóðum öllum fiskimönnum og útgerðarmönnum veiðarfæri, hvort sem þeir eru að veiða í nót, net, dragnót eða fiskitroll. Það eina sem við höfum ekki sinnt mikið er að sauma humar- troll en það er aðeins vegna þess að humarveiði er ekki stunduð hér fyrir norðan." Nótastöðin Oddi er nú með 12 starfs- menn í vinnu en fjöldi starfsmanna hefur sveiflast dálítið eftir árstímum og farið upp undir 20. Fyrirtækið hefur átt velgengni að fagna og undanfarin sjö ár hefur velta þess aukist stöðugt milli ára. Markaðssvæði Odda er um Norðurland allt með aðaláherslu á Eyjafjörð. í gegn- um árin hefur Oddi átt mikil viðskipti við fyrirtæki austan Akureyrar, á Þórs- höfn, Raufarhöfn og Vopnafirði, og er svo enn í dag. Vincent Newman framkvœmdastjóri Odda á Akureyri er bjartsýnn á framtíðina. „Hér áður fyrr náði okkar markaður alveg frá Blönduósi til Vopnafjarðar en þetta er breytt með aukinni samkeppni og fjölgun fyrirtækja," segir Vincent og bendir einnig á að t.d. þurfi togarar nú minna á þjónustu veiðarfæraverkstæða að halda en áður. Bæði vegna þess að mörg útgerðarfyrirtæki reka lítil verk- stæði en ekki síður vegna þess að tækni við togveiðar hefur fleygt fram á síðustu árum og veiðarfæraslit minnkað mikið. „Nú til dags láta togararnir trollið rétt sleikja botninn og togari sem er t.d. á grálúðuveiðum slítur tveimur undir- byrðum á sama tíma og hann hefði slit- ið tuttugu áður." Helstu viðskipti Nótastöðvarinnar eru í þjónustu við rækjuveiðiskip en sí- fellt fleiri skip hafa sótt í rækjuveiði á undanförnum árum og stöðugt er sótt dýpra sem kallar á breytt veiðarfæri. Má segja að einhverjar nýjungar hafi komið fram í veiðarfærum undanfarin ár? „Það er ekki hægt að tala um neinar byltingar í netagerð. Nú nota rækjuskip seiðaskilju sem þeir gerðu ekki áður en veiðarfærið er í grundvallaratriðum hið sama. Þó er það alltaf svo með flest skip að menn láta gera smábreytingar í hvert sinn sem veiðarfærið er endurnýjað, eft- ir sínu höfði. Þetta er því stöðug og jöfn framþróun." Hjá Odda vinna fjórir lærðir neta- gerðarmenn og tveir nemar eru á samn- ing hjá fyrirtækinu en að sögn Vincents er mikill áhugi meðal ungs fólks á að læra þessa starfsgrein og hefur Oddi þurft að vísa áhugasömum nemum frá vegna anna. Er samkeppni mikil og hörð milli netaverkstæða? „Já, hún er það. Bæði eru mörg verk- stæði sem vilja þjónusta flotann, sem fer heldur minnkandi, og einnig er tölu- verð samkeppni við innflutt veiðarfæri og veiðarfærahluta." Vincent segir að innlend netaverk- stæði geti mætt því verði sem boðið er upp á á innfluttum veiðarfærum en vill vara menn við því að horfa einungis á verðið. „Það er verið að bjóða hér veiðar- færi frá Danmörku, Bretlandi og víðar. Vinna og frágangur á þessu stenst oft ekki samanburð við það sem krafist er hér innanlands. Hér á landi er neta- gerð löggilt iðngrein, sem hún er ekki í þessum nágrannalöndum okkar, og því stöndum við faglega miklu fram- ar."D 1 2 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.