Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI H'álfgert stríðsástand hefur ríkt undanfarna mánuði milli tveggja aðila sem œtla sér að halda sjávarútvegssýningu í Reykjavík í byrjun september árið 1999. Strax í kjölfar þess að tilboð voru optiuð í leigu fyrir Laugardalshöll undir sýn- ingu, þar sem nýtt íslenskt fyrirtaeki, Sýningar ehf. átti hœsta boð, fóru að- standendur Alþjóðlegra sýninga hf., sem staðið hafa fyrir sjávarútvegs- sýningum hér á landi, í viðræður við Kópavogsbœ um sýningaraðstöðu í Kópavogi. Báðir sýningaraðilar stefna á sýningarhald sömu dagana í byrjun september árið 1999 og eru bjartsýnir. Niðurstaða af harðri baráttu um sjávarútvegssýningu í Reykjavík haustið 1999 er að tvær sýningar verða haldnar á sömu dögum - nokkrum kílómetrum hvor frá annarri. atgerfisflótta hér á landi og það verður að spyma við fótum. Við teljum því að með sýningarhaldinu séum við að þjóna íslenskum hagsmunum." Mikið bókað nú þegar Miðað við umfang á sýningarhaldi af þessu tagi vaknar sú spurning hvort það verði ekki banabiti beggja sýning- araðilana að halda þær á sama tíma með nokkurra kílómetra millibili. Jón Hákon svarar því þannig að ef niður- staðan verði sú að tvær sýningarverði haldnar þá muni væntanlega margir gestir leggja leið sína á báðar sýning- arnar. „Auðvitað verður skörun á sýn- ingaraðilum en erlendis erum við í Harður slagur um sj ávarútvegssýningarnar Áform Alþjóðlegra sýninga hf., sem er umboðsaðili breska fyrirtækisins Nexus Media Ltd., eru þau að íslenska sjávarútvegssýningin fari fram í íþróttahúsinu í Smáranum og Tennis- höllinni sem þar við hliðina. Samtals meta forsvarsmenn Alþjóðlegra sýn- inga hf. þetta sýningarpláss upp á um 6400 fermetra og að meðtöldum skál- um sem verði reistir á sýningarsvæð- inu geti heildarpláss undir þaki orðið um 8000 fermetrar. Eins og áður segir fóru viðræður af stað við Kópavogsbæ strax í kjölfar út- boðs á Laugardalshöll og ekki var fenginn botn í þær áður en vinnslu blaðsins lauk. Langtíma fjárfesting Jón Hákon Magnússon, framkvæmda- stjóri Sýninga ehf. sem taka mun Laugardalshöll á leigu fyrir 24 milljón- ir króna undir sýningarhaldið, er fjarri því svartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að slagurinn hafi verið mjög harður á undangengum mánuðum og ekkert bendi til annars en hann verði áfram harður. „Við lítum á þetta sem langtíma fjárfestingu og núna er orðið ljóst að íslendingar verða með sýningu í Laug- ardalshöll, Þetta snýst um það að þeir hagsmunaaðilar hér á landi sem koma að verkefninu vilja að íslendingar eigi alþjóðlega sjávarútvegssýningu. Þetta er partur af heildarútrásinni í íslensk- um sjávarútvegi og rökrétt framhald af því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera í alþjóðlegu starfi. Við höfum þess vegna rætt við þessi íslensku fyrir- tæki sem standa í útrásinni um að hjálpa okkur við markaðsstarfið á þeim svæðum erlendis þar sem þau eru að vinna. Við erum þannig að taka höndum saman við aðila hér innan- lands til að gera sýninguna sem besta úr garði," segir Jón Hákon í samtali við Ægi. „Við viljum að lítil fyrirtæki fái at- hygli og verkefni í framhaldi af því vegna þess að allt skapar þetta störf hér heima. Við stöndum frammi fyrir samstarfið við mjög öflugan markaðs- aðila sem er Fishing News Inter- national og í gegnum það samstarf mun sýning okkar fá gríðarlega um- fjöllun og kynningu. Þar erum við komnir inn í net sjávarútvegssýninga á vegum Fishing News vítt og breitt um heim," segir Jón Hákon. Þrátt fyrir að hálft annað ár sé fram að sýningu segist Jón Hákon nú þegar hafa bókað mikinn meirihluta af sýn- ingaraðstöðunni og að pantanir séu miklar erlendis frá, ekkert síður en hérlendis. „Vegna þessarar óvissu um sýning- arhús hefur ekki verið hægt að stað- festa pantanir en við vindum okkur í þá vinnu nú þegar Laugardalshöllin er í höfn. En samhliða því að halda sýninguna sjálfa þá ætlum við að vera með ráðstefnuhald sem tengist þessum viðburði og það er hluti af aðgerðum til að fjölga gestum. Markmið okkar hefur verið að fá 1000- 1500 erlenda gesti og vonandi tekst það," segir Jón Hákon. ÆGÍU 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.