Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 24
Ægir spyr stjórnendur nokkurra sjávarútvegsfyrirtœkja: Hver verða mikilvægustu verkefnin á nýju ári? s /upphafi hvers árs strengja menngjaman heit, setja sér markmið oggera áœtlanir um verk sín á nýju ári. Jafnt er þessu farið hvort sem er í fyrirtœkjarekstri eða einkalífinu en þótt sett séu markmið þá geta oft komið upp ófyrirséðir hlutir sem fljótir eru að kollvarpa öllum áœtlunum á örskotsstundu. Sjávarútvegurinn er sú atvinnugrein sem þetta á ekki hvað síst við, aflinn getur brostið af óútskýranlegum ástœðum, skip bilað, markaðir brugðist og svo framvegis. En setti betur fer virðist sú almenna staða uppi í sjávarútveginum hér á landi í dag að bjartsýni rýkir og í flestum greinum gengur reksturinn vel. Ægir leitaði til jtriggja forvígismanna sjávarútvegsfyrirtœkja ogbaðjtá að lýsa mikilvœgustu verkefnum fyrirtœkja sinna á þessu nýbyrjaða ári. „Stærsta verkefnið að leysa deiluna við sjómenn“ „Stærsta verkefnið i sjávarútveginum, ef ég horfi til skamms tíma, er að leysa þessa deilu sem núna er uppi við sjómenn. Ef það verkefni geng- ur illa þá verða af- leiðingarnar misjafn- ar milli fyrirtækja en mest áhrif hefur þetta á þau fyrirtæki sem byggja á veiðum og vinnslu uppsjávarfisks. Stöðvun í febrúarmánuði verður mjög áhrifarík fyrir þau en síður fyrir þá sem eru í bolfiskinum," segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirninum hf. „Horft til lengri tíma þá hlýtur að vera verkefni númer eitt að halda vel á spöðum í rekstrinum og ná að skila hagnaði. Við sameinuðum Þorbjörn hf. og Bakka hf. í Bolungarvík í fyrra og erum núna að byrja okkar fyrsta heila rekstrarár eftir þær breytingar. Við erum því enn í endurskipulagn- ingu eftir þá sameiningu enda ef sam- eining af þessu tagi meira mál en svo að því ljúki á örfáum mánuðum. Við erum búnir að skipuleggja vel útgerð- arþátt fyrirtækisins en erum að vinna í endurskipulagningu á landvinnslunni. Við höfum rækjuvinnslu í Hnífsdal og Bolungarvík og bolfiskfrystihús í Bol- ungarvík. Við gerum út skip frá Bol- ungarvík til hráefnisöflunar fyrir þess- ar vinnslur en hér í Grindavík höfum við útgerð frystiskipa, saltfiskvinnslu og héðan er fyrirtækinu stjórnað. Ég tel að á þessu ári sjáum við reynsluna af sameiningunni í hnotskurn en í heild er ég bjartsýnn á árið enda hefur afurðaverð verið hækkandi bæði á rækju og bolfiski. Haustmánuðirnir voru mjög góðir og ef við horfum til birgða í rækju og sjófrystum afurðum þá höfum við ekki séð birgðastöðuna betri. Eftirspurnin á mörkðum er greinilega mikil og miðað við útlitið núna þá getur jafnvel orðið enn meiri hækkun á rækjumörkuðum. Þessu til viðbótar hefur hækkun á ECU haft áhrif til góðs á salfiskafurðir þannig að útlitið er gott," segir Eiríkur. „Munum einbeita okkur að því að fínslípa fyrirtækið eftir sameininguna“ segir Olafur Marteinsson hjá Þormóði ramma - Sœbergi hf. „Þórmóður rammi - Sæberg hf. gekk í gegnum miklar breytingar í fyrra en þá var í upphafi árs sameinaður rekstur Þormóðs ramma hf. á Siglufirði og Sæbergs hf. í Ólafsfirði og síðar á árinu sameinaðist Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafsfirði okkur. Fyrirtækið stækkaði þannig um meira en helming með sameiningunum og ég tel að helsta verkefni okkar á árinu 1998 verði að ljúka því verki sem við hófum í fyrra, slípa fyrirtækið þannig að reksturinn skili sem allra bestum árangri," segir Ólafur Marteinsson hjá Þormóði ramma - Sæbergi hf. Ólafur segir sameininguna hafa gengið mjög vel og grunnurinn að því hafi kannski ekki hvað síst verið sá að saman voru að renna þrjú sterk fyrir- tæki. „Allt voru þetta sterk og vel sett fyrirtæki og ekkert í umhverfinu sem neyddi menn til sameiningarinnar. í hana var ráðist til að ná enn betri árangri en áður og okkur sýnist það ganga eftir. Við horfum ekki fram á neinar stórar breytingar á þessu ári og ekki fyrirsjáanlegar sérstakar fjár- festingar heldur munum við einbeita okkur að því að reka smiðshöggið á mótun fyrirtækisins," segir Ólafur. Eiríkur Tótnas- 24 M3m

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.