Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1997, Side 24

Ægir - 01.04.1997, Side 24
mann á Þingeyri, sem árið 1815 festi kaup á 14 lesta skonnortuskipi, sem Charlotta nefndist, og hóf útgerð þess frá Önundarfirði. Árið eftir bættist ann- að skip við og gerði Henckel það einnig út frá Önundarfirði. Árið 1819 fluttist til Flateyrar í Ön- undarfirði Friðrik Svendsen og tók brátt við rekstri verslunar þar. Árið 1821 keypti hann þilskip sem hann nefndi Patrioten og hóf útgerð þess. Sex árum síðar, 1827, lét Svendsen smíða 9 lesta slúpskip, sem hlaut nafnið Föðurland- ið, og árið eftir annað sem hann nefndi Eirík rauða. Bæði voru þessi skip smíð- uð af rekaviði sem sóttur var norður á Strandir, og fór vel á því að þau voru fyrstu þilskipin, sem báru íslensk nöfn Þilskipaútgerð hófst á ísafirði árið 1831 er Jens Jacob Benedictsen hóf þar útgerð jaktar sem nefndist Jens Peter den Gamle. Ári síðar hóf Sars kaupmað- ur í Neðstakaupstað einnig þilskipaút- gerð og á næstu árum fjölgaði þilskip- um á ísafirði nokkuð. Þau munu hafa orðið flest á þessu tímabili árið 1842, sjö, en fækkaði síðan nokkuð um hríð. Um 1850 efldist þilskipaútgerð ísfirð- inga á ný og verður nánar sagt frá því í síðari grein. Þilskipaútgerð Vestlendinga á fyrra helmingi 19. aldar var merk nýjung í íslenskum sjávarútvegi. Eins og sjá má af frásögninni hér að framan, fjölgaði skipunum næsta ört eftir að kom fram um og yfir 1820. Meginástæða þess var vafalítið sú, að hagur kaupmannanna, sem áttu skipin og gerbu þau út, fór batnandi. Þeir gátu bætt við sig skipum og nýir menn bættust í hópinn. Batn- andi hagur kaupmanna stafaði ekki síst af því ab eftir 1820 fór árferbi batnandi frá því, sem verið hafði á fyrstu áratug- um aldarinnar. Þá bötnuðu gæftir og afli jókst, sem varð til þess að hagur þjóðarinnar vænkabist. Markaðir fyrir saltfisk og hákarlalýsi voru og góðir á þessum árum og því kom aflaaukning- in útvegsmönnum til góba. Þilskipin voru gerð út fjóra til fimm mánuði á ári, frá því í apríl og fram í ágúst. Þau leystu ekki áraskipin af hólmi, þvert á móti efldist árabátaút- vegurinn á 19. öld og því veröur að líta á þilskipaútgerðina sem vibbót, nýjan vaxtarbrodd í sjávarútveginum. Áhrif þilskipaútgerðarinnar á þróun byggðar í landinu er athyglisverður þáttur í sögu tímabilsins. Á Vesturlandi og Vestfjörðum voru skipin í eigu kaup- manna og ólíkt áraskipunum þurftu þau hafnir. Þau voru flest gerð út frá verslunarstöðum og leið ekki á löngu uns fólki tók að fjölga og vísar að þétt- býli mynduðust þar sem útgerðin var mest. Þeir sem einkum settust að í verslunarstööunum voru þó ekki skútu- sjómennirnir, heldur verkafólk sem vann að fiskverkun og svo ýmiss konar iðnaðarmenn. Fiskverkafólk í verslun- arstöbunum var að vísu fátt á meðan hákarlaveibar voru helsta viðfangsefni þilskipanna, en eftir að saltfiskverkun tók að færast í aukana, jókst eftirspurn eftir vinnuafli og þá fjölgaði fólki á út- gerðarstöðunum ört. Skýrasta dæmið um þess konar þróun á fyrri hluta 19. aldar er Flatey á Breiðafirði. TJÓRNARMENN Sparið tímarm og siglið ekki hjá Vélsmiðjan Bolungavík Hafnargötu 53 Sími: 456 7370 og 456 7380 m FYRIR SKIP OG BÁTA 24 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.