Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Síða 5

Ægir - 01.04.1997, Síða 5
Endurnýjun fiskimjölsverksmiðjanna hröð um þessar mundir: Endurbætt verksmiðja í Bolungarvík í gang í júlí framleiðslugetan eykst um helming „Vib stefnum af) því ab taka verk- smiðjuna í gagnið í júlí næstkom- andi," segir Einar Jónatansson, fram- kvæmdastjóri hjá Gná hf. í Bolungar- vík en fyrirtækib hefur ákveðib að ráðast í endurbætur á loðnuverk- smibju og skipa sér þannig í hóp þeirra fiskimjölsverksmibja sem geta framleitt hágæbamjöl. Við þetta eykst framleiðslugeta verksmiðjunnar um nálega helming frá því sem ábur var. Einar segir að nýr þurrkari í verk- smiðjuna komi í maí en þegar er byrjað að vinna að breytingum í verksmiðj- unni sjálfri. Gná keypti fyrir tveimur árum tvo gufuþurrkara frá Danmörku en þeir leystu af hólmi gamlan eld- þurrkara sem nú verður tekinn úr verk- smiðjunni og nýja þurrkaranum komið fyrir í hans stað. Tímaritið ÆGIR: Nýi búnaðurinn er að því leyti sér- stakur að þurrkarinn er ekki loftþurrk- ari heldur „vacum" þurrkari af Atlasgerð og er ekki búnaður af þessu tagi í notk- un hjá öðmm hérlendis. Einar segir ab í Danmörku noti nær allar verksmiðjur búnab af þessu tagi og hann skili fylli- lega sambærilegu hágæðamjöli á við loftþurrkarana. leiöslugetan um helming en hún var ábur 250-300 tonn á sólarhring. Á nýafstaðinni vetrarvertíð tók Gná á móti um 17.000 tonnum af loðnu en á síðasta ári í heild um 35.000 tonn. Fiskimjölsverksmiðjan í Bolungarvík var upphaflega tekin í notkun árið 1963 en Gná hf. hefur rekiö hana frá 1993 og á þeim tíma hefur margt verið endur- bætt í verksmiðjunni. Héðinn hf. í Garðabæ mun koma að framkvæmdunum í Bolungarvík en verður þar í samstarfi við heimaverktaka. Einar segir að verkefnið kosti 250-300 milljónir króna en við þessar breytingar aukist fram- lilboð til nýrra áskrifenda i tilefni þess að nú kemur út 90. árgangur tímaritsins ÆGIS er nýjum áskrifendum að tímaritinu gert sérstakt afmælistilboð sem felur í sér áskrift að blaðinu og fylgiriti þess, Útvegstöl- um, sem og að fá Kvótabókina sem kemur út í október næst- komandi. Bókin inniheldur ítarlegar upplýsingar um kvótaút- hlutun fiskveiðiársins. Allt þetta fæst fyrir aðeins 466 kr. á mánuði og þeir sem gerast áskrifendur fyrir 1. júní fá að auki Sjómannaalmanak 1997, geymslubox með gyllingu á kili fyrir þennan afmælisárgang ÆGIS og Útvegstalna á 1000 kr. og 15% aflsátt af Útvegi 1996. Þá fá allir skuldlausir félagsmenn í deildum Fiskifélagsins 10% afslátt af öllum viðskiptum við félagið og útgáfufélag þess. Ráóningarþjónusta Sjávarútvegsins Erum með á skrá hjá okkur: F iskiðnaðarmenn F ramkvæmdastj óra Handflakara Háseta Matsveina Matvælafræðinga Skipstjóra Stýrimenn Vélaverði Vélfræðinga Vélstjóra Sjómenn - vinsamlegast hafið samband og látið skrá ykkur Ráðningarþj ónustan Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvík. Sími: 588 3309 Fax: 588 3659 Netfang: radning@skima.is ÆGIR 5

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.