Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Forstjóri Þjóðhagsstofnunar telur horfurfyrir árið 1998 góðar: Þurfum að vera á varðbergi gagnvart áhrifum af Asíukreppunni rátt fyrir metaflaár í íslandssög- unni verður ekki hið sama sagt unt verðmœti sjávarafurða á árinu 1997. Svo virðist, samkvœmt fyrirliggjani tölum Þjóðhagsstofnun- ar, að verðmœti sjávarafurða liafi dregist lítið eitt satnan miðað við árið 1996 og má fiillyrði að þar spili livað stœrst hlutverk að minna fékkst fyrir frysta loðnu fapansniarkað en á árinti 1996. Þetta sýnirglöggt hversu fapansfrystingin á loðnu getur sveifl- að til verðmœti sjávarafurða tnilli ára. Þórðtir Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir t samtali við Ægi, að almenntséð hafi árið 1997 verið gott í íslenskutn sjávaríítvegi og horfumar fyrir nýhafið ár telur hantt góðar en vert sé að ltorfa sérstaklega til tveggja atriða íþví sambandi, attnars vegar kjaradeilna sjómanna og útvegsmanna og hins vegar áhrif- anna af efnahagskreppunni íAsíu. „Þessi tvö atriði valda því að erfitt er að spá fyrir um árið 1998. Kjaradeil- urnar eru óvenju erfiðar og síðan eru spurningamerki sem erfitt er að ráða í varðandi fjármála- og efnahagskrepp- una í Asíu. Við flytjum vörur fyrir 14- 16 milljarða til þessa svæðis og yfir 90% af þessum útflutningi eru sjávar- afurðir og vel getur orðið erfiðara um vik á þessum mörkuðum á árinu en verið hefði ef allt hefði staðið í blóma, eins og undanfarin ár. -Telurðu áhrif af kreppunni í Asíu Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir eitt stœrsta málið í sjávarútveginum á árinu verða hvemig til takist við lausn á kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Mytid: Þorgeir Baldursson eiga eftir að koma fram um langan tíma? „Að mínu mati er þetta stærra mál en svo að hægt sé að afskrifa það. í sjálfu sér er kannski heldur ekki ástæða til að gera mikið úr því en hagsmunir okkar eru miklir. Að tvennu leyti erum við þó betur staddir en margir aðrir. í fyrsta lagi eru við- skipti okkar og sala mjög ráðandi til tveggja landa, þ.e. Japan og Taívan. Þessi lönd hafa orðið fyrir minna hnjaski en mörg önnur lönd á svæð- inu og það er hagstætt fyrir okkur. í öðru lagi er útflutningur okkar á svæð- ið fyrst og fremst matvara og að jafn- aði verða slíkar vörur fyrir minni sveiflum en varanlegar vörur, eins og t.d. bílar, heimilistæki og ýmis konar fjárfestingarvörur. Við kunnum því að vera af þessum ástæðum í meira skjóli fyrir áhrifum efnahagslægðarinnar en margar aðrar Evrópuþjóðir. En engu að síður tel ég að við verðum að vera á varðbergi gagnvart þróuninni þarna og hvaða áhrif hún hefur á okkar við- skipti og efnahag," segir Þórður. Ekki segist Þórður sjá í hendi sér neinar sérstakar aðgerðir af hálfu stjórnvalda sem hægt sé að beita til að deyfa áhrif Asíulægðarinnar en hann gerir hins vegar ráð fyrir að þau fyrir- tæki sem flytja út á þessa markáði muni vafalítið skoða vandlega hvort betra sé að leita á aðra markaði í einhverjum mæli á meðan áhrif efna- hagslægðarinnar ganga yfir. „Greiðslustaða kaupenda í Asíu get- ur breyst vegna þessa máls því allt í einu verða gjaldþrot tíð í þessum löndum og greiðslustaða erfiðari. Raunar á þetta þó fyrst og fremst við um Malasíu, Tailand, Indónesíu og Suður-Kóreu frekar en Japan en þetta er samt mjög ólíkt því sem uppi hefur verið á þessum mörkuðum á undan- förnum árum. Þarna hefur verið gífur- legur uppgangur og flest ríkjanna búið við 5-8% hagvöxt á ári og við höfum einmitt á síðustu árum verið að sækja mjög í okkur veðrið á þessum mörkuð- um. Fyrir 20 árum skilaði Asíumarkað- ur ekki nema um 2% af útflutnings- tekjum sjávarútvegs en í dag er talan á ---------------------ÆG,IK 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.