Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 56

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 56
átt sér stað af náttúrlegum völdum um milljónir ára. Ósón eyðist þegar það drekkur í sig útfjólubláa geislun en ósón verður einnig til með að- stoð útfjólublárra geisla. Af þessu leiðir að ósónlagið er ekki takmörk- uð auðlind sem liggur undir skemmdum heldur náttúrlegt fyrir- bæri í stöðugri endurnýjun. Ósónið verður til og eyðist í stratosferunni, en svo kallast annað lag andrúmsloftsins sem umlykur jörðina. Lægsta lagið er kallað troposfera og það er 10-17 kíló- metra þykkt, þynnst við pólana. Það sem einkennir þetta lag er að hita- stigið lækkar eftir því sem ofar dreg- ur og efst í því er 50-80 stiga frost. Frostið er mest við miðbaug því þar stígur heitt loft upp og lyftir loftlag- inu. Stöðugir loftflutningar fara fram frá svæðum við miðbaug, suð- ur og norður til pólanna. Þetta streymi flytur ósón sem myndast við miðbaug til pólsvæðanna. f stratosferunni, sem er næsta lag yfir ofan, er mun hlýrra og því heit- ara sem ofar dregur. Efst í stratosfer- unni, 80 kílómetra yfir yfirborði jarðar, getur hitinn verið 2-30 stiga frost. Það er ósónið sem veldur þess- um hita því þegar ósónmólekúl verður fyrir úfjólubláum geislum breytist sólarorka í hita. Ósón finnst um allt gufuhvolfið en er þykkast í miðri stratosferunni í um 25 kíló- metra hæð. Ósónmagnið er samt mjög lítið eða um eitt af hverjum 100 þúsund mólekúlum í ósónlag- inu. Ósón er svo fágætt efni að ef and- rúmslofti jarðar væri pressað saman uns það væri 8 kílómetra þykkt væri ósónlagið aðeins tæplega hálfur sentimetri. Ósón verður til þegar út- fjólubláir geislar sólarinnar kljúfa súrefni í efstu lögum stratosferunn- ar. Ósón er gífurlega óstöðugt efni og líftími þess í efstu lögum loft- hjúpsins aðeins fáeinar mínútur en getur verið nokkrir mánuðir í neðri loftlögum. Ósónið dreifist um allan lofthjúp- inn fyrir veðri og vindum í takt við Ózón verður til þegar útfjólubiáir geislar sólarinn- ar kljúfa súrefni í efstu lög- um stratosferunnar. Ózón er gífurlega óstöðugt efni og líftími þess í efstu lögum lofthjúpsins aðeins fáeinar mínútur en getur verið nokkrir mánuðir í neðri loftlögum Ózónið dreifist um allan loft- hjúpinn fyrir veðri og vind- um í takt við þær breytingar sem stöðugt eru í gangi. Vegna þessa getur þykkt ózónlagins og þar af leið- andi magn útfjólublárra geisla verið mjög misjafnt frá einum stað til annars og einum tíma til annars og virðist magn ózóns sveiflast mjög til eftir árstíðum en er einnig tengt sólblettum og sólgosum. þær breytingar sem stöðugt eru í gangi. Vegna þessa getur þykkt ósónlagins og þar af leiðandi magn útfjólublárra geisla verið mjög mis- jafnt frá einum stað til annars og einum tíma til annars og virðist magn ósóns sveiflast mjög til eftir árstíðum en er einnig tengt sölblett- um og sólgosum. Efasemdir meðal vísindamanna Tvær ástæður eru fyrir því að vís- indamenn efast um hættuna sem stafar af meintri eyðingu ósónlags- ins. Önnur er sú að allt líf á jörðinni hefur um milljónir ára þurft að laga sig að miklum sveiflum í ósón- magni og þar af leiðandi sveiflum í útfjólublárri geislun. Hin er sú að vegna þessa mælast sveiflur í ósóni afar miklar og engin leið er fyrir rannsóknamenn að átta sig á því hvaða sveiflur eru af manna völd- um og hverjar af völdum náttúr- unnar. Dæmi um þetta: í tempruðum beltum er 20% munur á ósónmagni milli sumars og veturs. Þessi 20% eru meðaltal síðustu 60 ára en sveiflan milli ára getur verið miklu meiri. Samanborið við 20% meðal- sveiflu milli árstíða á löngum tíma eru áhrif mannsins sáralítil en talið er að mengun af manna völdum hafi leitt til 4-5% eyðingar ósón- lagsins. Magn ósóns við miðbaug virðist sveiflast til um 4-5% á tveggja ára bili. Hitasveifla á Kyrra- hafssvæðinu, sem kennd er við E1 Nino, virðist einnig tengjast 3-4% sveiflu. Þessar tvær sveiflur eru stundum í takt og magna áhrif hvor annarar upp en stundum leiða þær til jafnvægis. Sveiflur í sólgosum sem ná yfir 11 ára hring eru einnig áhrifavaldur. Eru áhrif þess talin 2-3%. Þegar sólgos eru í hámarki er ósónframleiðsla mikil og öfugt. Þannig voru sólgosin í lágmarki 1985 þegar fyrst varð vart við gat á ósónlaginu yfir Suðurskautslandinu. Síðan jukust sólgos umtalsvert fram til ársins 1991 en þrátt fyrir það jókst eyðing ósóns sem bendir til þess að önnur öfl, hugsanlega áhrif mannanna, hafi eytt ósóni hraðar en það varð til. Þetta kemur fram í rannsóknum James Angell sem starfar að ósónrannsóknum fyrir National Oceanic and Atmospheric Administration. Eitt af því sem er umdeilt er hvort samband er milli minnkandi ósón- magns yfir tempruðum beltum og gatsins á ósónlaginu yfir Suðurpóln- um. Sumir segja að ósón sé að eyð- ast um allan heim hraðar en það verður til en aðrir segja að eyðing ósóns á ólíkum svæðum séu óskyld fyrirbæri. „Það eru svo margir óskyldir þættir sem hafa áhrif að erfitt er að benda á einn og segja að þar leynist sökudólgurinn," segir Stolarski sem fyrr er vitnað til. „ Það eina sem við getum verið viss um er eyðing ósón- lagsins sem er mjög raunveruleg." / Blindar kanínur í Patagóníu Umhverfisverndarsinnar hafa oft gripið til dramatískra lýsinga þegar 56 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.