Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 41

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI íbúðir Undir hvalbak á þilfari er lúkar með kojum fyrir sex manns. Bakborðsmeg- in aftan við lúkarinn er snyrting, WC og sturta. Þar fyrir aftan er stakka- geymsla með útgangi út á þilfar. Aftan við lúkar er sambyggt eldhús og borð- stofa. Innangengt er um stiga úr borð- stofu upp í stýrishús. íbúðir ásamt brú eru einangraðar með steinull og þil klædd með plasthúðuðum Fibo skipa- þiljum. Báturinn er hitaður upp með rafmagnsofnum og loftræstur með loftblásara sem er 800 m3/klst. Brúin Nýtt rúmgott stýrishús úr áli er stað- sett á hvalbak yfir borðsal. Þaðan er gott útsýni aftur á þilfar, sem og til annarra átta. í brúnni eru öll helstu siglinga- og fiskleitartæki ásamt stjórn- púlti fyrir togvindur í afturbrú. Skip- stjórastóll Ásdísar er sömu gerðar og í hinum nýja Pétri Jónssyni RE 69. Hann er frá Nor-Sap, stillanlegur á all- an hátt og í braut, þannig að hægt er að nota stólinn við stjórnun togvinda sem og við stjórntök. Úr brú er utan- gengt út á bakkaþilfar og þaðan niður á þilfar. Á brúarþaki er radar-, ljósa- og ioftskeytamastur. Lestin Lest Ásdísar er sérstaklega hönnuð fyr- ir matvæli og auðveld þrif. Óhreinind- um og hugsanlegum bakteríuflóru er haldið í skefjum með sléttum og heil- um flötum sem er auðvelt að þrífa. Lest er útbúin fyrir 70 kör, einangr- uð með polyurethan og klædd ryðfríu stáli. í lestinni er kælikerfi frá Hafliða Sævaldsyni hf. Kælileiðslunum er komið fyrir í lofti lestar. Þær eru smíð- Helstu mál og stærðir Aðalmál: •eftir breytingu: .fyrir breytingu: Mesta lengd (Loa) 23,95 m 16,53 m Lengd milli lóðlína 21,20 m 14,37 m Breidd (mótuð) 5,20 m 4,00 m Dýpt að þilfari 2,67 m 2,10 m Rými og stærðir: Eiginþyngd Særými við 2,0 m djúpristu, 115 tonn Lestarými Brennsluolíugeymar. Ferskvatnsgeymar. 120 m3/ 70 kör 9,0 m3 2 8 m3 ... Stafnhylki (sjór) 2,0 m3 Mæling: Rúmlestatala 73,01 Brl 29,99 Brl Brúttótonnatala 77,00 BT 26,00 BT Nettótonn 23,00 NT 10,00 NT Rúmtala 281,1 m3 120,7 m3 Skipaskrár númer. 1424 Aflvísir. 232 Aætluð bryggjuspyrna 3,9 tonn og áhöfn til C~hamingju Cjneðskipi Asdís ST 37 So* s^íðuðum-tyð^r-ía-kæJispíri IpjJest- HAFLIÐI SÆVALDSS SIMI:587-45-30 FAX: D KmmafcpsmL ÆGIR 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.