Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1998, Side 47

Ægir - 01.10.1998, Side 47
v5kipasmíðaiðnaðurinn SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Daníelsslippur í Reykjavík: Mun betra ár en í fyrra - segir Gunnar Richter, framkvœmdastjóri Daníelsslippur við Reykjavtkur- höfn hefur verið við líði síðan 1934, dœmigert fjölskyldufyrirtœki þar setn afkomendur hafa tekið við afforfeðrum sínum. Fyrirtœkið heitir Daníel Þorsteinsson & Co. og er Gutinar Richter, framkvœmdastjóri þess. Hann er dóttursonur Daníels Þorsteinssonar en Daníel stofnaði fyrírtœkið ásamt fóður Gunnars og fleirum. Gunnar er lœrður skipa- smíður, lœrði á sínum tíma til tré- bátasmíði og þróunin liefur orðið sú að í dag er Daníelsslippur eitt fárra fyrirtœkja ígreininni sem taka að sér trébátaviðgerðir. „Einhvern veginn hefur það þróast þannig að við höfum verið mikið í tré- bátaverkefnum. Það kemur fyrst og fremst til af því að aðrir hafa lítið verið í trébátunum," segir Gunnar en með honum í fyrirtækinu starfa þrjú börn hans. Gunnar segir að auk við- gerðanna á trébátunum snúist verk- efnin um hreinsun, málun og önnur viðhaldsverkefni. „Stálið hefur tekið við af trénu í bátaflotanum en hvað viðhaldið varð- ar þá var á árum áður töluvert um minni háttar tjón á trébátum sem við þurftum að gera við. Ástæðan fyrir þessum tjónum var hversu slæmar hafnirnar voru en í dag hafa hafnar- mannvirkin gjörbreyst og þar af leið- andi er fátítt að bátar verði fyrir tjóni í höfnum," segir Gunnar. 300 tonna dráttarbraut Daníelsslippur á eigin dráttarbraut með hliðarfærslum og samtímis geta Gunnar Richter, framkvcemdastjóri Daní- els Þorsteinssonar & Co. „Trébátarnir eru að hverfa úr flotanum." verið 8 bátar uppi í einu. „Við helgum okkur bátaflotanum eingöngu, enda takmarkar dráttarbrautin okkur hvað stærð skipa varðar," segir Gunnar en brautin getur tekið 300 þungatonn. Daníel Þorsteinsson & Co. er eitt af fáum fyrirtækjum í greininni sem ekki gengu í gegnum uppstokkun í byrjun þessa áratugar en Gunnar segir að reksturinn hafi aldrei verið auðveldur. Fátítt sé þó í dag að verða fyrir því að tapa útistandandi kröfum og það bendi til þess að hagur útgerðarinnar sé betri. „Núna borga allir sína reikn- inga og við þurfum heldur ekki að lána mönnum í verkum í einhvern tíma, eins og áður gerðist," segir Gunnar. Framhaldið er bjart og ekki að sjá annað en á næstunni verði margir bát- ar á athafnasvæði Daníelsslipps, eins og verið hefur undanfarna rnánuði. „Það er að vísu óvissa þessa stundina vegna Kvótaþingsins en mér finnst það ekki halda aftur af mönnum í við- haldi. Yfirstandandi ár hefur verið rnjög gott verkefnalega og það sem af er hefur verið helmingi meira að gera hjá okkur en í fyrra," segir Gunnar. Bátar á athafnasvœði Dam'elsslipps. Trébátaviðgerðir eru viðamikill þáttur í þjónustu fyrirtœkisins. ÆGIR 47 fóhann Ólafiir Halldórsson

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.