Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 14
skipunum sem passa í brautina. Við höfum að vísu möguleika á að stækka slippinn til upptöku á skipum allt að 53 metrum að lengd en við verðum samt of litlir. Það er slæmt að geta ekki elt stækkunina í flotanum." I samstarf við norðanmenn Theodór segir að Stál hf. sé í samstarfi við Slippstöðina á Akureyri og sé eign- arhlutur þess fyrirtækis í Stáli um 15%. „Með tilkomu þessara nýju eigenda og annarra var fyrirtækið endurfjár- magnað og staðan er góð hjá okkur í dag. Við höfum verið að þreifa okkur áfram í markaðssókn á ýmsum sviðum og það má segja að þessi samvinna, sem er tilkomin með eignaraðild, hafi borið góðan árangur. Ég hef þá trú að það sé áframhaldandi uppsveifla í þessari iðngrein. Það verða áfram ein- hverjar stórframkvæmdir á íslandi, jafnvel hér fyrir austan. Frysting og frekari fullvinnsla sjávarafurða gefur okkur tækifæri til að taka þátt í upp- byggingu á þeim vettvangi og ekki má gleyma að það þarf að endurnýja fiski- skipaflotann verulega á næstu árum." Þurfum að bæta tæknistigið - Eruð þið þannig tækjum búnir að þið getið tekist á við framtíðarverkefni sem þessi sem þú nefndir? „Ætli það sé ekki hægt að segja að tækjabúnaðurinn sé sæmilegur miðað við íslenskar aðstæður en auðvitað er hann orðinn frekar gamall. En þrátt fyrrir það þá tel ég að í framtíðinni verði hlutur fyrirtækja eins og okkar í verkefnum sem krefjast hágæðavinnu. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að hugsa til þess að bæta tæknistig þessara fyrirtækja þannig að við getum tekið að okkur dýrari vinnu, þar sem þarf dýrari mannafla og betri vélar. Við höfum ekkert að segja í stór verk þar sem þarf mikið af stáli á stuttum tíma og mikinn mannafla - þar ráðum við ekki við það sem láglaunaþjóðir bjóða. - En hvað er það sem háir helst ís- lenskum skipasmíðaiðnaði í dag? „Það má segja að það hái skipa- smíðaiðnaðinum á íslandi í dag hvað tæknistigið er á lágu plani. í augna- blikinu vantar í stéttina eina til tvær kynslóðir og það veit ekki á gott. Hins vegar gefa breytingar á skólakerfinu fyrirheit um betri tíð." Sóknarfæri bæði heima og erlendis Theodór Blöndal segir að lokum að auk þess sem hann hafi nefnt hér að framan telji hann sóknarfæri erlendis. „Við getum t.d. farið að horfa á Rúss- landsmarkað í fiskiskipum. Þar eru óhemju stór verkefni framundan og við ættum að geta komist í þau. Spurningin er aftur á móti sú hvernig þeir geta borgað. Aðrir erlendir mark- aðir verða mun nær okkur í framtíð- inni og þegar við horfum til þess að við erum smátt og smátt að taka for- ystu í smíði á ýmsum búnaði í mat- vælaframleiðslu, reyndar fyrst og fremst fyrir sjávarútveg, þá eru erlend- ir markaðir mjög áhugaverðir." Nokkrir punktar úr 50 ára sögu Vélsmiðjunnar Stáls hf. 26. febrúar 1948 Framkvæfndir hafnar við byggingu á nýju verkstæðishús næði Vélaverkstæðis P. Blöndals 1952 Ákveðið að kaupa stálherslupotta og hefja framleiðslu á hlutum úr hertu stáli. Sameignarfélag stofnað um reksturinn og nafni fyrirtækisins breytt í Vélsmiðjan Stálhf. 1954 Hafin framleiðsla á öryggishúsum fyrir dráttarvélar, þeim fyrstu sinnar tegundar á Islandi. 1966 Síldin hverfur og mikið erfiðleikatímabil tekur við í sögu fyrirtækisins. 1971 Stál srníðar lokunarbúnað og ristar í Laxárvirkjun og er þar með komið inn í virkjanaframkvæmdir 1971 Ákveðið að hefja smíði á 17 tonna stálbáti. 1975-76 Smíði á lokum fyrir Lagarfossvirkjun, stærsta verkefni fyrirtækisins fram að þeirn tíma. 1985 Tilboði Vélsmiðjunnar Stál í smíði á álbræðsluskerum fyrir álverið í Straumsvík tekið og varð fyrirtækið þar með fyrst austfirskra fyrirtækja til að fá verk sem boð ið var út á alþjóðamarkaði. Kerin voru 65 og smíðað var úr 1300 tonnurn stáls. 14 Mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.