Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 29
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Forsvarsmenn Umbúðamiðlunar ehf., þeir Hjörtur Grétarsson, stjórnarformaður og Vil- hjálmur Ólafsson, framkvæmdastjóri, ásamt Kristjáni Aðalsteinssyni, framkvcemda- stjóra Sœplasts hf., við 200 þúsundasta kerið. Ker númer 200 þúsund hjá Sæplasti Laust fyrir áramót framleiddi Saeplast hf. 200 þúsundasta kerið frá upphafi. Það var síðan afltent stœrsta kaupanda félagsins á innanlandsmarkaði, Umbúðamiðlun ehf., en Sœplast gerði stœrsta sölusamning sinn frá upphafi við Umbúðamiðlun á síðasta ári. Hattn hljóðaði upp á framleiðslu á 2000 endurvinnanlegum kerum. orgarstjórn Reykjavíkur hefiir ákveðið að efla til kynningar- og frœðsluátaks í tilefni af „Ári hafsiits". Ætlunin er að átakið nái til reyk- vískra skólabarna og var skipuð sérstök Sæplast hf. hefur jafnt og þétt aukið umsvif sín frá því það hóf starfsemi á Dalvík árið 1984. Starfsmenn voru í lok síðasta árs um 40 talsins og nýjasti áfanginn í rekstrinum er starfræksla dótturfyrirtækis í Indlandi, Sæplast- India Pvt. Ltd. en það fyrirtæki er um það bil að hefja rekstur hverfisteypu- verksmiðju á Indlandi. verkefnisstjórn til að vinna að verk- efninu. Markmið Sameinuðu þjóð- anna með „Ári hafsins" er að vekja athygli á hafinu sem lífæð jarðarinnar, matvælabúri, samgönguæð og áhrifa- valdi í veðráttu og landmótun. REVTINGUR Fiskaren segir yfirlýsingastríð Norðmanna og íslendinga engu skila Höfundur leiðara norska sjávar- útvegsblaðsins Fiskaren skrifaði á dögunum um deilur Norðmanna og Islendinga. Hann sagði lausn verða að finnast þannig að samskipti jojóð- anna gætu orðið blíðari en verið hefur síðustu misserin. í leiðaranum var vikið að yfirlýsingum ráða- manna í Noregi varðandi loðnu- samninga við íslendinga og hörð ummæli íslenskra stjórnmálamanna í kjölfarið. Bent er á að grundvallar- deilurnar snúist alltaf um veiðarnar í Smugunni og í því máli verði að ná lendingu til að koma á friði milli þjóðanna. Sagt er á að þjóðirnar tvær gætu til dæmis haft samstarf á erlendum mörkuðum fyrir sjávaraf- urðir, báðum til hagsbóta, í stað þess að berjast blóðugri baráttu. „Með þeim yfirlýsingum sem ganga nú milli þjóðanna fjarlægjast deiluaðilarnir stöðugt í stað þess að nálgast. Þetta þjónar engum tilgangi. Veiðar á loðnu í íslenskri lögsögu er ekki það stórmál að það breyti öllu fyrir norskan sjávarútveg. Agóðinn af veiðunum er of lítill þegar tekið er tillit til þess hvað þær kosta. Stjórnvöld í löndunum tveimur verða að setjanst niður og leysa þau vandamál sem eru óleyst. Bæði löndin tapa ef yfirlýsingastríðið á að halda áfram.“ Atak Reykjavíkurborgar í tilefni af „Ári hafsins“ ÆGIR 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.