Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 60

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 60
Ný og breytt tækni frá FAJ Staðsetningartæki frá Friðrik A. Jónsson boða byltingu Fyrirtækið Friðrik A. Jónsson var upphafiega stofnað árið 1942 og er því 54 ára. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið þekkt fyrir að selja og þjónusta fiskileitartæki frá Simrad. Á árunum um og eftir seinni heims- styrjöld komu Simrad Asdik á markaðinn en í stríðinu voru þau notuð til að finna kafbáta. Á þessum árum tóku eigendur síld- arbátanna við sér og komu sér flestir upp asdiktækjum þegar þeir sáu notk- unarmöguleikana sem þessi Simrad- tæki buðu upp á sem voru þá allsráð- andi á markaðnum. Simrad hefur all- ar götur síðan þróað asdiktæki og er eini framleiðandinn sem framleiðir kúluformað botnstykki í dag sem ger- ir sanna lóðrétta sniðmynd mögulega við raunhalla frá +10 til -90 gráður. Nýlega hefur nýtt asdiktæki komið á markaðinn frá Simrad en það er SD 570, sem er 57 khz tæki, og fór eitt slíkt um borð í Grandatogarann Þern- ey í júní. Simrad framleiðir fjöldann allan af öðrum fiskileitartækjum og má þá helst nefna ES 500, flaggskipið í dýpt- armælum sem getið hefur sér mjög gott orð í úthafinu, við búraveiðar og rækjuveiðar, en einnig er minni bróð- ir hans EQ 50 að koma í nýrri út- færslu og verður þá EQ 50MkII. Botnstykkin Simrad kom fyrst fram á markað- inn með keramisk botnstykki sem í voru með miklu hærri nýtni en venjuleg botnstykki fyrir dýptarmæla. Næmleiki Simrad botnstykkjanna er einn stærsti liðurinn í góðri sendingu og endurvarpsmóttöku á hljóði neð- ansjávar. Grundvallaratriðin í send- ingu og móttöku hljóðs í vatni eru nánast þau sömu og þegar Leonardo da Vinci gerði frystu tilraunir með hljóðbylgjur í vatni árið 1490. Það var svo árið 1827 sem vísindamennirnir Colladon og Sturm mældu hljóðhrað- ann í vatni vera 1.450 metra á sek- úndu en nákvæmar mælingar gefa um 1.500 metra á sekúndu. Botnstykkið er því bæði hljóðgjafi og hljóðnemi í senn og næmleikinn er mikið atriði. Á seinni árum hefur Simrad aukið starfsemi sína vítt um heiminn og er með tækjaframleiðslu í heimalandinu Noregi en Simrad er stytting úr Simonsens Radio. Auk þess eru fram- leidd tæki í Danmörku, Englandi og Kanada en þaðan kemur FS900 höf- uðlínusónarinn frá Simrad en af hon- um hefur Friðrik A. Jónsson hf. selt 55 stykki frá því hann kom á markaðinn fyrst 1986 undir nafninu FS3300. Kcal. 200 150 100 50 0 Loðna Síld Grálúða Karfi Koli Stein- Humar Lúða Ýsa Þorskur Rækja Ufsi Hörpu- Skötu- bitur diskur selur Fyrir þá sem eru áhuga- menn um um- mál sitt er hér birt mynd sem sýnir hitaein- ingar í nokkr- um fiskteg- undum Ckcal í 100g). 60 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.