Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Síða 6

Ægir - 01.07.1996, Síða 6
REYTINGUR Fiskveiðistjórn og nýjungar í útgerð Nú líður senn að lokuin yfirstandandi fiskveiðiárs. Kvóti fiskveiðiársins 1996-1997 hefur verið ákveðinn og þau ánægjulegu tíðindi eru að í fyrsta skipti í 16 ár leggur Hafró til að þorskaflinn verði aukinn. Nokkrar tegundir dragast saman, en í heild má segja að ástand á ís- landsmiðuin sé í góðu jafnvægi að dómi Hafró og áhyggjur af karfan- um sem margir sjómenn hafa virð- ast vera óþarfar. Eins og gefur að skilja eru ekki allir sáttir við fisk- veiðistjórnunina, en þó hafa raddir ekki verið eins háværar nú og undanfarin ár. Kannski brestur storin- urinn á þegar menn fá sent kvótabréfið sitt í ágúst. Fiskveiðistjórnun verður að vera staðföst og byggj- ast á vísindalegum grunni. Lífríki hafsins er svo flók- ið og háð fjölmörgum þáttum í umhverfinu að spár um fiskgengd verða alltaf háðar mikilli óvissu og það ber að hafa í huga. En takmarkanir á aflamagni eru ekki einu tak- markanirnar sem útgerðin býr við. Ymsar takmark- anir eru á veiðisvæðum eftir veiðarfærum svo og á endurnýjun fiskiskipana. Hafa menn ekki orðið á eitt sáttir um hvort ríkið eigi að hafa stjórn á svo mörgum þáttum veiðanna eða hvort ekki væri nóg að takmarka bara aflamagnið og láta útgerðarmcnn- ina um hvernig þeir sækja sinn kvóta. Hafa menn líkt þessu við að hafa bæði belti og axlabönd til að halda buxunum uppi. Reglur mega ekki hindra cðli- lega framþóun og nýjungar og það er búið að opna fyrir fjármagn til og frá landinu þannig að fjármögn- un fiskiskipa er komin á frjálsan markað og því verð- ur útgerðin að standa sig varðandi það eins og aðrar atvinnugreinar. Nú er unnið að endurskoðun laga um landhelgi ís- lands og það regluverk sem gildir um veiðisvæði, stærð báta, vélarafl og veiðarfæri. Það er einnig fylli- lega kominn tími til að skoða í lieild allar þær reglur sem gilda um endurnýjun og fjármögnun fiskiskipa þannig að þær hindri ekki tæknilegar framfarir eins og þar gera nú t.d. í loðnuflotanum. Snúið að veiða í flottroll Risatrollin sem togarar nota við karfaveiðar á Reykjaneshrygg eru engin smásmíði og ferkílómetrar hentug mælieining eigi að lýsa stærð þeirra. Pláss um borð í skipunum er hinsvegar takmarkað og því góð ráð dýr er trollið fer í flækju. Þetta fékk áhöfnin á Mánaberginu frá Ólafsfirði að reyna á dögunum þegar snerist upp á flottrollið. Eftir töluvert stímabrak og basl úti á miðunum var siglt inn til Hafnarfjarðar og trollið dregið upp á bryggju til að snúa ofan af því. (MúH-maí 1996) Norskir nótabátar hækka í verði Norskir notaðir nótabátar hafa hækkað í endursölu um allt að 25% síðastliðið hálft ár. Ástæðan er fyrst og fremst minna framboð á þeim en aukin eftirspurn inn- anlands. Mikill munur er á endursöluverði innan lands og utan því innan lands fylgir veiðileyfi og kvótahlut- deild oft með í kaupunum. Dæmi um þetta er nótabáturinn Vestbas sem um síðustu áramót skipti um eigendur fyrir 32 milljónir króna. í dag væri verð hans um 37 milljónir sem svarar til um 370 milljóna íslenskra króna. Vestbas er smíð- aður 1967 og skráður tæp 1.000 brúttótonn. Skipa- miðlarar í Noregi segja að erlendis sé einkum markað- ur fyrir nótaskip í Suður-Ameríku og á íslandi en ís- lenskir útgerðarmenn vilji stór skip sem geti dregið flottroll en flestir eldri bátar sem ganga kaupum og söl- um á þessum markaði í Noregi eru búnir út til þess. (Fiskaren - apríl 1996) Hagnaður hjá Vinnslustöðinni Hagnaðuraf reglulegri starfsemi Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum varð 80 milljónir frá september 1995 til febrúar 1996. Góður hagnaður varð af vinnslu á loðnu og síld sem voru uppistaða vinnslunnar á þessu tímabili en afkoma í bolfiskvinnslu var slæm og er stefnt að því að draga úr vægi hennar í rekstrinum. Vinnslustöðin hefur tekið á móti nýju nótaskipi sem fyrirtækið keypti frá Noregi. Skipið er rúmlega tvítugt og getur borið 1.500 tonn af bræðslufiski en 1.350 tonn í kælitönkum. Það hefur hlotið nafnið Sighvatur Bjarnason VE. (Fréttir -apríl 1996)

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.