Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 15
'ipas inii SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Véla- og smíðaþekking hefur glatast í skipasmíðaiðnaðinum ekstur dráttarbrautar og véla- verkstœðis í Neskaupstað á sér all langa sögu. Á fundi bœjarstjórnar Neskaupstaðar 13. febrúar 1942 koni fram tillaga um að hafnamefnd yrði falið að athuga möguleikana á stofn- un félags „til að byggja dráttarbraut ogfullkomið vélaverkstœði". Síðar þetta sama ár var Dráttarbrautin hf. stofnuð. Hafnarsjóður Neskaupstað- ar var einti stœrsti hluthafinn svo og Samvinnufélag útgerðarmanna. Árið 1943 var hafist handa um byggingu vélaverkstœðis DBN neðst á Neseyri og var húsið liið myndarlegasta á þess thna mœlikvarða, 30x10 metrar að stœrð. Fljótlega eftir að rekstur vélaverk- stæðisins hófst fór stjórn DBN að huga að smíði á bátum og þegar árið 1944 voru keyptar trésmíðavélar til báta- smíði og smíði hófst. Á árunum 1945- 1960 voru smíðaðir níu 24 til 90 lesta bátar og nokkrir stærri trébátar á árun- um 1971 til 1975. Árið 1970 hófst nýr þáttur í skipa- smíðasögu fyrirtækisins en þá var haf- in smíði stálbáts. Ekki varð stálskipa- smíðin langlíf því aðeins var lokið að fullu við smíði þessa eina 65 tonna báts, smíði hins sem byrjað var á var aldrei lokið og skrokkurinn seldur tveimur árum seinna. Tvö hundruð tonna dráttarbraut var tekin í notkun í Neskaupstað árið 1946 og var hún í notkun allt til ársins 1967 er ný dráttarbraut var tekin í notkun. Síldarvinnslan hf. eignaðist Dráttarbrautina hf. í kringum 1990 en var með fyrirtækið á leigu frá 1970. Verkefnin of umfangsmikil miðað við mannskap Rekstur vélaverkstæðis Síldarvinnsl- unnar hf. hefur verið aðlagaður breytt- um verkefnum og nýjum áherslum í stálsmíði. Þar eru ekki lengur smíðuð skip en verkefnin eru næg og í raun og veru of mikil á stundum. Fyrirtækið er leiðandi afl í bænum á sviði nýsköp- unar í smíði úr áli og ryðfríu stáli og þar er viðhaldsverkefnum á flota Síld- arvinnslunnar, frystihúsi, bræðslu og fiskiðjuveri jafnframt sinnt. Til að forvitnast um starfsemi véla- verkstæðisins í dag var rætt við Jón Valgeir Jónsson verkstjóra vélaverk- jðn Valgeir fónson, verkstjóri á vélaverk- stœði SVN. stæðisins, en forstöðumaður þessarar deildar fyrirtækisins, Karl Jóhann Birg- isson, var staddur erlendis. Jón Valgeir sagði að staðan í dag væri þannig að verkefnin væru alltof umfangsmikil miðað við mannskap og hefur svo verið undanfarin 3 ár. Sú stórfellda uppbygging sem er og hefur verið hjá Síldarvinnslunni hefur leitt til þessa. Texti: Elma Guðmundsdóttir Viðgerðir og viðhald skipa voru aðalverk- efhin þar til fyrir fjórum árum. „Það er ekki svo langt síðan að okk- ar aðalhlutverk fólst í viðgerðum og viðhaldi skipanna en nú hefur ný- smíði í bræðslunni og hinu nýja fisk- iðjuveri Síldarvinnslunnar tekið við. Þessa dagana erum við að byggja utan um vélbúnað þann sem fylgir nýju mjöltönkunum og í framhaldi af því förum við í að setja upp í samvinnu við aðra, útskipunarbúnað fyrir mjöl". - En hvernig stendur á þessum um- skiptum í rekstrinum, frá viðgerðum til nýsmíði? „Þetta byrjaði allt með samstarfi við Stál á Seyðisfirði. Við unnum saman að uppsetningu vinnslubúnaðar í frystiskip sunnan af fjörðum og þegar því var lokið tók næsta verkefni við. Það var fiskvinnslulína í eitt af skipum Síldarvinnslunnar, Barða, og eftir það hefur eitt leitt af öðru og verkefnin verið síðustu tvö til þrjú ár nánast bundin fiskiðjuverinu og bræðslunni. Að meðaltali starfa hér á verkstæð- inu 20-25 manns og sá fjöldi hefur engan veginn dugað til að anna öllum þeim verkefnum sem við höfum feng- ið. Auglýsingar eftir menntuðum járn- iðnaðarmönnum hafa borið takmark- aðan árangur en annað slagið höfum við þó verið heppnir og fengið góða ÁGIR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.