Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 24

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 24
Fjölmörg störf á Islandi við hönnun skipa: Verkefnin snúast mest um nótaskipaflotann og bátana T Tönnun skipa er mjög mikilvaegur þáttur í framþróun A A skipastólsins. Þrátt fyrir að mörg afnýsmíða- og breytingaverkefnum á undanförnum árum hafi verið unnin erlendis, eru íslenskir aðilar í flestum tilfellum höfundamir að breytingunum og mörgþessara skipahönnunarfyrirtcekja hafa farið át í að lianna ný skip og bjóða útgerðarmönnum sína hönnun. Þeir hönnuðir sem Ægir ræddi við um þessi efni eru sammála um að áhuginn sé mestur þessa dagana í nótaskipaflotanum og síðait í bátaflotanum. Þeir segja að þrátt fyrir miklar endurnýjanir á nótaskipunum á undanförnum árum séu enn mikil verkefni fyrir stafni, t.d. vélaskipti vegna kolmunnaveiðanna. í bátaflotanum tnuni trébátarnir hverfa út á komandi árum en við taki hentugir stálbátar sem verði útbúnir bœði til tog- og netaveiða. Bergsteinn Gunnarsson hjá verk- fræðistofunni Feng í Hafnarfirði segir verkefnin fjölþætt þessa dagana. Þau snúi að flestum tegundum veiðiskapar og ekki síður nýjustu greinunum, s.s. kolmunna- og túnfiskveiði. Fengur hefur hannað nokkrar stærðir nýrra nótaskipa og er að bjóða útgerðar- mönnum til kaups; segir Bergsteinn að áhugi útgerðanna fyrir endurnýjun sé greinilega fyrir hendi. „Menn vilja sjá burðargetu á nýjum nótaskipum upp undir 2000 tonn og jafnvel þar yfir. Síðan hafa sumir líka hugmyndir um að í slíkum skipum verði að vera fyrir hendi veruleg frysti- geta. Áhugi á því er frekar fyrir hendi hjá þeim aðilum sem ekki búa yfir vinnslugetu í landi," segir Bergsteinn og viðurkennir að útgerð Garðars EA í vor og sumar hafi ýtt við mörgum og 24 ÆGIIR ------------------------- sýnt fram á að öflugri nótaskipum er fært að sækja í tegundir sem íslend- ingar hafa látið framhjá sér fara und- anfarin ár. Reglugerðafrumskógurinn stýrir þróuninni Úreldingarreglum hefur verið kennt um litla nýsmíði skipa og báta á und- angengum árum en nú hafa reglur verið rýmkaðar og ættu þar af leiðandi að ýta undir nýsmíði fremur en breyt- ingar. Skipahönnuðir benda á að reglugerðirnar á hverjum tíma stjórni mestu um þær leiðir sem útgerðirnar velji, bæði reglur um úreldingu og síð- an fiskveiðistjórnunarreglurnar sjálfar. Þegar einhverjar breytingar á fiskveiði- stjórninni vofi yfir þá haldi það aftur af útgerðunum að leggja út í endur- bætur á skipunum. „Dæmi um áhrif af reglum er hvað varðar togarana og þennan nýja aflvísi sem í gildi er. Hann gerir að verkum að það borgar sig engan veginn að smíða stórt skip sem er með lítilli vél," segir Bergsteinn. Ágúst Guðbergsson hjá Skipa- og vélatækni í Keflavík bendir á að tak- markanir á aflaheimildum sníði þann stakk sem útgerðirnar verði að fara eftir. „Menn gera ekki eins og hér í eina tíð - fara bara á sjó ef vantar aur í budduna. Núna verða menn að búa sér til þennan aur úr þeim hlut sem Margir vilja sjá verulega frystigetu í nóta- skipunum. þeir fá heimild til að veiða og hver og einn verður svo að gera upp við sig hversu miklu á að kosta til. Þetta segir að við erum alltaf að hanna skip sem falla inn í fiskveiðireglurnar og stjórn- unarkerfið. Þetta er reyndar ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.