Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 18
Tíu ára á síldarplani Guðlaugur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sonur Jóns Björnssonar sem var skipstjóri og útgerðarmaður á Birni Jónssyni. 1958 seldi hann ísbirnin- um bátinn og gerðist útgerðarstjóri fyrirtækisins. Hann sá meðal annars um síld- arplan ísbjarnararins á Seyðisfirði á sumrin og þangað fór Guðlaugur með honum fyrst 10 ára gamall að rúlla tunnum og sendast og fékk því bakteríuna snemma eins og hann orðar það. „Eg hef aldrei fengist við neitt annað en sjómennsku. Það koma aldrei neitt annað til greina. Stundum hef ég efast um starfsvalið en þetta er það sem ég kann og ekkert finnst mér eins spennandi eins og nótaveiði. Á planinu fyrir austan sá maður ýmsa fræga síldarskipstjóra sem þá voru á toppnum. Sumir eru enn á veiðum, s.s. Hörður Björnsson sem nú stýrir Þórði Jónassyni." Fyrsta skiprúmið fékk Guðlaugur svo 15 ára á Ásberg RE á síldveið- um sumarið 1967 en þar var Björn Jónsson bróðir hans skipstjóri. 1970 settist svo Guðlaugurá skóla- bekk í Stýrimannaskólanum og lauk námi með fullum réttindum 1974. Hann prófaði fragtsiglingar hjá Eimskip á þessum árum og segist ekki hafa viljað sleppa þeirri reynslu þó ekki fyndist honum það eiga alveg við sig. Guðlaugur var 2. stýrimaður á Ásberg strax milli bekkja í skólanum en þegar skólanum lauk var hann ráðinn stýrimaður á Helgu II hjá Ármanni Friðrikssyni út- gerðarmanni. Þaðan lá leiðin aftur um borð í Ásberg til 1977 en þá var Guðlaug- ur ráðinn stýrimaður á Narfa RE sem þá var verið að breyta í nótaskipið Jón Kjartansson. Árið eftir, 1978 tók hann svo við Dagfara GK sem varfyrsta skip- ið sem hann var fastráðinn skipstjóri á. Guðlaugur er ómyrkur í máli þegar verð- myndun á hráefni er ti 1 umrceðu. vegalengd og siglt er með sumarloðn- una norðan úr hafi. Guðlaugur segist reikna með að veið- inni verði lokið í kringum 20. júní mið- að við reynslu undanfarinna ára. Hann bendir þó á að síldin geti verið fljóttek- in því fari loðnuflotinn allur til veiða sé hægt að flytja 40 þúsund tonn til lands í einni ferð. Guðlaugur segir að mesta áhyggju- efnið séu veiðar Evrópubandalagsins í Síldarsmugunni þvi eftirlitslausar veið- ar þeirra geti leitt til mun meiri veiða en gefið verði upp. Svo fór að Elliði lenti í hálfgerðu basli á síldveiðunum. Nótin sem fylgt hafði með í kaupunum reyndist léleg og tvisvar máttu Elliðamenn sigla til lands með lítinn eða engan afla og nótina hengilrifna. Þegar loðnuvertíð gekk í garð í byrjun júlí hélt Elliði til þeirra veiða þó 700 tonn væru óveidd af síld- arkvóta hans. „Eg kunni afar vel við skipið og það reyndist frábærlega," segir Guðlaugur sem gerði einnig tilraun til að veiða síld við Jan Mayen og selja Norðmönnum til manneldis. Sú tilraun tókst að hluta því þó síldin væri stygg og dreifð þar norður frá sigldi Elliði með 150 tonn af síld til Molö í Noregi. Síldin fór í 2. flokk vegna smæðar og 18.46 krónur fengust fyrir kílóið en 23 krónur eru gefnar fyrir fyrsta flokk. „Þetta er þrisvar sinnum hærra verð en hérna heima sem sýnir vel að eitt- hvað er bogið við verðlagninguna." Fullfermi betra en hálffermi í vondu veðri Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það hvernig loðnuveiði sé stunduð á úr sér gengnum, of gömlum skipum og ör- yggi sjómanna sé stefnt í hættu við sigl- ingar í misjöfnum veðrum með drekk- hlaðin skip. 21. febrúar lenti Dagfari GK í vandræðum í Reykjanesröst í 11-12 vindstigum og 12-14 metra ölduhæð með fullfermi af loðnu. Voru þetta kunn- uglegar aðstæður fyrir Guðlaug? „Ég fór á Keflvíkingi, sem er svipað skip og Dagfari, inn til Vestmannaeyja. Stærri og öflugri skip með fullfermi á sömu slóðum áttu ekki erfitt með að fara þetta. Þessum veiðum er aldrei stýrt úr landi, skipstjórinn hefur alltaf síðasta orðið. Milli mín og þeirra sem gera þetta skip út er gagnkvæmt traust um það og ég hef aldrei lent í öðru. Ég þekki ekki dæmi um annað enda myndu menn eflaust ekki tala mikið um það." Takmarka skipstjórar hleðslu gamalla skipa þegar vont er veður? „Þegar veðrið er vont er betra að vera með allar lestir fullar. Þá er minni hætta á að farmurinn sláist til eða skilrúm bresti. Það sem menn óttast mest á þessum gömlu skipum er að farmurinn fari af stað og flæði fram í skipið. Svo er best að loka öllu sem best og þá verður allt í lagi. Siglinga- málastofnun er að herða kröfurnar um skilrúm og þil á miliidekki. Auðvitað er varasamt á vera á ferð á gömlum og litlum bátum í vonskuveðri einmitt af þessum ástæðum. Hér um borð í Elliða gegnir öðru máli. Lestar- rýminu er skipt í 100 tonna tanka með traustum þiljum á milli svo við erum alitaf öruggir. Loðnuskip geta illa eða ekki losað sig við farminn og allra síst ef veður er orðið vont. Þegar ég var skipstjóri á honum Jóni Finnssyni þá sigldum við oft á Færeyjar og þá sá ég oft minni báta sem áttu í hálfgerðum vandræðum því veður eru oft slæm í hafinu. Þá sá ég best hverja 18 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.