Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 17
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI árum hefur meðalþorskafli íslendinga verið um 280 þúsund tonn á ári. Ýsan hefur verið á góðu róli þessi ár og hef- ur aflinn sveiflast um 50 þúsund tonn- in en í fyrra varð nokkur samdráttur miðað við árin næstu á undan og drógst ýsuaflinn saman um 12 þúsund tonn eða 20% frá síðasta ári. Ufsinn hefur aftur á móti dregist veruiega saman og eru ekki nægjanlega góðar skýringar á þeim samdrætti. Hafrann- sóknastofnunin vanmat stofninn og breytti ráðgjöf sinni verulega á árinu 1996, en þrátt fyrir það hefur ekki tek- ist að ná þeim kvótum sem leyfðir hafa verið. Ufsaaflinn árið 1997 er áætlaður um 36 þúsund tonn en var sem næst 100 þúsund tonnum þegar hann var mestur á þessu tímabili. Samdrátturinn nemur um 64%. Karfa- aflinn hefur einnig dregist saman en er þó á þokkalegu róli. Erfitt hefur þó reynst að veiða karfann og má ætla að meiri sóknarþungi sé notaður til að ná þeim afla heldur en áður. Áætlaður afli fyrir árið 1997 er um 70 þúsund tonn sem er um 2 þúsund tonnum meiri afli en á árinu á undan en karfaaflinn hefur verið um 90 til 96 þúsund tonn á því tímabili sem taflan sýnir. Þannig að sé litið til þess hefur karfaaflinn dregist saman um fjórðung. Veiðar á Reykjaneshrygg hafa brugðist Þá ber að geta veiða á úthafskarfa á Reykjaneshrygg en veiðar þar hafa ver- ið mjög mismunandi milli ára. Eftir stöðuga aukningu og aukna sókn til ársins 1994 varð verulegur samdráttur á árinu 1995, en árið 1996 varð metár með afla um 47 þúsund tonn. Því urðu miklar væntingar á árinu 1997 og var reiknað með fjölda skipa á veið- um en þrátt fyrir það var aflinn ekki nema um 34 þúsund tonn. Ljóst er að veiðar á þessum miðum eru háðar mikilli óvissu og verða skip að vera mjög vel útbúin til úthafsveiða til að Aflatölur á íslandsmiðum Heiti fisktegundar 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Þorskur 376 354 334 307 267 251 178 169 181 200 Ýsa 53 62 66 54 46 47 58 60 56 44 Ufsi 74 80 95 99 78 70 63 47 39 36 Karfi 94 92 91 96 94 96 95 89 68 70 Úthafskarfi 0 1 4 8 14 20 47 29 47 34 Steinbítur 15 14 14 18 16 13 13 13 15 12 Grálúða 49 58 37 35 32 34 28 27 22 18 Skarkoli 14 1 1 1 1 1 1 10 13 12 1 1 1 1 1 1 Annar botnf. 23 20 22 27 28 30 27 34 33 44 Botnfiskur alls 698 693 674 654 585 574 521 479 472 469 Síld 93 97 90 79 123 1 17 130 1 10 100 72 Íslandssíld 0 0 0 0 0 0 21 174 165 219 Loðna 909 650 692 256 797 940 748 716 1,179 1,321 Uppsjávarfiskur alls 1,002 747 782 335 920 1,057 899 1,000 1,445 1,612 Humar 2,2 1,9 1,7 2,2 2,2 2,4 2,2 1,0 1,6 1,2 Rækja 29,7 26,8 29,8 38,0 46,9 53,0 72,8 76,0 68,5 72,1 Hörpudiskur 10,1 10,8 12,4 10,3 12,4 1 1,5 8,4 8,4 9,0 10,3 Annar skelfiskur 7,3 5,7 Skel og krabbar 42,0 39,5 43,9 50,5 61,5 66,9 83,4 85,4 86,4 89,3 Annað 10,4 9,9 2,5 4,6 2,3 0,9 7,6 0,56 0,7 0,7 Heíldaraflí 1,752 1,489 1,502 1,044 1,569 1,699 1,511 1,565 2,004 2,171 Heimild: Fiskifélag íslands. Tölurnar eru endanlegar fyrir árin 1988 til 1996 en áætlun fyrir árið 1997. Allar tölur eru í þúsundum tonna miðað við óslægðan fisk. ÆGDR 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.