Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 34

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 34
Tafla 1 Helstu úthafsrækjusvæðin og tilkynningarskyldureitirnir sem þau ná yfir (2. mynd) Samantekin svæði Svæði Tilkynningarskyldureitir Jökuldjúp Kolluáll Dohrnbanki Hali 423-424 524, 474-475 626-627, 676-677, 726-727. 674-675 Norðurkantur-Grímsey Norðurkantur Við Sporðagrunn Skagafjarðardjúp Við Kolbeinsey Eyjafjarðaráll Við Grímsey 720-724, 770-771 620, 670 619, 669 718-719, 768-769 618, 668 617, 667, 717 Sléttugrunn-Héraðsdjúp Við Sléttugrunn Langanesdjúp Bakkaflóadjúp Héraðsdjúp 665-666, 715-716 663-664, 713-714 613-614 562-564 Rauða torgið 460-462, 510-512. Berufjarðaráll Lónsdjúp Rósagarður 413 364, 414 310-311,360-361 2. mynd. Tilkynningarskyldureitir þar sem úthafsrœkja er veidd. inni. Hæst var nýliðunin þar árin 1991 og 1993, 4,5 og 4,7, en aðeins 2,2 og 2,3 árin 1992 og 1994. 1995 var ný- liðunin miðlungs, eða 2,7. Á austasta svæðinu, Bakkaflóa og Héraðsdjúpi, var nýliðun einnig sveiflukennd. Þegar nýliðun var há við Sléttugrunn og á Langanesdjúpi þá var hún yfirleitt með lægra móti á Bakkaflóa og í Héraðs- djúpi. Þegar nýliðunartölur þessara tveggja svæða, Sléttu- grunn-Langanesdjúp og Bakkaflóadjúp-Héraðsdjúp, eru lagðar saman er útkoman nokkuð jöfn síðustu 4 árin en samt tvöfalt hærri en árin 1988-1990. Segja má einnig að nýliðun rækjunnar á öllu athugunarsvæðinu Norður- kantur-Héraðsdjúp hafi verið um tvöfalt meiri síðustu 5 árin en árin 1988 og 1989. Stofnvísitölur Til þess að kanna hvar þéttleiki rækjunnar væri mestur voru stofnvísitölur fyrst reiknaðar út á hvern smáreit (4. mynd). Svo sem sjá má er mikill þéttleiki á mörgum reit- um fyrir vestan 18° V lengdar, en það er ólíkt útbreiðslu smárækju. Þó er einnig há vísitala á svæðum þar sem ungrækjan heldur sig, svo sem við Grímsey, við Sléttu- grunn og fyrir austan land. í töflu 4 eru sýndar vísitölur á helstu svæðunum. Vísitalan er þar fyrst reiknuð út á hvern tilkynningarskyldureit og vísitölur reitanna því næst lagð- ar saman til þess að fá heildarvísitölu fyrir hvert svæði. Svæðið Norðurkantur-Grímsey er þýðingarmest. Oft er vísitalan á fyrrnefndu svæði tvisvar til þrisvar sinnum hærri en af eystra svæðinu, Sléttugrunn-Héraðsdjúp. Vísi- talan á svæðinu Norðurkantur-Grímsey var hæst árið 1991 (50,6), en lækkaði mjög árið 1992. Árin 1993 og 1994 hækkaði vísitalan a ný og var þá orðin sambærileg við vísitöluna 1991. Árið 1995 lækkaði vísitalan niður í um 41 og hefur þá lækkað nánast niður í 1990-gildið. Á svæðinu Sléttugrunn og Langanesdjúp hækkaði stofnvísi- tala smám saman, með töluverðum sveiflum þó, úr 6,2 árið 1988 í 17,2 árið 1993, en árið 1994 féll hún í 9,3 og á- fram í 7,4 árið 1995. Stofnvísitala á svæðinu Bakkaflóa- djúp og Héraðsdjúp hækkaði líka með frávikum smám saman úr 2,9 árið 1988 í 13,3 árið 1992. Eftir það lækkaði stofnvísitalan niður í 8 árið 1995. Ef litið er á allt svæðið Norðurkantur-Héraðsdjúp (öll svæðin nema Halann og Rauða torgið) má segja að allt frá árinu 1989 hafi stofnvísitalan verið að aukast, eða úr 32,8 í 69 árið 1994 ef árið 1991 er undanskilið (5. mynd). Árið 1995 lækkaði stofnvísitalan niður í 56,1. í töflu 4 em einnig birtar stofnvísitölur fyrir Halann og Rauða torgið. Á Rauða torginu hafa hæstu vísitölurnar mælst árin 1991 og 1994, eða 3,8 og 3,7. Þetta er í samræmi við flest önnur svæði þessi sömu ár. Nú hefur stofnvísitala þó aukist í 4,8. Stofnvístölur hafa hækkað á Halanum frá ámnum 1992 og 1993 úr 0,9 í 1,7 árið 1994, en eru nú aftur lægri. Stærð rækju Meðalstærð rækju (fjöldi/kg) í aðaltrollið var mjög mis- munandi eftir svæðum (tafla 5). Stærstu rækjuna er ávallt að finna á Norðurkanti, við Kolbeinsey, en einnig stund- um í Eyjafjarðarál. Þess vegna em þessi þrjú svæði tekin saman við útreikninga á meðalfjölda í kg. Á Norðurkanti, Kolbeinsey og í Eyjafjarðarál smækkaði rækjan smám sam- an frá árinu 1989 úr 154 í 183 stk/kg árið 1994. Fjöldi/kg hefur enn lækkað heldur árið 1995, en þá voru þarna 197 34 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.