Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 8
stuttum brautum í fiskiðnaði.
Þetta hlýtur greinin að skoða
vel.
Númer eitt er að á brautun-
um sé kennt eitthvað sem
greinin þarf á að halda og ég
held að margt fiskvinnslufólk
hefði áhuga á að fara á slíkar
stuttar brautir.
J aukinni umrceðu um
umhverfismál felast miklir
möguleikar fyrir íslensk
sjávarútvegsfyrirtœki."
En almennt séð þá trúi ég því
að umræðan um menntunarmál í
sjávarútvegi verði mikil á næstunni
vegna þess að greinin er núna komin í
þá stöðu að fyrirtækin eru ekki lengur
í sífelldri baráttu að lifa daginn af
heldur hafa þau tíma til að hugsa til
framtíðar og þá er menntun ofarlega á
Iistanum," segir Guðrún.
Millistigið vantar í skólakerfið
Mestu þörfina segist Guðrún sjá á
framhaldsskólastiginu.
„Börn í grunnskólum eru að leggja
grunn og eðlilega er það mikil áhersla
á greinar eins og íslensku og stærð-
fræði að þau fá töluverða fræðslu um
íslenskan sjávarútveg í samfélagsfræði
DIESELVÉLAR • TÚRBÍNUR
FISKISLÓÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavík - Sími: 561 0020 - Fax: 561 0023
MITSUBISHI
n/ESELVELAR
AÐAL- OG
HJÁLPARVÉLAR
MIKIÐ ÚPVAL
HAGSTÆTT
VERÐ
MDvélar hf.
Vinsamlega
leitið
tilboða!
VÉLBÚNAÐUR • VARAHLUTIR
og líffræði. Ætlunin er að bj'ða
áfram upp á kennslu með skóla-
skipinu og gefa þannig börnum
kost á að kynnast sjómennsku af
eigin raun.
Það er á framhaldsskólastigi sem
mér sýnist að brýnast sé að taka
til hendi og ef menn vilja leita
að götum í menntun til starfa í
fiskvinnslu þá finnst mér það
vera þar. Fiskvinnsluskólinn í
Hafnarfirði tekur til dæmis annan hóp
því hann gerir kröfur um a.m.k. 52
eininga nám úr framhaldsskóla. Við
höfum síðan háskólamenntun í sjáv-
arútvegsfræðum og þar er verið að
mennta stjórnendur en millistigið
verður dálítið eftir og það er bagalegt
vegna þess að fiskvinnslustörfin eru
sérhæfð og við þurfum að geta þjálfað
fólk til þessara starfa í gegnum skóla-
kerfi sem byggir á samvinnu fyrirtækja
og skóla."
Guðrún leggur áherslu á að sam-
kvæmt lögum geti starfsgreinarnar
sjálfar haft mikil áhrif á mótun starfs-
menntunar í skólakerfinu. „Ramminn
er skýr og til staðar og næsta skref er
því að efla áhuga manna á að koma að
þessari vinnu," segir hún.
Tækifæri
í umhverfisumræðunni
Umræða um umhverfismál í tengslum
við sjávarútveginn fer stöðugt vaxandi
og Guðrún segist merkja að þau verði
æ stærri þáttur í verkefnum starfs-
manna sjávarútvegsráðuneytisins.
„Okkur sem að þeim málum koma
finnst rétt eins og í menntamálunum
að greinin í heild þurfi að láta til sín
taka og hún þurfi að finna sér sam-
starfsvettvang um slík mál. í umhverf-
ismálunum erum við íslendingar allir
á sama báti. En ég er líka viss um að í
mikilli og aukinni umræðu um um-
hverfismál felast miklir möguleikar
fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
vegna þess að þau hafa í þeim málum
góðan málstað að verja," segir Guðrún
Eyjólfsdóttir.
8 ÆGIR