Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
„Við einsettum okkur að ljúka til-
lögugerð starfshópsins um Ár hafsins
nú um mánaðamótin janúar/febrúar
en það verður að hafa í huga að margt
að því sem kann að verða gert af þessu
tilefni hér á landi á árinu verður ekki
beinlínis framkvæmt af starfshópnum
heldur komum við til með að vísa
verkefnum á aðila úti í þjóðfélaginu.
Ég tek líka eftir því að nú þegar eru að-
ilar byrjaðir að halda á lofti umræð-
unni um höfin í tilefni af Ári hafsins,
til dæmis Reykjavíkurborg, Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og fleiri. Það
er líka svo að margir hafa haft sam-
band við okkur og rætt um hugmynd-
ir sem hægt væri að hrinda í fram-
kvæmd á þessu ári og það er mjög já-
kvætt að mínu mati. Sem dæmi um
aðila eru söfn sem tengjast sjávarút-
vegi og þannig sjá menn möguleika á
að koma sér á framfæri vegna þessarar
yfirskriftar ársins," segir Kristján.
Sókn og vörn
Eins og Kristján nefndi hefur Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna nú þeg-
ar minnt á Ár hafsins í auglýs-
ingum sínum og Friðrik Páls-
son, forstjóri SH, hefur talað
um að íslendingar eigi alla
möguleika til að notfæra sér at-
hygli á höfin á jákvæðan hátt.
Kristján er þessu sammála og
segir engan vafa leika á að nú
gefist mörg tækifæri, jafnt á
umræðu hér á landi sem er-
lendis.
„Annars vegar snýr áherslan
að verkefnum hér heima og við
horfum til þess hvernig ná á til
almennings og ekki síst skólanna.
Hinn þátturinn er á erlendum vett-
vangi og þá hvernig við getum nýtt
tækifæri sem þar gefast. Þetta má gera
í tengslum við ferðir opinberra aðila,
t.d. ráðherra og síðan verður eitt verk-
efnið þátttaka okkar í heimssýning-
unni í Lissabon í Portúgal sem hefst í
maí og stendur fram í september. Sýn-
ingin verður tileinkuð Ári hafsins og
þar verða íslendingar á meðal þátttak-
enda," segir Kristján.
Öfgasamtök
notfæra sér athyglina
Strax í árbyrjun örlaði á því að alþjóð-
leg öfgasamtök sem starfa undir
merkjum náttúruverndar notuðu Ár
hafsins sér til stuðnings í áróðri gegn
t.d. hvalveiðum og raunar einnig öðr-
um fiskveiðum.
„Jú, það virðist sem ýmsir ætli sér að
nota Ár hafsins sem tækifæri til nei-
kvæðs áróðurs. Fyrirfram er ekki hægt
að segja hversu mikið verður umþetta
en vissulega þurfum við að hafa í huga
í skipulagningu okkar hvernig við
slíkri umræðu er hægt að bregðast.
Fyrst og fremst held ég að okkar
sterkasta vopn sé að nota öll tækifæri
sem gefast á erlendum vettvangi til að
koma á framfæri okkar sjónarmiðum
og upplýsa um okkar stefnu og starf í
sjávarútvegi. Fullyrðingarnar og alhæf-
ingar eru það sem er hættulegast, þessi
umræða þegar menn standa upp og
fullyrða um hlutina eins og ástandið
sé alls staðar eins. Dæmi um þetta eru
Bandaríkjamennimir sem komu fram í
upphafi ársins og töluðu um slæma
fiskveiðistjórnun, eins og hún sé alls
staðar í ólestri, þó einhver dæmi
kunni að finnast um það."
Áhersla íslendinga
á verndun hafanna
Langt er síðan íslendingar tóku frum-
kvæði í umræðunni á alþjóðavett-
vangi um mengun hafanna. Þetta starf
segir Kristján að komi íslendingum til
góða nú, þegar kastljósið beinist
einmitt að þessum þætti.
„Það eru margir sem gera sér ekki
grein fyrir að um það bil 20% af
mengun hafanna má rekja til þess sem
gerist á hafinu sjálfu en 80% mengun-
arinnar kemur frá landi. Við höfum
verið mjög framarlega í því að koma á
bindandi samningum til að minnka
losun mengandi efna í höfin og því er
orðspor okkar mjög jákvætt á alþjóða-
vettvangi hvað þetta varðar. Síðan
höfum við líka verið mjög framarlega
á sviði fiskveiðistjórnunar þannig að á
heildina litið er okkar verkefni að skil-
greina okkur frá þessum vandamálum
sem verið er að benda á annars staðar
og sýna að við hugsum af ábyrgð um
höfin í kringum okkur."
Umhverfismálin
standa upp úr
Nú á fyrstu vikum ársins er að koma í
ljós hvaða áherslu alþjóðlegar
stofnanir leggja á ári hafsins og
Kristján segist ekki sjá annað en
mikilvægi umhverfismálanna sé
þar mjög ofarlega á blaði.
„Sjávarútvegurinn er í mörgum
löndum tiltölulega lítill hluti af
atvinnulífinu og það skýrir
kannski að áherslan er meiri á
umhverfisþáttinn frekar en um-
ræðuna um fiskistofna og fisk-
veiðistjórnun. En mér sýnist
áherslan vera fyrst og fremst á
umhverfisþáttinn fremur en
annað," segir hann.
Samstarfshópurinn um Ár hafsins
mun skila tillögum og tilmælum um
dagskrá hér á landi á ári hafsins en
Kristján segir engar ákvarðanir liggja
fyrir um frekara starf hópsins.
„En við vonum sannarlega að þetta
geti orðið skemmtilegt Ár hafsins og
fræðandi fyrir almenning. Þá væri
markmiðinu náð," segir Kristján.
„Margir gera sér ekki grein fyrir
að 80% mengunar hafanna
kemurfrá landi."
ÆGIÍR 23