Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 7

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 7
Betri veðurfregnir Betri veðurskeyti eru komin á síðu 488 í Textavarpi. í desember síðastliðnum var grein í Ægi um veðurathuganir og þær miklu framfarir sem orðið hafa undanfarið í sjálfvirkum veðurat- hugunum. í þeirri grein kom fram að Lands- virkjun ætti og starfrækti átta sjálfvirkar veð- urathugunarstöðvar uppi á hálendi íslands og notaði upplýsingar frá þeim til að fylgjast með vatnsforðabúskap, horfum og ástandi. Þá sagði Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar að þessar upplýsingar færu áfram til Veðurstofunnar en að öðm leyti væri þeim ekki miðlað áfram og stæði ekki til að gera það. Það er ánægulegt að geta sagt frá því að Landsvirkjun hefur snarlega skipt um skoðun því nú er hægt að fletta upp á síðu 488 í texta- varpinu í sjónvarpi allra landsmanna og sjá glóðvolg veðurskeyti frá nokkmm stöðum á hálendinu. í textavarpinu eru skeyti frá stöðv- um við Búrfell, í Veiðivatnahrauni, Jökul- heimum, Þúfuveri sunnan við Hofsjökul, Kolku sem er á Eyvindarstaðaheiði norðan Hofsjökuls og Sandbúðum á Sprengisandsleið. Samkvæmt bestu heimildum Ægis er stutt í að skeyti frá öllum sjálfvirkum stöðvum á landinu veðri birt í textavarpinu. Það strandar á mismunandi afstöðu ríkisstofnana sem að málinu koma en Vita- og hafnamái vildi ekki taka þátt í slíku samstarfi þar sem það myndi minnka aðsókn eða eftirspurn eftir símaþjón- ustu stofnunarinnar.D FISKUR MÁNAÐARINS Fiskur mánaðarins er háfur sem telst til vannýttra fisktegunda við ís- landsstrendur. Háfurinn (Squalus acanthias) er af gaddháfaætt og getur náð 120 cm lengd en er sjaldan lengri en 80-100 cm. Háfurinn er langur og straumlínulagaður með lítinn haus og mjög fíngerðan skráp. Heimkynni háfsins eru beggja vegna N.-Atlantshafsins allt frá Múrm- ansk í austri suður með allri Evrópu og inn í Miðjarðarhaf og Svartí haf. Hann er við Grænland, ísland og Bretland. Við ísland er hann við allt land en þó mun meira í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands. Háfurinn heldur sig við botninn þar sem er leir og er mest á 10-200 metra dýpi en hefur fundist allt niður á 950 metra dýpi. Háfurinn er gráðugur og étur allt sem að kjafti kemur og hann ræður við en er sjálf- ur étinn af stærri háfiskum, selum og háhyrningum. Háfurinn á lifandi unga, 4-6 í einu, og talinn ganga með í tvö ár en lít- ið er vitað um gotstöðvar og hegðun. Vöxtur er hægur og háfurinn virðist geta orðið a.m.k 25-30 ára þó sumar heimildir giski á allt að 100 ár. Heimild: íslenskir fiskar eftir Gunnar Jónsson STYTTRI SIGLINGATÍMA KRAFIST / Breytt reglugerö um stýrimannanám Frá og með 21. maí 1996 tók gildi breyting á reglugerð nr. 174 frá 1991 um Stýrimannaskólann í Reykjavík. Eftir breytingu hljóðar fyrsti töluliður fyrstu málsgreinar fjórðu greinar svo: „Til þess að fá inngöngu í 1. bekk þarf umsækjandi að leggja fram vottorð um 6 mánaða hásetatíma eftir 15 éra aldur á skipi yfir 12 rúm- lestum. Til þess að fá inngöngu í deild þá er býr menn undir próf skip- stjóraefna á varðskipum ríkisins, skal umsækjandi hafa lokið 3. stigs prófi með eigi lægri en fyrstu meðaleinkunn. Skólastjóra er þó heimilt að veita efnilegum nemendum undanþágu frá þessu skilyrði, ef sérstaklega stendur á, svo sem langur reynslutími sem stýrimaður á varðskipum ríkisins." Áður hljóðaði krafan upp á 24 mánaða siglingatíma svo hér er um verulegar tilslakanir að ræða. Þetta þýðir í reynd að nú eiga áhugasamir piltar og stúlkur auðveldara með að komast inn í Stýrimannaskólann en áður hafi væntanlegir nem- endur ekki haft tök á að komast til sjós og afla sér tilskilins siglingatíma. Þessi breyting er gerð til þess að koma til móts við breyttar aðstæður en aðsókn að Stýrimannaskólanum undanfarin ár hefur ekki verið eins mik- il og áður og er það mörgum áhyggjuefni. ÆGIR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.