Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 11
v5kipasmíðaiðnaðuriiin SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Forysta okkar í tækniþróun má ekki glatast til erlendra aðila - segir Örn Friðriksson, formaður Felags málmiðnaðarmcinna s T7k vœnti þess að málmiðnaðar- J-j mönnum fari fjölgandi á nœstu árum lijá skipasmíðastöðvunum. Fyrirtœkin hafa verið að styrkjast og sœkja sér verkefni út fyrir skipaiðn- aðinn til að jafúa sveiflur og því fagna ég. Skipasmíðastöðvar verða að vera til staðar til að þjónusta skipa- flotann okkar og hjá þeim er að finna mjög hœfa málmiðnaðarmenn sem geta tekist á við stór verkefni. Eina atriðið sem ég hef áhyggjur afvarð- andi skipasmíðastöðvarnar er að fyr- irtækin fari í ofmikla fjárfestingu á upptökubúnaði en ég vona samt að með verkefni eins og nýju varðskipi þá þróist samstarf milli fyrirtœkj- anna sem getur stuðlað að því að nýta betur fjárfestingu," segir Örn Friðriksson, formaður Félags járniðn- aðarmanna, um þróun í stöðu skipa- smíðaiðnaðar á íslandi í dag. Örn segir mikið fagnaðarefni að nýtt varðskip verði smíðað hér innan- lands og að verkefnið verði ekki boðið út erlendis. í mörgum tilfellum sé því líkast að íslenskir embættismenn séu kaþólskari en páfinn hvað varðar út- boð á verkefnum - í mörgum tillfellum væri vert að láta á reyna hvort ekki sé hægt að stýra verkefnum hingað heim í stað þess að missa þau úr landi. Stjórnvöld studdu í ráðherratíð Sighvats Björgvinssonar sem iðnaðar- ráðherra við bakið á innlendum skipa- smíðaiðnaði með jöfnun gegn erlend- um niðurgreiðslum og það segir Örn að hafi skilað sér í bættri samkeppnis- stöðu íslensku fyrirtækjanna. „Þá fór boltinn að rúlla og fleiri verkefni urðu eftir hér heima. Eftir að „Menntapólitíkin skiptir niiklu um þróun- ina. Ef áherslan verður ekki á tœknigrein- ar, eins og t.d. málmiðnaðinn, þá eign- umst við ekki góða iðnaðarmenn í fram- tíðinni," segir Örn Friðriksson. þessi stuðningur féll niður komu stór- iðjuframkvæmdir til sögunnar og þau hafa séð mörgum fyrirtækjanna fyrir verkefnum en ég er ekki í vafa um að varðskipssmíðin mun hafa jákvæð áhrif á greinina á næstu árum," segir Örn. Hann bendir á að þrátt fyrir að margir góðir járniðnaðarmenn hafi farið frá skipasmíðastöðvunum þegar harðast var á dalnum þá hafi hluti þeirra snúið aftur eftir að fyrirtækin réttu úr kútnum. Þannig sé ekki hægt að segja að mestu hrakspár um að greinin tapaði þekkingu í niðursveifl- unni, hafi gengið eftir. Menntunin þarf að vera númer eitt Áhersla íslendinga í skipasmíðum tel- ur Örn að eigi að liggja í hönnun, nið- ursetningu á búnaði og lokafrágangi, fremur en skrokkasmíði. Hann bendir á að mikilsverðast fyrir framtíðina sé að bæta menntun málmiðnaðar- manna, enda hljóti allir að sjá að góða iðnaðarmenn geti þjóðin ekki átt nema hlú fyrst að menntun þeirra. „Menntapólitíkin skiptir miklu um þróunina. Ef áherslan verður ekki á tæknigreinar, eins og t.d. málmiðnað- inn, þá eignumst við ekki góða iðnað- armenn í framtíðinni. Þar af leiðandi verður að horfa á menntunarmálin og atvinnumálin í samhengi. Á að byggja upp þessa grein sem þróar jafnframt nýja tækni fyrir veiðar og vinnslu eða ætla menn að láta erlenda aðila kom- ast inn á tækniþróunina og taka af okkur frumkvæðið? Ég tel okkur hafa alla möguleika til að ráða miklu í ferð- inni og þá möguleika á skilyrðislaust að nýta." Að mati Arnar þarf stefnan að verða sú að stjórnun á síðari hluta náms í málmiðnaðargreinum verði á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Þann- ig verði bein tenging milli faglegu kennslunnar og atvinnulífsins. „Þetta þarf að gerast með samningi við menntamálayfirvöld en aðilar í at- vinnulífinu eru tilbúnir til að standa svona að málum. Þarna gætu stjórn- völd komið á jákvæðan hátt að mál- um og þau gætu líka stutt við bakið á greininni með ýmsum tækniþróunar- verkefnum. Leiðirnar eru því margar til uppbyggingar," segir Örn Friðriks- son. AGIR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.