Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Heildaraukning í afla uppsjávarfiska varö um 12%, borið saman við árið 1996. í tonnum talið var aukningin 167 þúsund tonn. Loðn-
an var sem fyrr aðaluppistaðan í heildarafla landsmanna árið 1997. Saman fara tvœr góðar vertíðir þannig að á almanaksárinu 1997
fer saman góð vetran’ertíð og síðan sumar- og haustvertíð sem var mjög góð, þó ekki eins og árið 1996. Mynd: Þorgeir Baldursson
inn á síld. En veiðin í haust hefur ver-
ið mjög lítil og var aflinn um áramót
ekki orðin í ár nema um 72 þúsund
tonn á móti um 100 þúsund tonnum
árið 1996. Það er samdráttur um 30%.
Óvíst er hvað veldur en síldin einfald-
lega finnst ekki. Þó hefur einn staður
skorið sig úr, en það er Neskaupstaður
og má segja að þar hafi verið landað
nánast sama magni og í fyrra. Þakka
menn það veiðum í flotvörpu, en síld-
in virðist veiðast frekar í slíkt veiðar-
færi, en ekki þétta sig í torfur sem
veiðanlegar eru í nót. Hins vegar jókst
afli úr norsk-íslenska síldarstofninum
en þar var kvótinn meiri en áður og
náðist nánast allur. Varð veiðin um
219 þúsund tonn á móti um 165 þús-
und tonnum árið 1996. Síldaraflinn úr
norsk-íslenska stofninum fór allur til
bræðslu og verður að finna einhverjar
leiðir til að breyta því þannig að þessi
afli komi að mestum hluta til vinnslu
til manneldis.
í heild var afli uppsjávarfiska 1,612
þúsund tonn og jókst um 167 þúsund
tonn frá árinu á undan, eða um 12%.
Skel- og krabbadýr
yfir 100 þúsund tonn
Afli skel og krabbadýra hefur aukist
verulega á undanförnum árum og hef-
ur aflinn á íslandsmiðum aukist úr 42
þúsund tonnum 1988 í um 90 þús
tonn í fyrra í reynd varð aflinn yfir
100 þúsund tonn á síðasta ári með afla
á Flæmingjagrunni og má ekki reikna
með að við fslendingar náum nokkurn
tíma svo miklum afla aftur. Aflinn í
skel og krabbadýrum í fyrra varð um
90 þúsund tonn á íslandsmiðum og
með afla á Flæmingjagrunni og á
Dohrnbanka varð aflinn um 100 þús-
und tonn. Uppistaða þessa afla er
rækja og veiddust af henni um 72 þús-
und tonn á íslandsmiðum. Að við-
bættum afla á fjarlægum miðum varð
rækjuaflinn um 81,300 tonn. Þetta er
minnkun frá fyrra ári í heild en aukn-
ing á heimamiðum um 3,500 tonn.
Humaraflinn dróst saman um 400
tonn og varð um 1,200 tonn á móti
um 1,600 tonnum árið áður. Er það
um fjórðungs samdráttur.
Verðmætin áþekk milli ára
Verðmæti aflans á árinu 1997 er
áætlað um 55 milljarðar króna. Þar af
er aflinn á íslandsmiðum urn 52,6
milljarðar króna miðað við óslægðan
fisk upp úr sjó. Á árinu 1996 varð
heildarverðmætið um 57,4 milljarðar
kr. eða um 2,4 milljörðum hærra. Er
þetta samdráttur um 4%, en á íslands-
miðum var verðmætið 51,8 milljarðar
árið 1996 og er því aukning um 800
ÆGIR 19