Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 59

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 59
Allnokkru yngri en sagan af Þuríði sundafylli er frásögn Fóstbrœðra sögu af skreiðarferð húskarla Bersa bónda á Laugabóli í Djúpi til Bolungarvíkur og Arnardalsför Þormóðs Bersasonar. Fóstbrœðra saga er ein af elstu fslend- inga sögum, talin rituð á öndverðri 13. öld, og hermir frá atburðum, er áttu sér stað á síðustu áratugum 10. aldar og í upphafi þeirrar 11. Varlega ber að treysta heimildagildi sögunnar í smáatriðum, en ofannefnd frásögn sýnir, að Bolungarvík hefur verið orð- in þekkt verstöð eigi síðar en á dögum söguritarans. Sennilegt er þó að frá- sögnin af skreiðarferðinni sé fornt minni og vitni um útræði og fiskverk- un í Víkinni allnokkru fyrr, jafnvel þegar um árið 1000. Frá 12. öld eru og sagnir um sjó- róðra úr Bolungarvík. í Hrafns sögu Sveinbjamarsonar segir svo: Þórðr Snorrason átti bíi gott ok gagnauðigt í Vatnsfirði, svo at hann var hvers manns gagn, þess er til sótti. En fyrir því að hallœri var í landi hér, þá fór Þórðr á vomrn til fiskjar með mikit skip ok húskarla í Bolúngarvík, afþví at hann þóttist þá fleirum mönnum mega gagn gera. Þessi frásögn er athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir. í fyrsta lagi sýnir hún, hve mikilvæg sjávarbjörgin var orðin þegar á 12. öld; þegar hallæri var í landi sóttu menn sér björg í sjó- inn. í öðru lagi tekur frásögnin af tví- mæli um að Bolungarvík var orðin þekkt verstöð á þessum tíma, að þang- að leituðu menn víða að af Vestfjörð- um. í þriðja lagi er athyglisvert, að frásögnin í Hrafns sögu nefnir aðeins fiskveiðar að vori og getur það bent til þess að vetrarveiðar hafi ekki tíðkast á þessum tíma. Það er í sjálfu sér eðli- legt þar eð veiðar miðuðu nær ein- göngu að því að afla matar og þá hlutu menn að sækja sjó á þeim tíma árs er veður voru skaplegt en aflavon jafnframt sæmileg. Af þeim dæmum, sem hér hafa ver- ið talin, má ráða, að fiskveiðar hafi verið stundaðar í Vestfirðingafjórð- ungi allt frá því hann byggðist og vís- ast að þær hafi þá þegar orðið sá höf- uðbjargræðisvegur manna þar sem þær hafa verið allar götur síðan. Kem- ur og víða fram í miðaldaheimildum, að hafið var Vestfirðingum í senn líf- æð og forðabúr og að þeir kunnu öðr- um mönnum betur við sig á sætrjám. Við Breiðafjörð og á Snæfellsnesi virðast fiskveiðar einnig hafa verið orðnar umtalsverðar þegar um árið 1000 og frásögn er um "veiðistöð" í Bjarneyjum á Breiðafirði í lok 10. ald- ar, eða á öndverðri 11. öld. Þannig segir í Laxdæla sögu: Veiðistöð sú liggr á Breiðafirði, er Bjarneyjar heita. Þœr eyjar eru margar saman ok vám mjök gagnauðgar. íþann tíma sóttu menn þangat mjök til veiði- fangs. Var þar ok fjölmennt öllum miss- erum. Hér skal ekkert um það fullyrt, hversu traust heimild þessi stuttorða frásögn er, en hún er trauðla vísvit- andi skáldskapur og getur bent til þess, að umtalsverður útvegur hafi verið úr Bjarneyjum, og ef til vill fleiri Breiðafjarðareyjum, á þessum tíma. Tvö dæmi má nefna um sögur af út- gerð og sjósókn á Norðurlandi á land- náms- og þjóðveldisöld. í Bandamanna sögu segir frá útræði á Vatnsnesi og að menn hafi verið þar í veri, og í Valla- Ljóts sögu segir frá því að einn dag hafi þrjátíu skip róið úr Grímsey. Á Suðurnesjum er fárra útróðrar- staða getið á landnáms- og þjóðveldis- öld, og hljóta þeir þó að hafa verið nokkrir. í Landnámabók er getið sjó- sóknar þeirra Molda-Gnúpssona, Þor- steins leggjalda og Þórðar hrugnis, úr Grindavík, og er það eina beina frá- sögnin af útræði af Suðurlandi og Suðurnesjum á þessum tíma. Loks er þess að geta, að útgerð og sjósókn virðast hafa hafist mjög snemma í Vestmannaeyjum. Ekki er full ljóst, hvenær föst búseta hófst í eyjunum, en í Hauksbók Landnámu segir: „Þær liggja fyrir Eyjasandi, en áðr var þar veiðistöð ok engra manna vetrseta.” Benda þau ummæli til þess, að áður en Herjólfur Bárðarson nam eyjarnar hafi menn af landi haft þar útver og þá vafalítið nýtt fugl og önn- ur sjávargæði ekki síður en fiskimið- in. Til búsetu fyrir daga Herjólfs benda einnig niðurstöður fornleifa- rannsókna í Herjólfsdal, sem gerðar voru á árunum 1980-1983. Þá fannst nokkuð af beinum úr sjófuglum, fisk- um, selum og hvölum, og bendir það ótvírætt til þess að íbúar eyjanna hafi hagnýtt sjávargæði eftir föngum og þörfum. Við rannsóknirnar fannst einnig steinn með gati í miðju, sem gæti hafa verið sakka. Fornleifa- og sagnfræðinga greinir mjög á um aldur byggðarinnar í Herj- ólfsdal. Herjólfur Bárðarson hefur löngum verið talinn hafa numið land í Vestmannaeyjum undir lok land- námsaldar, þ.e. skömmu fyrir 930. Nið- urstöður kolefnisgreininga á mannvist- arleifunum, sem fundust við rannsókn- ir í Herjólfsdal, benda á hinn bóginn til þess að byggðin þar hafi verið mun eldri og í grein í tímaritinu Acta Borealia árið 1992 kemst Margrét Hermanns- Auðardóttir að þeirri niðurstöðu að þær séu frá 7. og 8. öld. Hér skal ekki reynt að skera úr um hvað rétt sé í þessu efni, en rannsókn- irnar virðast þó taka af vafa um, að mannvist hafi verið í Eyjum fyrir 900 og að þeir, sem þar dvöldust hafi stundað fiskveiðar. Rennir það stoð- um undir þá skoðun, að útgerð og veiðar hafi hafist mjög snemma í eyj- unum og að þær séu ein elsta, ef ekki elsta, verstöð við Norður-Atlantshaf, sem eigi sér samfellda sögu. Þessi dæmi verða látin nægja um sjósókn og sjávarútveg á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Þau segja okkur að sönnu iítið um umfang útvegsins á þessu skeiði, en sýna að hann hefur verið allnokkur. Til þess bendir einnig, að í Grágás, lögum íslenska þjóðveldisins, er að finna allmörg ákvæði um fiskveiðar. Þau sýna, svo ekki verður um villst, að þótt veiðarn- ar hafi einkum miðað að því að afla matfanga, hafa þær verið svo miklar að nauðsynlegt var talið að lögfesta ýmsar reglur er að þeim lutu. □ ægir 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.