Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Síða 33

Ægir - 01.07.1996, Síða 33
Stofnmælinga úthafsrækju 1995 Höfundar: Unnur Skúladóttir, Guðmundur Skúli Bragason, Gunnar Pétursson og Stefán H. Brynjólfsson. Öll eru starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar. Unnur Skúladóttir. Stofnmæling úthafsrækju hófst árið 1987. Stofn- mælingunni var breytt talsvert árið 1988, en síðan þá hefur hún verið gerð á sama hátt á útbreiðslu- svæðunum fyrir norðan og austan land. Hér verður greint frá nokkrum niðurstöðum úr stofnmælingu ársins 1995 og jafnframt eru sýndar meginniður- stöður frá árunum 1988-1994 í töflum til saman- burðar. Aðferðir og gagnasöfnun Aðferðum við stofnmælinguna er nákvæmlega lýst í greininni Stofnmæling úthafsrækju 1988-1994 (Unnur Skúladóttir og fleiri 1995) og verður aðferðunum ekki lýst nákvæmlega hér. Þó skal minnt á nokkrar skilgreiningar. Útbreiðsla ungrækju (aðallega 1-2 ára) var metin með því að telja þá rækju sem kemur í smáriðna skjóðu (6 mm möskvastærð) sem fest er aftast á pokann á rækjuvörp- unni. Nýliðun 2-3 ára rækju var metin sem sá hluti vísitöl- unnar sem er 12-17,5 mm að skjaldarlengd. Þetta er rækj- Guðmundur S. Bragason. Gunnar Pétursson. 1. mynd. Togstöðvar í stofnmcelingu úthafsrœkju fyrir norðan og austan land. an sem kemur í sjálfa vörpuna en ekki skjóðprækjan. Yfirlit yfir helstu úthafsrækju- svæðin og togstöðvarnar Togstöðvar í stofnmælingu út- hafsrækju eru sýndar á 1. mynd. Á 2. mynd eru sýndir þeir tilkynning- arskyldureitir þar sem úthafsrækja fæst helst, og í töflu 1 eru úthafs- rækjusvæðin talin upp og sýnt hvaða tilkynningarskyldureitir til- heyra hverju svæði. Fjöldi togstöðva var 196, en eins og fram kemur í töflu 2 er hann breytilegur eftir árum og hefur hann einkum farið eftir því hvort Rauða torgið og Halinn voru með. Ungrækja Útbreiðsla ungrækju, aðallega 1-2 ára rækju í skjóðu, er sýnd á 3. mynd. Á myndinni má sjá hvar ungrækjan hélt sig helst árið 1995. Útbreiðslan var svipuð og áður, þ.e. aðallega á svæðunum við Grímsey, við Sléttugrunn fyrir austan land og í Héraðs- djúpi. Einnig var mikið af ungrækju við Sporðagrunn og í Skagafjarðadjúpi, svipað og var einnig árið 1994. Á- berandi er hversu mikið er af ungrækju við Kolbeinsey og á Norðurkanti miðað við útbreiðslu ungrækju á árunum 1988-1994. Nýliðun 2-3 ára rækju (12-17,5 mm að skjaldarlengd) er mismunandi eftir svæðum. Svæðið Norðurkant- ur-Grímsey er veigamest með vísitöluna 4,1 og 5 árin 1988 og 1989 (tafla 3). Á árunum 1990-1995 var nýlið- unarvísitalan á þessu svæði 6,4-9,7 og svipuð bæði árin 1994 og 1995. Á svæðinu Sléttugrunn og Langanesdjúp hafa á síðustu 5 árum verið talsverðar sveiflur í nýliðun- Stefán H. Brynjólfsson. ægir 33

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.