Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 33

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 33
Stofnmælinga úthafsrækju 1995 Höfundar: Unnur Skúladóttir, Guðmundur Skúli Bragason, Gunnar Pétursson og Stefán H. Brynjólfsson. Öll eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar. Unnur Skúladóttir. Stofnmæling úthafsrækju hófst árið 1987. Stofn- mælingunni var breytt talsvert árið 1988, en síðan þá hefur hún verið gerð á sama hátt á útbreiðslu- svæðunum fyrir norðan og austan land. Hér verður greint frá nokkrum niðurstöðum úr stofnmælingu ársins 1995 og jafnframt eru sýndar meginniður- stöður frá árunum 1988-1994 í töflum til saman- burðar. Aðferðir og gagnasöfnun Aðferðum við stofnmælinguna er nákvæmlega lýst í greininni Stofnmæling úthafsrækju 1988-1994 (Unnur Skúladóttir og fleiri 1995) og verður aðferðunum ekki lýst nákvæmlega hér. Þó skal minnt á nokkrar skilgreiningar. Útbreiðsla ungrækju (aðallega 1-2 ára) var metin með því að telja þá rækju sem kemur í smáriðna skjóðu (6 mm möskvastærð) sem fest er aftast á pokann á rækjuvörp- unni. Nýliðun 2-3 ára rækju var metin sem sá hluti vísitöl- unnar sem er 12-17,5 mm að skjaldarlengd. Þetta er rækj- Guðmundur S. Bragason. Gunnar Pétursson. 1. mynd. Togstöðvar í stofnmcelingu úthafsrœkju fyrir norðan og austan land. an sem kemur í sjálfa vörpuna en ekki skjóðprækjan. Yfirlit yfir helstu úthafsrækju- svæðin og togstöðvarnar Togstöðvar í stofnmælingu út- hafsrækju eru sýndar á 1. mynd. Á 2. mynd eru sýndir þeir tilkynning- arskyldureitir þar sem úthafsrækja fæst helst, og í töflu 1 eru úthafs- rækjusvæðin talin upp og sýnt hvaða tilkynningarskyldureitir til- heyra hverju svæði. Fjöldi togstöðva var 196, en eins og fram kemur í töflu 2 er hann breytilegur eftir árum og hefur hann einkum farið eftir því hvort Rauða torgið og Halinn voru með. Ungrækja Útbreiðsla ungrækju, aðallega 1-2 ára rækju í skjóðu, er sýnd á 3. mynd. Á myndinni má sjá hvar ungrækjan hélt sig helst árið 1995. Útbreiðslan var svipuð og áður, þ.e. aðallega á svæðunum við Grímsey, við Sléttugrunn fyrir austan land og í Héraðs- djúpi. Einnig var mikið af ungrækju við Sporðagrunn og í Skagafjarðadjúpi, svipað og var einnig árið 1994. Á- berandi er hversu mikið er af ungrækju við Kolbeinsey og á Norðurkanti miðað við útbreiðslu ungrækju á árunum 1988-1994. Nýliðun 2-3 ára rækju (12-17,5 mm að skjaldarlengd) er mismunandi eftir svæðum. Svæðið Norðurkant- ur-Grímsey er veigamest með vísitöluna 4,1 og 5 árin 1988 og 1989 (tafla 3). Á árunum 1990-1995 var nýlið- unarvísitalan á þessu svæði 6,4-9,7 og svipuð bæði árin 1994 og 1995. Á svæðinu Sléttugrunn og Langanesdjúp hafa á síðustu 5 árum verið talsverðar sveiflur í nýliðun- Stefán H. Brynjólfsson. ægir 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.