Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 8
Vélar eru okkar fag Afltækni hf. býður allan vélbúnað, frá stjórn í brú og aftur í skrúfu „Við getum ekki verið annað en bjartsýnir. Við teljum að endurnýjun fiskiskipa standi fyrir dyrum. Við getum boðið allan vélbúnað, allt frá stjórn í brú aftur ■ skrúfu. Við er með þekkt og traust merki sem er komið meira en 100 ára reynsla á,“ sagði Aage Petersen, annar eig- enda Afltækni ehf., í samtali við Ægi. Afltækni er ekki ýkja gamalt fyrir- tæki en stendur þó á gömlum merg. Það eru bræðurnir Gunnar og Aage Petersen sem eiga það og reka og hafa nýlega fært út kvíarnar og keypt mjög aukið húsnæði fyrir starfsemina á horni Barónsstígs og Hverfisgötu. „Þetta þýðir að við höldum lager okkar sjálfir í auknum mæli í stað þess að liggja með varahlutina í Tollvöru- geymslunni og getum þannig þjónað okkar viðskiptavinum miklu betur," sagði Gunnar Petersen. Þeir bræður eru ekki ókunnugir vélasölu og þjón- ustu af þessu tagi. Aage er vélstjóri að mennt og starfaði áratug hjá H. Ben, en keyrði áður vélar í virkjunum og togurum, en Gunnar starfaði í rúm 20 ár hjá Heklu hf., síðast sem fram- kvæmdastjóri Caterpillar. Haustið 1982 hófu þeir bræður sam- starf og gerðust umboðsmenn fyrir MAN B&W Diesel A/S er þeir stofnuðu fyirtækið MAN B&W dísilvélar sf. Til- efnið var að MAN A. G. í Þýskalandi hafði keypt B&W Diesel A/S í Dan- mörku ásamt dótturfyrirtækjunum Alpha Diesel A/S og Holeby Diesel A/S og vildu menn hafa umboðið á einni hendi hér á íslandi. Það var síðan ekki fyrr en 1993 sem Afltækni var stofnuð. Sala véla og vélbúnaðar í skip af ýmsum stærðum og gerðum hefur ávallt verið það helsta sem Afltækni fæst við ásamt útvegun varahluta og þeirri þjónustu sem því fylgir. Afl- tækni ehf. hefur ekki rekið sitt eigið verkstæði en sérhæfð verkstæði ann- ast yfirleitt viðgerðir og stærstu fyrir- tæki í útgerð reka sín eigin verkstæði. „Við höfum mikið skipt við Gjörva í Reykjavík og Framtak í Hafnarfirði en okkar hlutverk er meira fólgið í út- vegun varahluta og ráðgjöf við við- skiptavini. En við látum aðra sjá um eiginlegar viðgerðir," sagði Aage. Brœðurnir Gunnar og Aage Petersen reka saman fyrirtœkið Afitœkni. í dag framleiðir MAN & BW 24 gerðir af tvígengisvélum frá 1.480 hestöflum upp í 93.120 hestöfl. Þeir framleiða 12 gerðir af afgastúrbínum fyrir vélar frá 400 hö. til 33.300 hö. Þeir framleiða 8 gerðir af fjórgengis- vélum frá 610 hestöflum upp í 25.740 hestöfl. Nefna mætti fjölda skipa sem Afl- tækni hefur selt vélar eða stýrisbúnað í. MAN vélar eru mjög þekktar og hafa einkum verið teknar í stærri skip þó hægt sé að fá vélbúnað fyrir báta og minni skip frá fyrirtækinu. MAN vélar eru í fragtskipum, íslensku varð- skipunum, hafrannsóknaskipunum, ferjunni Herjólfi og aragrúa fiskiskipa en samtals eru um 100 vélar í keyrslu í flotanum sem fyrirtækið sér um. Stærsta vél í fiskiskipi er í Sunnu SI 67 sem er 3.600 ha. MAN. Stærsta vél í fragtskipi sem Afltækni hefur selt er í nýja flutningaskipinu sem Eimskip er að láta smíða fyrir félagið í Pól- landi og var afhent í lok júní. Sú vél er 9.500 hestöfl, 7 metrar á lengd, rúmir 4 metrar á hæð og vegur 220 tonn. Þetta verður jafnframt stærsta vél af þessari gerð í íslensku skipi en umrætt skip er 12.500 tonn og er fyrsta nýsmíði sem Eimskip ræðst í frá 1971. „Það eru ef til vill aðrir framleið- endur sem eiga fleiri vélar í drift hér á landi en við, en ef mælt væri í hest- öflum værum við með þeim stærri ef ekki stærstir," segir Gunnar. Afltækni seldi á síðasta ári 'niður- færslugír og skrúfubúnað í Venus HF, sem nýlega var endurbyggður, og á þesu ári samskonar búnað í Örn KE sem nú er í endurbyggingu. Fjögur skip sem komu til landsins nýlega eru öll með aðalvélar frá MAN B&W diesel. Þetta eru Antares VE 18, Elliði GK 445, Erik BA 204 og Helga Björg HU 7. Afltækni hefur ekki selt mjög mikið af vélum í smábáta sem hefur fjölgað mjög undanfarin ár. „Við seldum vél í lítinn bát norður á Kópaskeri í kringum 1982 og síðan höfum við aldrei heyrt í honum svo við slógum á þráðinn til að vita hvernig gengi. Hann var ógurlega ánægður en hann sá enga ástæðu til að hringja í okkur því það bilaði aldrei neitt og vélin hafði gengið eins og klukka í tæp 13 ár." Afltækni selur einkum vélar í skip og báta, bæði aðalvélar og ljósavélar. Sá hluti markaðar þeirra sem er á þurru landi er einkum í sambandi við rafstöðvar og vararafstöðvar. □ 8 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.