Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 16
Bjarni Grímsson, fisldmálastjóri:
Mesti íiskafli
r
Islandssögunnar
Aárinu 1997 kom að landi mesti
fiskafli sem sögur fara afhér á
landi til þessa. Aflanum má skipta
upp í afla af íslandsmiðum, þ.e. þeim
miðum sem eru hér við land og sem
nœst okkar lögsögu og síðan fjarlœg
mið, þ.e. mið sem eru á öðrum haf-
svœðum eða eru í lögsögu annarra
landa og hafa ekki sameiginlega
fiskistofna eins og t.d. loðnuna.
A Islandsmiðum veiddum við rúm-
ar tvær miljónir tonna (2,171 þúsund
tonn) og hefur sjávarafli aldrei orðið
þetta mikill hér við land áður. Eins og
margoft hefur komið fram er hér aðal-
lega um loðnu að ræða og eru loðna
og síld um 75% af öllum afla. Botn-
fiskaflinn á íslandsmiðum hef-
ur ekki verið jafn lítill í um
hálfa öld og nær ekki þeim afla
sem var í fyrra. Þó má segja að
þetta sé nánast sami afii í tonn-
um talið. Afli skel- og krabba-
dýra hefur hins vegar aldrei ver-
ið eins mikill á íslandsmiðum,
þó að í heild sé hann minni en
á árinu 1996. Afli á fjarlægum
miðum minnkar mikið milli ára og var
ekki nema um 15.200 tonn á móti um
50 þús. tonnum árið 1996. Auk þessa
afla veiddu íslensk skip um 6.000 tonn
af fiski í Barentshafi (Smugunni) og
var mest af þeim afla þorskur. Á Flæm-
ingjagrunni voru veidd um 6.500
tonn af rækju af íslenskum skipum og
á Dohrnbanka veiddust um 2.700
tonn af rækju.
í heild var afli íslenska fiskiskipa-
flotans 2,186 þúsund tonn á árinu
1997 og hefur aldrei verið meiri í ís-
landssögunni.
í meðfylgjandi töflu frá Fiskifélagi
íslands, sem sýnir afla okkar íslend-
inga í tíu ár þ.e. afla s.l. níu ára og
áætlun fyrir árið 1997, kemur fram að
áætlaður heildarafli íslendinga árið
1997 verði um 2,186 þús. tonn. Á
heimamiðum var aflinn 2,171 þús.
tonn, fór í annað sinn yfir tvær millj-
ónir tonna. Þessi afli er sá mesti sem
íslendingar hafa nokkru sinni veitt og
er um 6% meiri heldur en árið 1996,
en þá hafði aflinn aldrei orðið meiri.
Samsetning heiidaraflans var eftirfar-
andi: botnfiskur 21%, uppsjávarfiskar
Botnfiskafli minni en verið
hefur um hálfrar aldrar skeið
74% og skei og krabbadýr 5%. Af
heildaraflanum veiddust um 99% á ís-
landsmiðum og er það aukning frá ár-
inu 1996 þegar veiðar á fjarlægum
miðum voru um 2,5%.
Samsetning afla
á íslandsmiðum
Botnfiskaflinn er áætlaður aðeins 469
þúsund tonn árið 1997 á móti 472 þús
und tonnum árið áður. Botnfiskaflinn
dróst verulega saman á síðasta áratug.
Árið 1992 var hann 585 þúsund tonn
og fór þá í fyrsta skipti í langan tíma
niður fyrir 600 þúsund tonn og eins
og sést í töflunni var hann 698 þús-
und tonn árið 1988.
Minnkun botnfiskafla
Botnfiskaflinn hefur því minnkað um
230 þúsund tonn á síðasta áratug, eða
um þriðjung. Samdrátturinn er mestur
að magni til í þorskinum. Hefur
þorskaflinn dregist saman um tæpan
helming eða um 176 þúsund tonn á
þessum tíma. Þau gleðitíðindi eru nú
að þorskaflinn heldur áfram að aukast
á heimamiðum og var í fyrra meiri en
síðustu þrjú árin á undan. Hins
vegar varð aflinn í Barentshaf-
inu til muna minni en árið
1996, sem þá var einnig með
minni veiði en árið þar á undan
og má segja að þorskaflinn í
fyrra hafi verið mjög svipaður
og árið 1996 í heildarveiðinni.
Þá veiddust í heild um 204 þús-
und tonn en 206 þúsund tonn
árið 1997. Þetta er sjötta árið í röð sem
þorskafli fer undir 300 þúsund tonn
en þó urðu þau umskipti í þorskveiði á
íslandsmiðum að eftir þrjú ár með
þorskafla undir 200 þúsund tonnum
varð aflinn yfir 200 þúsund tonn árið
1997.
Þorskaflinn að meðaltali
280 þúsund tonn
Þess má geta að á síðustu fimmtíu
16 ÆGIR