Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 16
an í júlí en það hefur gengið illa með hana síðustu tvö ár. Við erum því nokk- uð bjartsýnir á að hafa að minnsta kosti nóg að gera." Á móti flotrollsveiðum á sumar- loðnunni Telur þú líklegt að flottrollið eigi eftir að gagnast við veiðar á sumarloðnu? „Það finnst mér ekki líklegt og er reyndar á móti því að fara að skarka með flottroll í smáloðnu uppi í sjó. Það held ég að geri meira ógagn en gagn. Ég tók þátt í loðnuveiðum við Nýfundna- land 1976. Við vorum þar að veiða loðnu sem gekk upp á grunnið til hrygningar en áður en hún þéttist var hún eins og dreift ryk í köntunum líkt og við sjáum hér óljóst á mælitækjum. Rússarnir sópuðu henni þar upp með flottrollinu og gengu gersamlega frá stofninum ásamt íslendingum og Norð- mönnum. Sú flottrollsveiði sem var leyfð hér í vetur er allt annars eðlis vegna þess að þá er loðnan að búast í hrygningar- göngu og búin að ná réttu þroskastigi." Loðnuskipstjórar halda reglulega fundi með fiskifræðingum um ástand og horfur, nú síðast í apríl, um væntan- legar síldveiðar. Hefur notkun flottrolls verið rædd á þeim fundum? Vissum vel að loðnan lifir af „Fiskifræðingar geta ekki svarað því hvaða áhrif þetta hefur því þekkingu skortir. Þeir eru að læra um loðnuna eins og kom í ljós í vor þegar staðfest var að loðnan getur lifað af hrygningu. Þetta vorum við loðnuskipstjórar búnir að segja árum saman, t.d. við Lárus Gríms- son félagi minn, skipstjóri á Júpíter." Hefur þessi staðreynd einhverja sér- staka þýðingu fyrir veiðarnar? „Það hlýtur að þýða að því meira af loðnunni sem lifir af, því hærra hlutfall verður af stærri loðnu á næstu vertíð. Þetta ætti líka að hvetja okkur til að ganga ekki eins hart að henni í lok ver- tíðar. Síðustu dagana eru menn að berja um 20-30 tonna köst uppi í harða landi af gersamlega verðlausu hráefni. Þú bara Guðlaugur Jðnsson skipstjóri á Elliða um borð í skipinu sem hann segist kunna afar vel við og hafi reynst frábœrlega. þreytir sjálfan þig og eyðileggur veiðar- færin." Nú eru deilur milli sjómanna og fiskifræðinga vel þekktar. Hvernig hefur samvinna loðnuveiðimanna og fiski- fræðinga gengið? „Samstarf okkar hefur í stórum drátt- um verið gott þó stundum sé auðvitað ágreiningur. Góðar aðstæður og mikil veiði gefa ekki tilefni til deilna en í kringum 1990, þegar lítil loðna var sögð í sjónum og veiðar takmarkaðar, deild- um við hart við fiskifræðinga og töld- um stofninn stærri en mælingar þeirra sýndu. í fyrra var þetta öfugt þegar okk- ur sýndist vera minna af loðnu en Hafró sagði vera í sjónum. Sem betur fer „Ég hefaldrei fengist við neitt annað en sjó- mennsku. Það koma aldrei neitt annað til greina. Stundum hefég efast um starfsvalið en þetta er það sem ég kann og ekkert finnst mér eins spennandi eins og nótaveiði." kom í ljós að þeir höfðu réttara fyrir sér en við." Guðlaugur segir það skoðun sína og margra annarra að fiskifræðingar ættu að gera meira af því að fara út með loðnuskipum og kynnast vinnubrögð- um og viðhorfum sjómanna betur. Fráleitt að refsa ioðnuskipunum þegar vel gengur Kvótabrask hefur verið mikið gagn- rýnt. Hvern er reynsla loðnusjómanna af því? „Það er auðvitað ekki til meðan kvóti er nægur en séu aðstæður öðru vísi gilda sömu lögmál í loðnuveiðum og öðrum veiðum, að kvóti gengur kaup- um og sölum." Það hefur verið sett fram sú hug- mynd að nú þegar loðnuskip hafa næg verkefni á nótaveiðum eigi að taka af þeim þann bolfiskkvóta og rækjukvóta sem þau hafa og fengu úthlutað þegar harðara var í ári. Hvað finnst þér? „Þetta er auðvitað alrangt. Þessi skip hafa þolað alveg jafnmikla skerðingu og önnur og mér finnst fáránlegt að refsa þeim þó veiði glæðist með enn meiri kvótaskerðingu. Það koma tímar sem loðnan brestur, það hefur allaf gerst." Þegar hér er komið sögu verður upp- rof á spjalli okkar þegar mæddur skipa- skoðunarmaður kemur um borð og kveðst lerkaður eftir þungt höfuðhögg um borð í öðru nótaskipi. Hann segist koma aftur síðar. Eru kröfur hérlendis mikið frábrugðnar þeim í Skotlandi? „Það er ýmislegt sem eru harðari kröfur um hér," segir Guðlaugur. „Þannig eru ekki gerðar kröfur um flot- galla í Skotlandi því sjórinn er hlýrri og björgunarbátar þeirra og frágangur þeirra stæðust ekki skoðun hér." Þriðja árið í Síldarsmugunni Guðlaugur er nú að fara til veiða í Síld- arsmuguna í þriðja sinn því hann hefur verið þátttakandi frá upphafi veiðanna. Hann veit því vel hvað bíður hans. „Það er mikil ferð á síldinni og getur verið spennandi að fást við hana þarna." Rúman sólarhring tekur að sigla á miðin frá Austfjörðum sem er svipuð 1 6 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.