Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 47

Ægir - 01.10.1998, Blaðsíða 47
v5kipasmíðaiðnaðurinn SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Daníelsslippur í Reykjavík: Mun betra ár en í fyrra - segir Gunnar Richter, framkvœmdastjóri Daníelsslippur við Reykjavtkur- höfn hefur verið við líði síðan 1934, dœmigert fjölskyldufyrirtœki þar setn afkomendur hafa tekið við afforfeðrum sínum. Fyrirtœkið heitir Daníel Þorsteinsson & Co. og er Gutinar Richter, framkvœmdastjóri þess. Hann er dóttursonur Daníels Þorsteinssonar en Daníel stofnaði fyrírtœkið ásamt fóður Gunnars og fleirum. Gunnar er lœrður skipa- smíður, lœrði á sínum tíma til tré- bátasmíði og þróunin liefur orðið sú að í dag er Daníelsslippur eitt fárra fyrirtœkja ígreininni sem taka að sér trébátaviðgerðir. „Einhvern veginn hefur það þróast þannig að við höfum verið mikið í tré- bátaverkefnum. Það kemur fyrst og fremst til af því að aðrir hafa lítið verið í trébátunum," segir Gunnar en með honum í fyrirtækinu starfa þrjú börn hans. Gunnar segir að auk við- gerðanna á trébátunum snúist verk- efnin um hreinsun, málun og önnur viðhaldsverkefni. „Stálið hefur tekið við af trénu í bátaflotanum en hvað viðhaldið varð- ar þá var á árum áður töluvert um minni háttar tjón á trébátum sem við þurftum að gera við. Ástæðan fyrir þessum tjónum var hversu slæmar hafnirnar voru en í dag hafa hafnar- mannvirkin gjörbreyst og þar af leið- andi er fátítt að bátar verði fyrir tjóni í höfnum," segir Gunnar. 300 tonna dráttarbraut Daníelsslippur á eigin dráttarbraut með hliðarfærslum og samtímis geta Gunnar Richter, framkvcemdastjóri Daní- els Þorsteinssonar & Co. „Trébátarnir eru að hverfa úr flotanum." verið 8 bátar uppi í einu. „Við helgum okkur bátaflotanum eingöngu, enda takmarkar dráttarbrautin okkur hvað stærð skipa varðar," segir Gunnar en brautin getur tekið 300 þungatonn. Daníel Þorsteinsson & Co. er eitt af fáum fyrirtækjum í greininni sem ekki gengu í gegnum uppstokkun í byrjun þessa áratugar en Gunnar segir að reksturinn hafi aldrei verið auðveldur. Fátítt sé þó í dag að verða fyrir því að tapa útistandandi kröfum og það bendi til þess að hagur útgerðarinnar sé betri. „Núna borga allir sína reikn- inga og við þurfum heldur ekki að lána mönnum í verkum í einhvern tíma, eins og áður gerðist," segir Gunnar. Framhaldið er bjart og ekki að sjá annað en á næstunni verði margir bát- ar á athafnasvæði Daníelsslipps, eins og verið hefur undanfarna rnánuði. „Það er að vísu óvissa þessa stundina vegna Kvótaþingsins en mér finnst það ekki halda aftur af mönnum í við- haldi. Yfirstandandi ár hefur verið rnjög gott verkefnalega og það sem af er hefur verið helmingi meira að gera hjá okkur en í fyrra," segir Gunnar. Bátar á athafnasvœði Dam'elsslipps. Trébátaviðgerðir eru viðamikill þáttur í þjónustu fyrirtœkisins. ÆGIR 47 fóhann Ólafiir Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.