Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 6
REYTINGUR Fiskveiðistjórn og nýjungar í útgerð Nú líður senn að lokuin yfirstandandi fiskveiðiárs. Kvóti fiskveiðiársins 1996-1997 hefur verið ákveðinn og þau ánægjulegu tíðindi eru að í fyrsta skipti í 16 ár leggur Hafró til að þorskaflinn verði aukinn. Nokkrar tegundir dragast saman, en í heild má segja að ástand á ís- landsmiðuin sé í góðu jafnvægi að dómi Hafró og áhyggjur af karfan- um sem margir sjómenn hafa virð- ast vera óþarfar. Eins og gefur að skilja eru ekki allir sáttir við fisk- veiðistjórnunina, en þó hafa raddir ekki verið eins háværar nú og undanfarin ár. Kannski brestur storin- urinn á þegar menn fá sent kvótabréfið sitt í ágúst. Fiskveiðistjórnun verður að vera staðföst og byggj- ast á vísindalegum grunni. Lífríki hafsins er svo flók- ið og háð fjölmörgum þáttum í umhverfinu að spár um fiskgengd verða alltaf háðar mikilli óvissu og það ber að hafa í huga. En takmarkanir á aflamagni eru ekki einu tak- markanirnar sem útgerðin býr við. Ymsar takmark- anir eru á veiðisvæðum eftir veiðarfærum svo og á endurnýjun fiskiskipana. Hafa menn ekki orðið á eitt sáttir um hvort ríkið eigi að hafa stjórn á svo mörgum þáttum veiðanna eða hvort ekki væri nóg að takmarka bara aflamagnið og láta útgerðarmcnn- ina um hvernig þeir sækja sinn kvóta. Hafa menn líkt þessu við að hafa bæði belti og axlabönd til að halda buxunum uppi. Reglur mega ekki hindra cðli- lega framþóun og nýjungar og það er búið að opna fyrir fjármagn til og frá landinu þannig að fjármögn- un fiskiskipa er komin á frjálsan markað og því verð- ur útgerðin að standa sig varðandi það eins og aðrar atvinnugreinar. Nú er unnið að endurskoðun laga um landhelgi ís- lands og það regluverk sem gildir um veiðisvæði, stærð báta, vélarafl og veiðarfæri. Það er einnig fylli- lega kominn tími til að skoða í lieild allar þær reglur sem gilda um endurnýjun og fjármögnun fiskiskipa þannig að þær hindri ekki tæknilegar framfarir eins og þar gera nú t.d. í loðnuflotanum. Snúið að veiða í flottroll Risatrollin sem togarar nota við karfaveiðar á Reykjaneshrygg eru engin smásmíði og ferkílómetrar hentug mælieining eigi að lýsa stærð þeirra. Pláss um borð í skipunum er hinsvegar takmarkað og því góð ráð dýr er trollið fer í flækju. Þetta fékk áhöfnin á Mánaberginu frá Ólafsfirði að reyna á dögunum þegar snerist upp á flottrollið. Eftir töluvert stímabrak og basl úti á miðunum var siglt inn til Hafnarfjarðar og trollið dregið upp á bryggju til að snúa ofan af því. (MúH-maí 1996) Norskir nótabátar hækka í verði Norskir notaðir nótabátar hafa hækkað í endursölu um allt að 25% síðastliðið hálft ár. Ástæðan er fyrst og fremst minna framboð á þeim en aukin eftirspurn inn- anlands. Mikill munur er á endursöluverði innan lands og utan því innan lands fylgir veiðileyfi og kvótahlut- deild oft með í kaupunum. Dæmi um þetta er nótabáturinn Vestbas sem um síðustu áramót skipti um eigendur fyrir 32 milljónir króna. í dag væri verð hans um 37 milljónir sem svarar til um 370 milljóna íslenskra króna. Vestbas er smíð- aður 1967 og skráður tæp 1.000 brúttótonn. Skipa- miðlarar í Noregi segja að erlendis sé einkum markað- ur fyrir nótaskip í Suður-Ameríku og á íslandi en ís- lenskir útgerðarmenn vilji stór skip sem geti dregið flottroll en flestir eldri bátar sem ganga kaupum og söl- um á þessum markaði í Noregi eru búnir út til þess. (Fiskaren - apríl 1996) Hagnaður hjá Vinnslustöðinni Hagnaðuraf reglulegri starfsemi Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum varð 80 milljónir frá september 1995 til febrúar 1996. Góður hagnaður varð af vinnslu á loðnu og síld sem voru uppistaða vinnslunnar á þessu tímabili en afkoma í bolfiskvinnslu var slæm og er stefnt að því að draga úr vægi hennar í rekstrinum. Vinnslustöðin hefur tekið á móti nýju nótaskipi sem fyrirtækið keypti frá Noregi. Skipið er rúmlega tvítugt og getur borið 1.500 tonn af bræðslufiski en 1.350 tonn í kælitönkum. Það hefur hlotið nafnið Sighvatur Bjarnason VE. (Fréttir -apríl 1996)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.