Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
REVTINGUR
Minna magn
en hærra verð
hjá fiskmörkuðunum
íslensku fiskmarðarirnir seldu
fyrir tæplega 8,9 milljarða króna á
síðasta ári og varð aukning verð-
mæta um 6% á meðan samdráttur
varð í magni um 3%. Heildarsalan
var 113 þúsund tonn. Meðalverð á
mörkuðunum hækkaði um 8% og
var 79 kr.
Fiskmarkaður Suðurnesja er um-
talsvert stærstur fiskmarðaðanna
hér á landi, bæði hvað varðar magn
og heildarsölu.
íslandsmet á
Neskaupstað
Loðnubræðsla Sfldarvinnslunnar
hf. í Neskaupstað setti undir lok
síðasta árs nýtt íslandsmet því þá
höfðu verið brædd 170 þúsund tonn
hjá fyrirtækinu á árinu. A öllu árinu
1996 voru brædd 137 þúsund tonn
hjá verksmiðjunni þannig að aukn-
ingin er mikil milli ára.
Síldarvinnslan hf. tók fyrst á móti
fiski til bræðslu fyrir um 40 árum og
kemur fram í vikublaðinu Austur-
landi að þá hafi verið tekið á móti
4000 málum sfldar á fyrsta starfsári.
Að því er fram kemur í blaðinu
var fyrri methafi Hraðfrystihús
Eskifjarðar og segja þeir Austfirð-
ingar að metið fari því ekki út fyrir
bæinn!
Metar hja Sölumiðstöðinni
rið 1997 sló öll fyrrí met hvað
varðar bœði sölu og framleiðslu
afurða hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Aukningin miðað við fyrra
metár var 4%, bceði hvað varðar sölu
og framleiðslumagn.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
seldi tæplega 138 þúsund tonn í fyrra
fyrir um 29 milljarða króna. Mest var
selt af karfa, eða rúm 33 þúsund tonn
að verðmæti 6,7 milljarðar króna.
Verðmæti þorsks var 6,3 milljarðar og
rækja var seld fyrir 5,4 milljarða.
Skrifstofa SH í Tókýo í Japan seldi
mesta magn einstakra söluskrifstofa,
eða um 48 þúsund tonn fyrir 7,6 millj-
arða króna. Það er þó samdráttur bæði
hvað varðar magn og verðmæti frá
árinu 1996.
Síðla síðasta árs opnaði SH sölu-
skrifstofu í Moskvu en hefur einnig
nýverið sett upp slíka skrifstofu í Kína.
FRAMTAK, Hafnarfirði
Kraltmrikril
og lipur viðgerðarþjónusta
nú einnig dísilstillingar
FRAMTAK - alhliða viðgerðarþjónusta;
_________• VÉLAVIÐGERÐIR
_________» RENNISMÍÐI
• PLÖTUSMÍÐI
BOGI • DÍSILSTILLINGAR
FRAMTAK
VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTA
Drangahrauni Ib Hafnarfirði
Sími S65 2556 • Fax 565 2956
COÐ ÞIOHUSTA
VECUR ÞUHCT
MGm 27