Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 14
bilinu 15-17% á ári þannig að breyt- ingin er mikil," segir Þórður. Markaðir uiðkvæmari fyrir truflunum Ef aftur er vikið að þeirri stöðu sem uppi er á allra næstu vikum, þ.e. yfir- vofandi verkfalli, þá er ljóst að loðnu- afurðir einar og sér skiluðu um 5 millj- örðum í þjóðarbúið í febrúarmánuði í fyrra. Samt sem áður tókst þá illa til með Japansfrystingu, verðið á afurð- unum var tiltölulega lágt, þannig að hverjum manni má vera ljóst að verk- fall nú í febrúar verður þjóðarbúinu dýrt. „í þessu sambandi þarf líka að hafa í huga að markaðir verða sífellt við- kvæmari fyrir truflunum og hnjaski en áður var. Ef ekki er hægt að standa við samninga um afhendingu vöru þá lenda menn fljótt í erfiðleikum sem getur tekið langan tíma að vinna úr. Og þetta á auðvitað við um fleira en loðnuafurðir því ef verkfall verður langvinnt þá getur það einnig skaðað aðra markaði fyrir sjávarafurðir sem þola illa svona truflanir," segir Þórður. „Jákvæð" skuldasöfnun Ljóst má vera að í flestum greinum sjávarútvegs hefur verið léttari róður á undanförnum misserum og í ljósi þess vaknar sú spurning hvort að á sama tíma hafi tekist að greiða niður eitt- hvað af þeim skuldum sem á greininni hvíla en telja má að skuldir sjávarút- vegs séu nálægt 115 milljörðum króna. „í þessu sambandi skiptir megin- máli að sjávarútvegurinn hefur haft nokkuð góða afkomu um nokkurt ára- bil og þó að minni breytingar sjáist á skuldastöðunni en mætti ætla út frá afkomunni þá má ekki gleyma að á sama tíma hefur verðmæti eigna í greininni verið að aukast mjög mikið. Þetta hefur gerst með t.d. endurnýjun í loðnubræðslu og -vinnslu, bættum skipakosti, aukinni tækni í rækju- vinnslu, nýjum vinnslulínum í botn- Sjávarútvegurinn er ekki að safiía skuldum vegna hallareksturs, ólíkt því sem áður var. fiski og svo framvegis. Munurinn nú og áður er því sá að skuldir hafa ekki verið að aukast vegna hallareksturs í greininni heldur vegna fjárfestinga og endurbóta. Þegar um er að ræða end- urbætur á framleiðslutækjum og að- stæður eru hagstæðar þá þarf skulda- söfnun alls ekki að vera skaðleg þegar til lengri tíma er litið." Forsendur til bjartsýni Skýrar tölur liggja ekki fyrir hjá Þjóðhagsstofnun um afkomuna í sjáv- arútvegi á síðasta ári en, eins og áður segir, er ljóst að verðmæti sjávarafurða minnkaði eilítið þrátt fyrir „upp- örvandi tonnatölur" eins og Þórður orðar það. „Árið í heild held ég að hafi verið mjög viðunandi, þegar á alla þætti er litið. Það sem bætti þó stöðu greinar- innar hvað mest á seinni hluta ársins var að landfrystingin styrktist jafnt og þétt. Skýring á því er fyrst og fremst sú að verð á afurðum fór hækkandi en á sama tíma fór verð á lýsi og mjöli einnig hækkandi. Hvað landfrysting- una varðar þá báru menn sig mjög illa á miðju ári en eftir því sem leið á fór staða landfrystingarinnar batnandi. Þar er líka verið að auka hagræðingu og það er mikilvægt samhliða hækkun afurðaverðs. Ég tel að núna höfum við forsendur til að spá vel fyrir árið 1998 í sjávarút- veginum en rétt er að nefna að kostn- aðarhækkanir verða óhjákvæmilega umtalsverðar. Aflaforsendur boða ekki stórar breytingar og þar með ættu ekki að sjást verulegar magnbreytingar í út- flutningi. Stærsta spurningin er sú hvað gerist í verðþróun afurða en ef kreppan í Asíu verður ekki þeim mun þyngri þá tel ég forsendur fyrir hendi til að ná góðum árangri í sjávarútveg- inum í ár. Það byggist þó á á okkar eig- in verkum, þ.e. hversu miklar kostnað- arhækkanir verða og hvort áfram næst góður árangur í hagræðingu og fram- ieiðniaukningu," segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Allt til netaveiða! 1 krafti áratuga reynslu okkar í sölu veiðarfœra l tryggjmn við viðskiptavinum okkar ávallt fyrsta i flokks vöru á góðu verði. o z IMETASALAIM Skútuvagi 12-L sími 5E8 1813 fax 5E8 1824 / -~h~ - ’ - /j ^ '*• * 4 M3M

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.