Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 32
„Mikil ónýtt orka
í kælivatni
skipavélanna66
- segir Eiríkur Stefánsson hjá Rafhitun sf í Hafnarfirði
Hjá fyrirtœkinu Rafiiitun sf. í
Hafnarfirði eru framleiddir raf-
hitarar fyrir hús og skip og segir Ei-
ríkur Stefánsson, rafvirkjameistari og
annar aðaleigandi fyrirtœkisins, að
full ástœða sé fyrir marga útgerðar-
aðila að velta fyrir sér hvort ekki sé
hasgt að ná hagstœðari orkunýtingu
fyrir kyndingu og neysluvatn um borð
t skipunum. Flest skip í flotanum
brenni enti olíu til að liita upp
tieyslu- og kyndingarvatn en með
kœlivatni afljósa- og aðalvélum megi
ná fram miklutn orkusparnaði og
heilsusamlegri kyndingu í íbúðum
skipverja.
Eigendur Rafhitunar sf. eru raf-
virkjameistararnir Eiríkur Stefánsson
og Randver Ármannsson. Báðir eru
þeir fyrrverandi starfsmenn Raftækja-
verksmiðjunnar sem starfaði í eina tíð
í Hafnarfirði en Rafhitun varð til í
kjölfar þess að það fyrirtæki lagði upp
laupana. Eiríkur segir meginviðfangs-
efni Rafhitunar að framleiða rafhitara
fyrir hús og skip og einnig að fram-
leiða allar gerðir rafhitalda (elementa).
Auk þess er Rafhitun sf. með fram-
ieiðslu og sölu á ýmis konar fylgibún-
aði sem tilheyrir rafhitun og til að
mynda framleiðir Rafhitun sf. olíu-
hitara fyrir skip en þeir eru notaðir til
að hita svartolíu upp áður en hún fer
inn á vélarnar. Meðal stærri viðskipta-
vina fyrirtækisins á sviði rafhitunar
má nefna Álverið í Straumsvík.
Á tímum þegar mikil umræða er um
olíunotkun skipa vaknar sú spurning
hvort hægt sé að hagræða í orkunotk-
uninni um borð. Eiríkur telur svo vera
og bendir á að í rafhiturum á borð við
þá sem Rafhitun sf. framleiðir megi
Eiríkur Stefánson vinnur við samsetningu á rafhitara.
32 AGiIR
Randver Ármannsson við beygjuvélina þar
sem beygt er efrti í rafhitöid, sem margir
þekkja betur undir nafninu „element".
auðveldlega tengja hringrás við kæli-
vatnskerfi ljósa- og aðalvélanna
þannig að orkan í kælivatninu sé not-
uð til að hita upp neyslu- og ofnavatn.
Einnig eru rafhitararnir búnir
hitöldum (elementum) til upphitunar
á íbúðum og vélum við landtengingu.
„Rafhitararnir eru fáanlegir í mörg-
um stærðum og þeir stærstu með bæði
hitaspírala fyrir neysluvatn og ofna-
vatn. Við höfum samvinnu við fyrir-
tækið Hagstál ehf. hér í Hafnarfirði
um rafhitarasmíðina, þeir sjá um stál-
smíðina en við um alla rafmagns-
vinnu og samsetningu þannig að þetta
er atvinnuskapandi framleiðsla. Það
eykst jöfnum höndum að við seljum
þennan búnað í skip en okkur þykir
skrýtið hversu lítið menn eru ennþá
farnir að huga að sparnaði í kynding-
unni um borð en það er ljóst að menn
hafa þegar mikla ónýtta orku í kæli-
vatni vélanna sem hægt er að nýta
mun betur. Þeir sem hafa keypt raf-
hitara hjá okkur og tengt á þennan
hátt hringrás fyrir kælivatnið eru mjög
ánægðir með árangurinn og ég sé ekki
annað en þarna geti verið töluverður
peningalegur sparnaður. í þessum
þætti teljum við að sé mikið verk að
vinna því flest skipin í flotanum eru
enn að nota olíu í sína kyndingu,"
segir Eiríkur.