Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 15
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI ■Myndir -Stærðir -Útgerð -Ferill -Vélar -Kvóti Fiskifélag íslands: Gefur út skipaskrá með myndum á geisladiski TJiskifélag íslands gafnú í desent- Jg ber út geisladisk með öflngri skipaskrá þar sem er að finna upplýs- ingar um öll skip í íslenska skipa- stólnum og eru yfir 500 litmyndir af skiputn og bátuin á diskinum. Skipa- skrá hefur aldrei verið aðgengileg með þessum hcetti hér á landi. Júlíus Einarsson, starfsmaður tölvu- deildar Fiskifélags íslands, bar hitann og þungann af vinnslu disksins og seg- ir hann skrána mjög aðgengilega og skemmtilega í notkun fyrir þá sem eiga eða hafa aðgang að PC-tölvu með geisladrifi. „Leit í skránni og uppfletting er af- skaplega þægileg og í raun er á diskin- um að finna mun fyllri upplýsingar en i Sjómannaalmanakinu. Þarna er t.d. að finna afskráð skip, upplýsingar eru líka um alla smábáta og kvótastöðu þeirra. í heildina eru á diskinum upp- lýsingar um 1680 skip þannig að þetta er mikið efni," segir Júlíus. Geisladiskinn er hægt að panta hjá Fiskifélagi íslands og kostar hann 20.000 krónur. „Diskurinn hefur það umfram skrá inni á Internetinu að úti á sjó komast menn ekki nema sjaldan í nettengingu en með diskinum geta þeir flett upp í skránni þegar þeir vilja. Diskurinn er á þann hátt mjög kær- kominn fyrir skipaflotann," segir Júlí- us. REVTINGUR Gjörbreyttur Börkur NK kominn heim Á dögunum kom nótaskipið Börkur NK til heimahafnar á Nes- kaupstað eftir hálfs árs dvöl í Pól- landi þar sem skipinu var gjör- breytt. Það var lengt um 14 metra, lestum breytt, ný brú sett og margt fleira. Ibúum á Neskaupstað og öðrum sem voru vanir gamla góða Berki þóttu skipið eiginlega óþekkjanlegt eftir breytingarnar en jafnframt stórglæsilegt. Burðargeta er nú yfir 1700 lestir og með þeim búnaði sem er í skipinu má fullyrða að Börkur sé orðið eitt af öflugustu nótaskipum flotans. Fjallað verður ítarlega um Börk NK í febrúarblaði Ægis. Ný vinnslulína í Sléttbak Hjá Slippstöðinni á Akureyri er nú unnið að breytingum á vinnslu- dekki frystitogarans Sléttbaks EA. Öll tæki voru tekin af vinnsludekki og ný vinnslína sett um borð. Baldvin hæstur hjá Samherja Baldvin Þorsteinsson EA varð aflahæsta skip Samherja í fyrra. Aflinn varð 7700 tonn af bolfiski og aflaverðmæti nam 680 milljónum króna. Þrátt fyrir minni afla en á fyrra ári jókst verðmæti afla togarans. mm i5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.