Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI
Beitir NK er sannarlega glœsilegt skip. Þannig lítur Beitir út í dag en myndin var tekin í
ágúst árið 1995 pegar hann kom úr breytingum í Póllandi. Þá voru settir sjókceHtankar í
skipið, smíðuð ný bni og nýr bakki, endurbœtur gerðar á vindubúnaði, fiskmóttöku og
fiskvinnslubúnaði.
tonn. Hann viðurkennir að það sé
áhyggjuefni hversu lítið hafi verið um
nýsmíði í nótaskipaflotann.
„Jú, það er slæmt hversu endurnýj-
unin hefur verið lítil en skýringin er
sú að verðið á hráefninu hefur verið
lágt og því hafa útgerðirnar lítið getað
gert. Og síðan koma úreldingarregl-
urnar til viðbótar. En samt sem áður
eru þetta góð skip, þó gömul séu, eins
og t.d. Beitir."
Skilyrðin í sjónum skýra
minni síldveiði í haust
Ekki segist Sigurjón sjá annað en upp-
sveiflan í uppsjávarfiskinum haldi
áfram. „Útlitið er gott fyrir næstu 2-3
árin en lengra er varla hægt að sjá í
þessari grein," segir hann.
Nokkur umræða hefur verið í haust
um síldveiðarnar fyrir austan land og
margir reynt að finna skýringu á því
að veiði var mun tregari en við hafði
verið búist. Sigurjón og skipverjar
hans á Beiti hafa náð hvað bestum ár-
angri með flottroll en hann segir troll-
veiðarnar koma til af því að ekkert
fékkst í nótina.
„Það er ekkert nýmæli að veiða síld
í flottroll. Þetta hafa menn verið að
gera í Norðursjó í mörg ár. Reynsla
okkar með flottrollið í haust var ágæt
en við reyndum ekkert með troilinu
fyrr en útséð var um að ekkert kæmi í
nót."
-Er eitthvað til í þeirri gagnrýni sem
heyrst hefur að flottrollsveiðarnar geti
spilit fyrir nótaveiðunum?
„Raunin er nú sú að síldartorfurnar
splundrast hvort sem kastað er á þær
með nót eða flottrolli. Það vita allir.
Síldin er mjög stygg og þolir varla að
skip komi nálægt henni þannig að ég
get ekki séð að flottrollið spilli frekar
en annað. Ég tel að skýringuna sé
miklu frekar að leita í skilyrðunum í
sjónum. Sjórinn er mun heitari en ver-
ið hefur og hitinn sem síldin hefur
verið í á undanförnum árum er niður
á dýpinu þar sem við náum ekki til
hennar. Venjulega hafa hitaskilin verið
mjög skörp þegar kemur fram á vetur
en í haust voru þau ekki fyrir hendi og
litlar breytingar fram að áramótum.
Þess vegna tel ég að þarna sé skýring-
una að finna á því að erfiðar hefur
gengið við síldveiðarnar," segir Sigur-
jón Valdimarsson.
REVTINGUR
Jón Garðar stýrir
dótturfyrirtæki
SH í Noregi
Jón Garðar Helgason hefur ráð-
ist.sem framkvæmdastjóri að nýju
dótturfyrirtæki Sölunriðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Noregi, IFP
Norway A.S. Þetta nýstofnaða fyrir-
tæki hefur sem aðal starfssvið að
afla afurða frá Noregi inn í sölu- og
framleiðslukerfi SH. Kaup á afurð-
um frá Noregi hefur verið hjá dótt-
urfyrirtæki SH í Bretlandi fram til
þessa en fyrst um sinn verður IFP
Norway A.S. fyrst og fremst í öflun
laxa- og silungsafurða en væntan-
lega munu í framtíðinni verða gerð-
ir samingar um fleiri tegundir við
norska framleiðendur.
Jón Gunnar er Eskfirðingur að
uppruna og menntaður sjávarút-
vegsfræðingur frá Háskólanum í
Tromsö.
Minnkandi
útflutningur Breta á
sjávarafurðum
Sé rniðað við tölur á fyrri hluta
síðasta árs drógst útflutningur Breta
á fiskafurðum nokkuð saman. Þetta
gildir bæði um útflutning á ferskum
afurðum og frystum en frystar
afurðir voru stærri hluti, þrátt fyrir
að hlutfallslegur samdráttur í
útflutningi hafi orðið meiri en á
ferskum afurðum.
fflR 11