Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1997, Side 25

Ægir - 01.04.1997, Side 25
Nýjar og sjaldséðar fisktegundir árið 1996 Árið 1996 barst fjöldi sjaldséðra fiska til Hafrannsóknastofnunar. Flestir þeirra voru veiddir innan 200 sjómílna markanna við ísland en nokkrir voru veiddir djúpt suður af Reykjanesi, við og rétt utan 200 sjómílna línunnar. Einnig fengust nokkrir fiskar af Flæm- ingjagrunni við Nýfundnaland, út- hafskarfaslóðinni suðaustur af Hvarfi við Grænland og úr Smugunni. Á með- al fiska af íslandsmiðum voru tveir beinfiskar, þ.e. deplagleypir, (Pseu- doscopelus altipinnis) og svartdjöfull, (Melanocetus johnsoni), sem ekki höfðu fundist þar áður. Einnig kemst bláháfur í fyrsta skipti á skrá sem fiskur veiddur innan íslenskrar lögsögu. Nokkrir óvenju stórir fiskar sinnar tegundar veiddust einnig og er þeirra getið ýmist í listanum eða sérstaklega eftir því sem við á. Auk allra þessara merkilegu fiska bárust allmargir hryggleysingjar, aðal- lega krabbadýr, til greiningar. Hér á eft- ir verður sagt frá þessum sjaldséðu teg- undum. Slímáll (Myxine ios) Tveir slímálar veiddust í maí 1996 í botnvörpu á grálúöuslóð, vestan Víkur- áls. Þeir mældust 40 og 49 cm. í júní veiddist svo einn slímáll í botnvörpu á grálúðuslóðinni vestan Víkuráls og mældist hann 25 cm. í nóvember veiddist einnig slímáll djúpt vestur af Öndverðarnesi og mældist hann 48 cm langur. Dýpið á veiðislóðinni var 641- 732 metrar. Árlega veiðist einn eða fleiri slímálar á íslandsmiðum, einkum á grálúðuslóð- inni vestan Víkuráls. Brandháfur, (Hexanchus griseus) Brandháfur kom í net í september, út af Sandgerði, og var hann uml80 cm. Þetta er sennilega áttundi brandháfur- inn sem finnst við ísland. Sá fyrsti fékkst árið 1920. Kambháfur (Pseudotriakis microdon) Kambháfur veiddist í október suður af Surti og var dýpið 604 metrar. Þetta var 207 cm. langur hængur og veiddist hann í botnvörpu. Þetta mun vera 13. kambháfurinn sem veiðist á íslandsmiðum síðan árið 1900 en þá fannst sá fyrsti. Rauðháfur (Centrophoms squamosus) í nóvembermánuði veiddist rauðháfs- hrygna, 129 cm. löng, djúpt vestur af landinu. Hún reyndist 14,5 kg. að þyngd og þar af var lifur 3 kg. í hrygnu þessari voru 8 stór egg 178-195 g á þyngd og í maga var sundurbitinn karfi. Maríuskata (Bathyraja spinicauda) Maríuskata veiddist í október á 1.464 metra dýpi á Reykjaneshrygg. Þetta var hængur, 144 cm., og vó hann 15 kg. Fiskurinn veiddist á línu. Náskata (Raja (Leucoraja) fullonica) Náskata fékkst í október á 1.464 metra dýpi á Reykjaneshrygg. Þetta var 83 cm hrygna og reyndist 3.122 gr. aö þyngd. Náskatan veiddist á línu. Hvítaskata (Raja lintea) í júlí veiddist hvítaskata í rækjuvörpu í Reykjafjarðarál. Dýpið var 318-346 m en skatan mældist 98 cm. Pétursskip úr hvítaskötu í nóvember veiddust tvö pétursskip hvítaskötu á 641-915 m dýpi á grá- lúðuslóð vestan Víkuráls og 10 veiddust á sama tíma á 641-732 m dýpi djúpt vestur af Öndverðarnesi. Hitastig við botn var 5-7 C. Höfundar eru starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar, þau Gunn- ar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. Mjúkhaus (Rouleina attrita) í maí veiddist mjúkhaus í botnvörpu á grálúðuslóö vestan Víkuráls. Hann mældist 30 cm að lengd. Þessi tegund fannst fyrst hér vib Iand árið 1993 og mun þetta vera fimmti fiskur tegundarinnar sem hér veiðist. Allir hafa þeir veiðst á svipuðum slób- um. Marangi (Holtbymia macrops) í janúar 1996 veiddust þrír marangar á 439 metra dýpi, djúpt suðvestur af Reykjanesi. Þeir komu í botnvörpu og voru allir svipaðir ab lengd, 8,8 ogll cm. Njarðarangi (Maulisia mauli) í maí kom njarðarangi í botnvörpu á grálúöuslóðinni vestan Víkuráls. Hann mældist 15 cm að sporð. í desember veiddist annar á sömu slób og mældist 13 cm. Ránarangi (Sagamichthys schnakenbecki) Ránarangi veiddist í flotvörpu á 650 metra dýpi á Reykjaneshrygg í október. Hann mældist 9 cm langur. Ægisangi (Searsia koefoedi) Ægisangi veiddist á Reykjaneshrygg í október. Dýpi á veiðislóðinni var 650 metrar og mældist fiskurinn 14 cm. Hann kom í flotvörpu. ÆGIR 25

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.